Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 35
himins" þýðir þar, eins og annars staðar, aðeins, hátt í loft upp. Þetta er nú einnig sannað með útgreftri, eins og síðar verður getið. í ensku Biblíunni eru t. d. notuð nákvæmlega sömu orðin um Babel- turninn, (í 1. Mb. 11. k.) að toppur hans skuli ná „til himins“ (unto heaven) og um borgir Amorita (5. Mb. 1. kap. 28.), en þar segir að þær séu stórar og múr- girtar „til himins' (unto heaven). I ís- lenzku Biblíunni stendur aftur á móti í frásögninni um borgirnar að þær séu múrgirtar „hátt í loft upp“, sem virð- ist því þýða sama og „til himins“. Þar með er þeirri skoðun hnekkt að tilgangurinn með byggingu turnsins hafi verið sá, að fá beint samband við himinninn, með einhverjum turnstiga, sem næði alla leið þangað upp. Vitinn í turninum. En það eru fleiri atriði en þetta, sem merkilegt er að veita athygli. Svo sem sjá má af Fentons þýðing- unni virðist hafa verið viti eða ein- hverskonar ljós á toppi turnsins. Hafi svo verið hefir tilgangurinn sennilega verið sá, að menn skyldu geta séð hvar borgin var þó dimmt væri af nóttu. Borin var byggð á sléttlendi og því lítt sýnileg vegfarendum. Var það því eink- ar vel til fundið að hafa vita eða ljósker efst í turninum sem vísað gæti mönnum veg til borgarinnar. Hitt er og athyglis- vert, að turninn var byggður til þess „að víðfrægja" nafn borgarinnar og þeirra sem þar bjuggu, eða „gera þeim minnis- merki“, eins og segir í íslenzku Biblíunni. Flestum sem vilja vera fyrir öðrum finnst að ekki séu verk þeirra fullkomin fyrr en þeir hafa reist sér „minnismerki“, sem verði siðari kynslóðum tákn um mikilleik þeirra. Hið sama vakti fyrir þeim sem grundvölluðu Babelsborg. Turninn mikli á múrsteinshæðinni, átti að vera hvorttveggja í senn, minnismerki og viti, sem lýsti vegfarendum. Slík minnismerki eru þekkt enn í dag og má minna á „Frelsisstyttuna“ við innsigl- inguna til New York, sem Frakkar gáfu Bandaríkjunum, og einnig var vitinn mikli við Alexandriu, sem á sínum tíma var eitt af hinum sjö furðuverkum ver- aldar, slíkur turn með lýsandi vita á toppinum. Grein séra Barkers. í ameríska tímaritinu „Kingdom Digest“ birtist fyrir nokkru smágrein eftir amerískan prest. L. H. Barker að nafni. Hún er rituð út frá líkum sjón- armiðum og hér eru sett fram og þykir því rétt að taka hana hér upp. Þar segir svo: „Flestir kannast við frásögnina í I. Móseb. 11, 1—9, um það, þegar austur- hluti Litlu Asíu tók að byggjast aftur eftir syndaflóðið. Svo virðist sem hver fjölskylda hafi átt að vera efnahagsleg og menningarleg heild og stunda aðal- lega hirðingjastörf og aukuryrkju. En brátt kom í ljós, að menn sáu ýmsa kosti við f jölbýlið og alls konar fólk hópaðist saman, þvert á móti vilja Guðs, til þess að geta notið þeirra þæginda og skemmt- ana, sem borgarmenningin hefir upp á að bjóða. Að sjálfsögðu vöktu þessi sam- félög sams konar löngun hjá þeim, sem utan þeirra stóðu, og mennimir í Babel sögðu hver við annan: „Gott og vel, vér skulum linoða tígulsteina og herða í eldi . . . Vér skulum byggja borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minn- ismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina (I. Móseb. 11, 3—5). Borg var sama og samfélag og samfélag var DAGRENNING 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.