Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 40
nálægari Austurlöndum. Myndin sýnir vel turninn sjálfan, eða turn-musterið og „forgarðinn helga“ umhverfis það, með tilheyrandi byggingum, eins og menn halda nú að þetta hafi litið út. Sögulegar heimildir um Babelstum- inn eru ekki miklar umfram það, sem segir í Biblíunni. Herodot, hinn gríski ferðalangur og sagnfræðingur, kom til Babylonar um 450 f. Kr. og sá hann þá turninn, sem hann segir að hafi verið „átta pallhæðum hærri en borgin um- hverfis", að stiginn hafi verið á stöll- um utan á turninum. Um það bil hundr- að árum síðar, er turnsins aftur getið í frásögnum Alexanders mikla, sem dó í Babylon 323 f. Kr. Þá var turninn að mestu hruninn og eyddur af styrjöldum, vatni og vindi, auk þess sem þangað hafði verið sótt byggingarefni til húsagerðar í borginni, eins og til annarra fornra rústa. Alexander lét jafna turninn við jörðu, því hann ætlaði að endurbyggja hann, en ekkert varð úr þeirri fyrirætlan eftir dauða hans. Þegar þýzkir vísindamenn komu til Babýlonar á 19. öld til þess að grafa upp borgina og spurðu hvar Babels- turn hefði verið; var þeim bent á stað, sem nefndur var „skálin", það var fer- hynt svæði rúmir 400 metrar á hvern veg, umgirt 13 metra þykkum veggjum. Síð- ar kom í ljós að þetta var „hinn heilagi forgarður“ hofsins, en inni í honum hafði turninn áður staðið. Margar og miklar upplýsingar hafa fengist við útgröftinn í Babylon og Úr um lifnaðarhætti á þeim tímum, þegar þessar borgir, sem nú eru rústir einar, voru miðstöðvar mikillar menningar. Það er nú vitað, að sá sem reisti Babelsturn hét Úr-Nammu og hann reisti einnig turninn í Úr. Þessir tumar voru svo til alveg eins að gerð, nema hvað turninn í Babylon var mun stærri. Um báða þessa turna, eða turnhof, er það vitað, að Nebúkadnesar Babyloníu- konungur lét hressa þá við, því á hans dögum voru þetta forn mannvirki og illa farin, en Nebukadnesar hafði, eins og fleiri fornkonungar, mikla löngun til að endurreisa fornfræg mannvirki. Biblían reyndist rétt. Hér hefir því farið eins og svo oft áð- ur, að við nákvæma rannsókn reynist það rétt, sem frá er sagt í Biblíunni, og unnt er að sannprófa. Stundum þarf að vísu lengi að bíða þess að hinar full- komnu sannanir finnist eða fáist, en þar kemur ávalt að lokum, að Ritningin reynist sönn og rétt. Og á sama hátt hefir spádómurinn um Babel rættst bókstaflega, en þar segir: „Svo skal fara fyrir Babel, þessari prýði konungsríkjanna og drembidjásni Kaldea, sem þá er Guð umturnaði Só- dómu og Gómoru. Hún skal aldrei fram- ar af mönnum byggð vera; kynslóð eftir kynslóð skal þar enginn búa.“ (Jes. 13. 19.) Þannig hefir það verið nú „kynslóð eftir kynslóð." 32 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.