Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 53

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 53
Skýr sönnun þess, hve langt syndin hefir leitt oss frá Guði, var hið mikla áhugaleysi almennings fyrir að aðstoða nefndina, sem átti að rannsaka útgáfu klámbókanna. Það var einkenni síðustu kynslóðar, að fleygja frá sér öllu, sem gamalt er. Sérhver vísindakenning, sem var ekki eldri en afstæðikenningin, var talin einskis verð. Sérhver söguskýring, jafnvel eftir sjónarvotta, var véfengd og vanmetin, ef hún var ekki eftir ein- hvern samtíðarmann. Öllum hugmynd- um var tekið með efa. Siðferðislögmál, sem var gott og gilt í gær, var í augum margra ekkert lögmál í dag, nema svo- nefndir „raunsæismenn" legðu yfir það blessun sína. Þúsundir þessara „raun- sæismanna" hafa haldið því fram opin- berlega, að siðgæði sé afstætt — þar sé ekki til algild regla eða mælikvarði. Þeir segja: „Meðan þú hefur gaman af því, og það hefur engin skaðleg áhrif, líkamleg eða andleg, þá haltu því áfram. Það hlýtur að vera rétt.“ Biblían segir að til sé vegur, sem mönnunum sýnist réttur, en endi með dauða. í öllum landshlutum heyrast raddir, sem óska eftir nýjum siðgæðisáhrifum. Stjórnmálamenn vorir og þjóðarleiðtog- ar segja oss, að án siðferðislegrar endur- vakningar munum vér farast. Á hinn bóginn fyllum vér bókahill- ur vorar af saurbókmenntum. Unga fólkið er að mestu látið sjálfrátt. í há- skólum vorum og öðrum menntastofn- unum skipar hátternisheimspekin æðsta sess. f mörgum háskólum er trúnni af- neitað, en Kinsey dýrkaður. ★ En upp úr allri þessari ringulreið gnæfir orð Guðs eins og viti. Það ýmist fullvissar oss um hið rétta eða fordæm- ir hið ranga. Samkvæmt Biblíunni er siðgæðið ekki afstætt. Það er óumbreyti- legt. Þegar Móses stóð við rætur Sínaí, til þess að veita viðtöku hinum tíu boð- orðum, sem eru grundvöllur siðalög- málsins, sagði Guð við hann: „Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuð þér vera mín eiginleg eign umfram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín.“ > Ekkert orð í Biblíunni veitir oss ástæðu til að ætla, að Guð hafi linað á kröfum sínum. Sjötta boðorðið hljóðar svo: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ Þetta boðorð hefur aldrei verið num- ið úr gildi né gerð á því nokkur breyt- ing. Jesús gekk feti framar og sagði: „Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja h<Jr. En ég segi yður, að hver sem lítur á konu meS gárndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ Allsstaðar í Biblíunni er saurlífi jafn- að við morð og skurðgoðadýrkun. í Gamla Testamentinu lagði Guð dauða- refsingu við þeirri synd. Guð hataði hana svo mikið, að hver maður, sem varð sannur að sök, átti að grýtast. jesús hataði þessa synd svo mikið, að hann sagði að hún væri eina afbrotið, sem gæti rofið heilagan hjúskaparsáttmála. Biblían kennir, að þeir, sem drýgi þessa synd, fari til Helvítis. „Því að hunangs- eimur drýpur af vörum annars manns konu og gómur hennar er hálli en olía. En að síðustu er hún beiskari en mal- urt, beitt eins og tvíeggjað sverð. Fæt- ur hennar ganga niður til dauðans, spor hennar liggja til Heljar." í sjöunda kafla Orðskviðanna segir, að þessi synd sé helvegur fyrir þjóðir og DAGRENNING 4B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.