Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 33
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
TURNINN í BABEL
^----------------------------------- s-
„Vér skulum bygg'ja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss
minnismerki ..(I. Mb. 11. 5).
„Og Júda gjörði það, sem illt var í augum Drottins ... því að einnig
þeir gjörðu sér hæðir, merkissteina og asérur á öllum háum hólum og
undir hverju grænu tré.“ (I. Kon. 14. 22).
s*_______________________________________J
Frásögn Biblíunnar.
Ein þeirra frásagna Biblíunnar, sem
miklum heilabrotum hefir valdið mönn-
um fyr og síðar, er sagan um Babelturn-
inn, í 11. kapítula fyrstu Mósebókar. Á
öllum tímum hafa menn reynt að leysa
gátuna, sem í þeirri frásögn er dulin, en
það hefir ekki tekist til fulls ennþá. Upp-
gröftur fornleifa, bæði í Babylon og öðr-
um borgum í Austurlöndum, hefir þó
varpað nokkru ljósi inn í það mvrkur,
sem hylur þennan forna leyndardóm, svo
menn telja sig nú standa nokkru nær um
ráðningu gátunnar en áður. Hér verða
ekki tök á að rekja þetta nema að litlu
leyti, en þeir sem vilja kynna sér málið
nánar eiga þá hægara með að afla sér við-
bótarfræðslu um það annars staðar.
★
í íslenzku Biblíunni er frásögnin um
Babelturninn á þessa leið:
„En öll jörðin hafði eitt tungumál og
ein og sömu orð. Og svo bar við, er þeir
fóru stað úr stað í Austurlöndum, að þeir
fundu láglendi í Sínear-landi og settust
þar að. Og þeir sögðu hver við annan:
„Gott og vel, vér skulum hnoða tígul-
steina og herða í eldi.“ Og þeir notuðu
tígulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað
kalks. Og þeir sögðu: „Gott og vel, vér
skulum byggja oss borg og turn, sem nái
til himins, og gjörum oss minnismerki,
svo að vér tvístrumst ekki um alla jörð-
ina.“ Þá steig Drottinn (Jahve) niður, til
þess að sjá borgina og turninn, sem
mannanna synir voru að byggja. Og
Drottinn mælti: Sjá, þeir eru ein þjóð og
hafa allir sama tungumál og þetta er hið
fyrsta fyrirtæki þeirra; og nú mun þeim
ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir
hendur að gjöra. Gott og vel, stígum
niður og ruglum þar tungumál þeirra,
svo að enginn skilji framar annars mál.“
Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um
alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að
byggja borgina. Þess vegna heitir hún
Babel því að þar ruglaði Drottinn tungu-
málum allrar jarðarinnar, og þaðan
tvístraði hann þeim um alla jörðina."
★
Það er athyglisvert að þessari frásögn
er skotið inn á milli Þjóðatalsins og ætt-
artölu Sems.
Frásögnin er, eins og margar aðrar
DAGRENNING 2&