Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 18
------------------------—-------------------------------------- , mikið til meðan þeir höfðu öflugar herstöðvar á Zúeseiði. En þegar í stað og Bretar höfðu verið hraktir frá Palestínu hófust Rússar handa um að hrekja þá frá Zues. Farúk var rekinn frá völdum og Nagib látinn taka við um stund, en af því hann var hlyntur Bretum var honum steypt og Nasser, svarinn óvinur Breta, tók við. Og nú varð hver áreksturinn öðrum verri uns „Sameinuðu þjóðirnar“ tóku málið í sínar hendur og fullkomnuðu brott- rekstur Breta frá Zueseiðinu, sem þeir höfðu verndað sem alþjóðlega sigl- ingaleið í meira en hundrað ár. Nú hugðust Bretar að tengja vináttubönd sín sem fastast við íran og Irak og við Jordaníu, sem er það ríki við Mið- jarðarhafsbotn sem á Bretum algjörlega tilveru sína að þakka. En til þess að særa ekki um of sjálfstæðistilfinningar þessara þjóða með því að hafa öflugar herstöðvar í löndum þeirra, ákváðu þeir að flytja höfuðstöðvar hers síns í nálægum austurlöndum til Kýpureyjar, en Bretar innlimuðu hana í Breska heimsveldið 1914, og hafa ráðið eynni átölulaust síðan. Rússar hafa lagt svipað kapp á að flæma Breta frá Kýpur og þeir hafa lagt á að flæma Bandaríkjamenn frá fslandi. Kýpurbúar hafa verið auð- ginntari til uppivöðslu en fslendingar, og þess vegna hefir komið þar til illvígra árekstra. Kýpur hefir aldrei verið grísk, og þó þar búi nú margir menn af grískum ættum, — afkomendur fólks sem flutt hefir þangað í atvinnuskyni eða fhiið þangað undir verndarvæng Breta — réttlætir það á engan hátt kröfur Grikkja til eyjarinnar. En Rússar hafa einnig annað fyrir augum með Kýpurdeilunni. Með því að neyða Breta til að beita þar ofbeldisaðgerðum hafa þeir náð því marki, sem þeir stefna allstaðar að, en það er að neyða aðrar þjóðir til að grípa til sömu ráða og þeir nota sjálfir. Nú hafa þeir náð þessu marki á Kýpur. Rússum hefir tekist að æsa svo Grikki gegn Bretum og spilla svo samkomu- lagi Kýpurbúa og Breta að þeir hafa orðið að grípa til þess hvorutveggja, sem frjálsar þjóðir álasa Rússum mest fyrir, þ. e. að tmfla áróðursútvarpið frá Grikklandi til Kýpur og að flytja burtu Makaríus biskup, sem í skjóli síns háa kirkjulega embættis hefir staðið að hermdarverkum á Kýpur, ásamt öðrum kirkjunnar mönnum þar, meðan hann þóttist vera að semja við Breta um lausn deilunnar. Bretar hafa boðið eyjaskeggjum hin beztu boð, en þeir geta ekki sleppt herstöð þeirri, sem þeir nú hafa á Kýpur, vegna hinna miklu olíuhagsmuna, sem þeir eiga í Iran, og þeim er nauðsynlegt að geta verndað með vopnum, ef í odda skerst. Kýpurdeilan er því í raun- inni ekki annað en framhald af olíudeilunni, sem átti sér stað fyrir nokkr- uro árum í íran og Mosadek stóð að, studdur af Rússum. 1 11. kapitula Daníelsbókar er spádómur um þá atburði sem nú eru að gerast. Það er frásögnin af styrjöldinni milli „konungsins suður frá“ — þ. e. Breta, sem ráðið hafa til þessa yfir öllum suðurhluta Asíu (þ. e. Ind- 10 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.