Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 10
að líða skort. Fór hann þá og settist upp hjá borgara einum í því landi; og hann sendi hann út á lendur sínar, til að gæta svína. Langaði hann þá jafn- vel að seðja sig á baunahýðinu, er svínin átu, en enginn gaf honum neitt. Þá sagði hann við sjálfan sig: Hve margir eru þeir daglaunamennirnir hjá föður mínum, og hafa gnægð matar, en ég ferst hér í hungri! Ég vil taka mig upp og fara til föður míns og segja við hann: Faðir, ég hefi syndgað móti himnin- um og fyrir þér! Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig verða eins og einn af daglaunamönnum þínum. Og hann tók sig upp og fór til föð- ur síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og fyrir þér; ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. En faðirinn sagði við þjóna sína: Komið fljótt með hina beztu skikkju ög færið liann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum, og komið með alikálfinn og slátrið, og vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag, því að þessi sonur minn var dauður, og er lifnaður aftur; hann var týndur en er nú fundinn. Og tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. En sonur lians hinn eldri var á akri, og er liann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Og hann kallaði á einn af piltunum og spurði, hvað um væri að vera. Pilturinn svaraði og sagði: Bróðir þinn er kom- inn og faðir þinn hefir slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heil- an heim. En eldri sonurinn reiddist og vildi ekki fara inn. Faðir hans fór þá út og bað hann að koma inn. En hann svaraði og sagði við föður sinn: Sjá, í svo mörg ár hefi ég nú þjónað þér og aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefir þú aldrei gefið kiðling, svo að ég gæti gjört mér glaðan dag með vinum mínum; en er þessi sonur þinn, sem sóað hefir eignum þínum með skækjum, er kominn, þá slátrar þú alikálfinum hans vegna. Þá svaraði faðir- inn og sagði: Sonur minn, þú er alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En vér verðum að gjöra oss glaðan dag og fagna, því að þessi bróðir þinn var dauð- ur, og er lifnaður aftur, og liann var týndur, en er fundinn." (Lúk. 15.). ★ ★ ★ Hér skal ekki lagt neitt út af sögu þessari. Hún er eitt ódauðlegasta lista- verk allra tíma. Mætti hún verða sem flestum leiðarljós, því að sá sannleikur, að „þannig mun verða meiri gleði á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, er ekki þurfa iðrunar við,“ eru mestu gleðitíð- indin, sem hægt er að færa þeim, sem bágstaddur er, ef hann vill taka við þeim fagnaðarboðskap. 2 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.