Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 47

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 47
er lítið eða ekkert að marka af því sem þessir andar segja. Reyndir spiritistar vara fólk líka mjög við þessum andaver- um og rétt er hverjum, sem á miðilsfund fer, að vera við því búinn, að hann mæti þar lygaanda eða villuanda, nema enn verri tegundar sé. Það er engum efa bundið, að ein meginástæðan fyrir losi og óreiðu vorra tíma, er sú að fólk gerir sér ekki fulla grein fyrir tilvist margs konar illþýðis í andaheimi, sem nær tökum á sálarlífi fólks, og leiðir það til margs konar villu og vandræða. Aukning drykkjuskapar, geðveiki, lausungar og lyga má rekja til þessa svo fátt eitt sé nefnt. En á þessum málum eins og öðrum, sem vandasöm eru og vandmeðfarin, þarf að taka með varúð og skynsemd, ann- ars hlýtzt verra af. Aðeins guðlegt afl getur sigrað þessi myrkravöld. Mann- legur kraftur má sín þar lítils. Það er svo huleiðingarefni fyrir sig ef hér er um mannssál á villigötum að ræða, sem dæmd er til langrar og öm- urlegrar tilveru, vegna eigin tilverkn- aðar eða annarra. Þar er svo alvarlegt mál og umhugsunarefni, að rétt væri að íhuga það í sérstakri grein einhvem- tíma síðar. ★ Ef myndin af Móra er athuguð gaum- gæfilega, t. d. í stækkunargleri, sést að vöxtur hans er ekki meiri en svo að svari til unglings og kemur það heim við lýs- ingu hans í sögunni. Hann er og með koll-lágan, en all barðastóran, hatt á höfði, og sést þetta sæmilega þó höfuðið og liattinn beri í tangann. Kemur það einnig heim við það sem í sögunni segir. Það er mjög athyglisvert að Móri kem- ur út sem svört vera á myndinni, en al- gengt er að á ljósmyndum komi verur þessar fram hvítar eða hvítleitar. Kem- ur þetta vel heim við hina fornu trú manna, að bæði væru til illar vemr og góðar, og væru þær illu svartar en hinar hvítar. Móri tilheyrir því greinilega hin- um fyrrnefndu, enda mun ávallt hafa frekar illt af honum hlotist, þó prófessor Símon Jóh. Ágústsson vilji sem minnst úr því gera. Ritstjóri Dagrenningar á í fórum sín- um nokkrar myndir aðrar af „andamer- um“, og munu einhverjar þeirra e. t. v. birtast síðar hér í ritinu. J. G. DAGRENNING 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.