Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 34
frásagnir í Mósebókunum, mjög orð- knöpp og skýrir sig því lítið sjálf. Og til þess að verulegur skilningur fáist, þurfa viss atriði að vera kunn. En þó þau væru það á dögum höfundar Móse- bókarinnar, eru þau týnd nú og þess vegna skiljum vér söguna ekki nema að litlu leyti. Texti sögunnar er ævaforn og þýðing- in á íslenzku gömul og sjálfsagt óná- kvæm, og gerir það örðugra fyrir um skilning á henni. ★ Nýrri þýðingar eru nokkuð frábrugðn- ar og sérlega athyglisverð er þýðingin á þessum kafla eins og hann er í Ferrar Fentons Biblíunni ensku, og hefir Snæ- björn Jónsson skjalaþýðari snúið þeim kafla fyrir mig á íslenzku. Hún er þannig: „Allt landið hafði orðið ásátt um til- tekin markmið. En sumir voru þeir, er komu fótgangandi úr austri og varð fyrir þeim slétta ein í Skóglandi, og þar námu þeir staðar. Þá sagði hver við granna sinn: „Heyrðu, við skulum taka til og gera tígulsteina, og sjá til þess, að þeir séu nægilega bakaðir; og tigulsteinana skul- um við nota í stað grjóts og jarðolíu í stað steinlíms.' Svo samþykktu þeir með sér: „Hér skulum vér reisa oss borg og turn er nái allt til himins; þannig skulum vér gjöra oss vita, að eigi tvístrumst vér um allt landið.“ En Herrann steig niður til að athuga borgina og turninn, er synir mannanna höfðu reist, og Herr- ann mælti: „Þér sjáið að fólk þetta er sameinað um sameiginlegt áform, og með því að það hefir hafist handa um þetta, mun því ekki verða aftrað frá neinu því, er það ákveður að gjöra. Nú mun ég stíga niður og ónýta áform þess, þannig að eigi skuli einn hlýða á annars til- lögur.“ Þannig dreifði Herrann þeim um gjörvalt landið, og þeir lögðu nið- ur borgarsmíðið. Því gefa þeir henni nafnið Babel,1) að þar ruglaði hann á- formum alls landsins. Þannig tvístraði Drottinn þeim þaðan um gjörvalt landið.2) Af þessari þýðingu er augljóst að ýmis- legt ber á milli hér og í hinni eldri þýð- ingu, en þó eru meginatriðin flest sam- eiginleg. „Til himins.“ Það atriði í frásögninni um Babel- turninn, sem mestum heilabrotum hefir valdið mönnum fyrr og síðar eru þau orð í 4. versinu, að turninn átti að ná „til himins". Héldu menn lengi að þess- ir forfeður vorir, sem þama er sagt frá, hafi verið svo fáfróðir að þeir hafi hald- ið að þeir gætu byggt svo háan turn að næði „til himins", sem menn munu hafa trúað um skeið að væri úr einhverskon- ar föstu efni langt uppi í loftinu. Þetta almenna orðatiltæki, sem notað er svo til daglega, hefir orðið til þess að gera þessa merkilegu sögu að athlægi. Það er þó greinilegt þegar þessi ritn- ingarstaður er borinn saman við aðra sambærilega að þetta orðatiltæki, „til 1) Þ. e. Ruglingur. Tvístringur. 2) Orðið Jehóva, sem venjulega er þýtt Drottinn, var i öndverðu notað sem heiðurs- titill tiginna manna og landstjóra, eins og sjá má á 1. Mós. 18, 13, og víðar, t. d. 2. Mós. 4, 24, þar sem titillinn er gefinn ættarhöfðingja þeim, er gjörði tilraun til þess að ráða Móse af dög- um. F.kki var farið að nota það sem eingöngu sömu merkingar og Guð fyrr en eftir að lög- málið hafði verið gefið á Síaní. Á þessum stað táknar j)að greinilega ekki hinn almáttuga (hina æðstu veru), og að þýða það þannig, villir lesarann. F. F. 26 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.