Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 14
---------------------------------------------------------------------— \ tota og allt er á ringulreið. Franska stórveldið er að liðast í stindur og hvorki Bretar né Frakkar virðast sjá, að það eru „Sameinuðu þjóðimar“, sem eru að leysa upp veldi þeirra, og afhenda Rússum og Bandaríkjun- um áhrifavöld á þeim svæðum sem áður tilheyrðu þeim, þó í nokkuð öðm formi sé. Ágætt dæmi þessa er Viet-Nam, sem áður var traust sambands- land Frakka en er nú skipt orðið milli Kommúnista-Kína og Bandaríkj- anna, sem ráða þar því litla sem vestrænar þjóðir ráða þar enn. SOVIÉTRÍKIN. Meðan svona gengur hjá hinum vestrænu stórveld- um breyta Rússar um stefnu, a. m. k. á yfirborðinu, og getur hin nýja stefna orðið vestrænum þjóðum hættuleg. í októbermánuði fóm tveir valdamestu menn Soviétríkjanna, Bulganin og Krúsjeff, til Indlands og annarra Asíulanda í opinbera heimsókn. Þetta tækifæri notuðu þeir til þess að treysta vinfengið við þjóðir Suður og Suð-Austur Asíu, jafnframt því sem þeir reyndu að spilla sem mest fyrir hinum vestrænu stórveldum, sér- staklega þó Bretlandi, til þess að eitra sem mest sambúð Indverja og Breta. I ferð sinni lofuðu þeir hverskonar hjálp og aðstoð, en höfuðáherzluna lögðu þeir á að koma því inn hjá þeim þjóðum sem þeir sóttu heim, að Rússland væri „land friðarins“ og velgengninnar, en á Vesturlöndum byggju stríðsæsingaþjóðir og þar væri allt í kalda koli. En Soviétríkin hafa þó enn víðar járn sín í eldinum. Meðal Arabaþjóð- anna má nú heita að þau séu orðin allsráðandi. Bretar og Bandaríkja- menn hafa verið að reyna að halda „jafnvægi“, sem þeir svo kalla, í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafsins, með því að takmarka mjög vopna- sölu til Arabaríkjanna. Þetta tókst sæmilega meðan Bretar höfðu mikið lið á Zueseiði og víðar þar eystra. En eftir að Bretar hurfu frá Zues komu Rússar í þeirra stað sem „hemaðarlegir ráðunautar“ Egypta og þá hófst vopnasalan til Araba fyrir alvöru frá Soviétríkjunum og leppríkjum þeirra. Og nú er svo komið að öllum heimi stendur ógn af þeim átökum sem búast má við á þessum slóðum. Bandaríkjamenn og Bretar hafa, þrátt fyrir hina auknu vopnasölu frá Soviétríkjunum til Egyptalands og annarra Arabaríkja ekki viljað fallast á að auka til muna vonpasölu til Ísrelsríkis, og hefir þetta valdið miklum deilum bæði í Bretlandi og Ameríku. Það em sérstaklega zionistar í Ame- ríku, sem krefjast þess, að vopn verði send til ísraelsríkis.Hér er á ferð- inni mikið og illt vandamál, því fallist Vesturveldin á það, að auka vonpa- söluna til Israels, vex fjandskapur Arabaríkjanna í þeirra garð um allan helming, en hindri þau hinsvegar að ísrael fái aukin vopn meðan nýtízku vopn frá Tékkóslóvakíu — og ef til vill amerísk og brezk vopn frá Jugó- slavíu — streyma til Egyptalands og Sýrlands, veikja þau svo aðstöðu Irsa- ekríkis að það hlýtur að verða undir í átökunum þar, þegar að þeim kemur. s_______________________________________________________________________________j 6 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.