Dagrenning - 01.04.1956, Side 19

Dagrenning - 01.04.1956, Side 19
f' landi, Pakistan o. fl.), Arabalöndum og miklum hluta Afríku, og „konungs- ins norður frá“ sem eru Rússar og fylgiríki þeirra. Þar segir m. a. að „kon- ungurinn norður frá“ — Rússar, muni „að óvörum" brjótast inn í lönd „konungsins suður frá“ og gjöra það sem hvorki „feður hans né forfeður hafa gjört.“ Og það, sem þessi „konungur norðursins“ gjörir, er þetta: „Herfangi, ræntu fé og auðæfum mun hann úthluta þeim ríkulega.“ Nú er ljóst að þetta þýðir. AÐSTOÐ! HERNAÐARLEGA OG FJÁRHAGS- IÆGA AÐSTOÐ! Slík aðstoð sem Rússar nú bjóða Arabaríkjunum og Indlandi — þjóð- unum í ríki „konungsins suðurfrá“ er óþekkt áður í sögu þeirra. Það hafa hvorki „feður né forfeður“ þeirra gjört. En þetta er þó ekki athyglisverðast í spádómi þessum, heldur hitt að þar stendur að konungur norðursins muni „brjótast inn í suðurlandið", en að þá muni „skip frá Kýpur koma á móti honum“ og hann muni þá „láta hugfallast og halda heimleiðis.“ Þetta er enn ekki fram komið, en deilan um Kýpur er einn liðurinn í þessum átökum, og athyglisvert er það, að Bretastjóm lét talsmann sinn viðhafa þau orð nýlega að svo kynni að fara, „að Kýpur yrði eina herstöðin, sem Bretar gætu haldið í hinum nálægu austurlöndum ef til átaka kæmi þar.“ ENDALOKIN. Áður en hin fyrsta heimsstyrjöld hófst sögðu þeir það fyrir sem reyndu að ráða spádóma Biblíunnar og Pýramidans mikla að út mundi brjótast mikil styrjöld, sem standa mundi í fjögur ár, og fjóra mánuði og ljúka með sigri Engilsaxa — þ. e. Breta og Bandaríkjanna. — Þetta reyndist rétt. Þá var það og sagt fyrir af sömu mönnum að nýr ófriður mundi verða á tímabilinu frá 1939 til 1941 og að þeim ófriði mundi einnig ljúka með sigri Engilsaxa og bandamanna þeirra. Þetta rættist eins og allir vita með þeim furðulega hætti, að Þjóðverjar snerust gegn bandamönnum sínum, Rússum, í júní 1941, og eftir það var ósigur þeirra óhjákvæmilegur, þó hernaðarátök héldust til 1945. Og enn hafa þessir sömu menn sagt það, fyrir mörgum árum, að á tímabilinu frá 1953/1954 til 1957/1958 mundi þriðja og síðasta styrjöldin verða háð og þá mundi fara fram fullnaðarsameining hinna norrænu og vestrænu þjóða, er þær ættu líf sitt að verja gegn sameinuðum hemaðar- mætti hinna heiðnu stórvelda Austursins. Og í dag sjáum vér að þetta er einmitt svo. Rússar, sem í spádómunum heita „höfðinginn yfir Rós, Mesek og Tubal“, safna nú öllum þjóðum heims saman til styrjaldarinnar gegn „Israel“, þ. e. hinum vestrænu þjóðum, og engum getur dulist að nú er þess örskammt að bíða að saman Ijósti herskömm Gógsbandalagsins rúss- _____________________________________________________________________- DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.