Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 55

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 55
fótum troðið son Guðs og hefur álitið vanheilagt blóðið sáttmálans, er hann var helgaður í, og hefur smánað anda náðarinnar? Því að vér þekkjum þann, er sagt hefur: Mín er hefndin, ég mun endurgjalda. Og í annan stað: „Drottinn mun dæma lýð sinn. Óttalegt er að falla í hendur lifanda Guðs.“ Vér veifum illsku vorri og spillingu framan í Guð almáttugan, eins og hon- um stæði alveg á sama. Vér tignum tví- buraglæpina, kynofsann og drykkjuskap- inn, sem hafa orðið dauðadómur ann- arra þjóða. Jafnvel hetjur vorar, karlar og konur, eru eins og goð Grikkja hinna fornu — þeim leyfist að fremja lögbrot og siðleysi, sem vér mundum aldrei leyfa okkur að fremja sjálf. Þúsundir karla og kvenna fordæma siðíspilling- una í orði kveðnu, en iða í skinninu, þegar þau lesa frásagnir dagblaðanna um velsæmisbrot kvikmyndastjarna og oddborgara. Kvenþjóð vor er eins og fest upp á þráð út af dómskýrslu um mann, sem fundinn var sekur um sölu eiturlyfja til æskunnar í landinu. Æsku- mönnum vorum er talin trú um, að flekkaðar kvikmyndastjörnur séu ákjós- anlegustu lífsförunautarnir. Siðspillingartímar eins og þessir hafa áður komið í sögu þjóðanna. Fáar hafa lifað af hinar tortímandi afleiðing- ar þeirra. ★ Mannkyninu gengur illa að átta sig á þeim sannleika, að þegar vér vöknum og viljum fara að halda hinu illa í skefj- um, reynast öll valdboð vanmáttugar lækningaaðferðir. Vér verðum að athuga málið bæði með hliðsjón af einstaklingnum og heildinni. Hversu sterka hneigð sem vér höfum til þess að telja siðpillinguna þjóðfélagslegt fyrirbæri, er sá sannleik- ur óhagganlegur, að þjóðfélagshópar eru hópar einstaklinga. Hið raunveru- lega vandamál snýr alltaf að einstaklingn- um. Það er vitanlega rétt, að þjóðfélag þrífst ekki lengi, þegar siðgæði þess fer að hnigna, en vér verðum að snúa oss að einstaklingunum, til þess að hafa áhrif á þjóðfélagið. Lagaboð geta stundum verið nokkrar hömlur á hófleysi synd- anna. Biblían krefur þá einnig til ábyrgðar, sem láta öðrum líðast að fremja syndir, á sama hátt og þá, sem syndaverkin fremja. Margir trúa því, að lagasetningar leysi þetta vandamál vort. En vandamál- ið á sér dýpri rætur en svo. Það er hið stöðuga vandamál einstaklingsins sem syndara gegn Guði. Hvort sem syndin er framan í leyni eða opinberlega, er einstaklingurinn alltaf jafnsekur gegn Guði. Einstaklingurinn verður sjálfur að ákalla Guð og biðja hann um frelsun fyrir sínar persónulegu syndir. En ásamt þeirri skyldu vorri, að stíga hvert það skref, sem verða mætti til þess að lialda siðspillingunni í skefjum, hvíl- ir á herðum vorum enn þá þyngri ábyrgð, sem sé sú, að vernda æskulýð vorn. Vér verðum að kynna æskunni svar Guðs við þessu vandamáli. Freist- ingin til að syndga og hin skaðlega und- anlátssemi við freistingarnar eru meira en maðurinn ræður við, einn og óstudd- ur. Hneigðin til að syndga er svo óvið- ráðanlega sterk, að án náðar Guðs og styrks frá honum verða viðfangsefni vor oss ofviða. Ef Guð bjargar oss ekki upp úr syndafeninu, verðum vér fastir þar að eilífu. ★ DAGRENNING 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.