Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 19
f' landi, Pakistan o. fl.), Arabalöndum og miklum hluta Afríku, og „konungs- ins norður frá“ sem eru Rússar og fylgiríki þeirra. Þar segir m. a. að „kon- ungurinn norður frá“ — Rússar, muni „að óvörum" brjótast inn í lönd „konungsins suður frá“ og gjöra það sem hvorki „feður hans né forfeður hafa gjört.“ Og það, sem þessi „konungur norðursins“ gjörir, er þetta: „Herfangi, ræntu fé og auðæfum mun hann úthluta þeim ríkulega.“ Nú er ljóst að þetta þýðir. AÐSTOÐ! HERNAÐARLEGA OG FJÁRHAGS- IÆGA AÐSTOÐ! Slík aðstoð sem Rússar nú bjóða Arabaríkjunum og Indlandi — þjóð- unum í ríki „konungsins suðurfrá“ er óþekkt áður í sögu þeirra. Það hafa hvorki „feður né forfeður“ þeirra gjört. En þetta er þó ekki athyglisverðast í spádómi þessum, heldur hitt að þar stendur að konungur norðursins muni „brjótast inn í suðurlandið", en að þá muni „skip frá Kýpur koma á móti honum“ og hann muni þá „láta hugfallast og halda heimleiðis.“ Þetta er enn ekki fram komið, en deilan um Kýpur er einn liðurinn í þessum átökum, og athyglisvert er það, að Bretastjóm lét talsmann sinn viðhafa þau orð nýlega að svo kynni að fara, „að Kýpur yrði eina herstöðin, sem Bretar gætu haldið í hinum nálægu austurlöndum ef til átaka kæmi þar.“ ENDALOKIN. Áður en hin fyrsta heimsstyrjöld hófst sögðu þeir það fyrir sem reyndu að ráða spádóma Biblíunnar og Pýramidans mikla að út mundi brjótast mikil styrjöld, sem standa mundi í fjögur ár, og fjóra mánuði og ljúka með sigri Engilsaxa — þ. e. Breta og Bandaríkjanna. — Þetta reyndist rétt. Þá var það og sagt fyrir af sömu mönnum að nýr ófriður mundi verða á tímabilinu frá 1939 til 1941 og að þeim ófriði mundi einnig ljúka með sigri Engilsaxa og bandamanna þeirra. Þetta rættist eins og allir vita með þeim furðulega hætti, að Þjóðverjar snerust gegn bandamönnum sínum, Rússum, í júní 1941, og eftir það var ósigur þeirra óhjákvæmilegur, þó hernaðarátök héldust til 1945. Og enn hafa þessir sömu menn sagt það, fyrir mörgum árum, að á tímabilinu frá 1953/1954 til 1957/1958 mundi þriðja og síðasta styrjöldin verða háð og þá mundi fara fram fullnaðarsameining hinna norrænu og vestrænu þjóða, er þær ættu líf sitt að verja gegn sameinuðum hemaðar- mætti hinna heiðnu stórvelda Austursins. Og í dag sjáum vér að þetta er einmitt svo. Rússar, sem í spádómunum heita „höfðinginn yfir Rós, Mesek og Tubal“, safna nú öllum þjóðum heims saman til styrjaldarinnar gegn „Israel“, þ. e. hinum vestrænu þjóðum, og engum getur dulist að nú er þess örskammt að bíða að saman Ijósti herskömm Gógsbandalagsins rúss- _____________________________________________________________________- DAGRENNING 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.