Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 29
kirkju heldur við þjóð — ísraelsþjóðina. Við vitum nú að það hefir rættst, að henni var „tvístrað meðal þjóðanna." Við vitum líka, eða getum vitað það ef við viljum, að henni hefir fyrir löngu verið „safnað saman“ aftur, á „eylöndum", sem liggja fjarri hinum fornu heimahögum ísraels. Þessi „eylönd" eru Bretlandseyjar. Þar hefir Guð „gróðursett“ lýð sinn og þar hefir hann hvílst og vaxið og greinst á ný í „margar þjóðir" og „mikla þjóð“ (Bandaríkin) til þess að taka við því hlut- verki, sem hans bíður nú við „lok tíma- bilsins.“ Það er frá þessum „eylöndum" sem hið mikla viðnám kemur nú, er til úr- slitaátakanna dregur. Ef við litumst um í heiminum nú í dag sjáum við að þetta er einmitt svona. Það eru hinar engilsaxnesku þjóðir, og þær þjóðir sem eru í bandalagi við þær, sem enn halda uppi vöm fyrir Kristindóminn. Austur-Evrópa hefir hafnað honum og er nú heiðnari en nokkru sinni fyr. Asía öll er heiðin og hefir rekið af höndum sér flesta kristni- boða sem þangað hafa komið. í Ind- landi er 1% fólksins talið vera kristið. Arabaþjóðimar eru ekki kristnar. Af- rika er að mestu alheiðin ennþá og Suð- ur-Ameríka er katólsk að nafninu til, og þar á kristin trú ekki djúpar rætur. Vest- ur-Evrópa, Norðurlönd og Norður-Ame- ríka, og Suður-Evrópa að nokkm, eru nú þau landssvæði sem kristnarþjóðirbyggja — sumar þó aðeins nafnkristnar. Og þeg- ar grafið er nær kjarnanum eru það að- eins þær þjóðir sem eru í Atlantshafs- bandalaginu, að viðbættum Svíum og Finnum, sem í dag geta talist kristnar þjóðir. „Steinhjartað" — lögmálstöflum- ar, eru ekki lengur forskrift fyrir breytni þeirra, heldur er lögmálið „ritað í hjörtu þeirra.“ Það merkir, að nú em hin kristnu sjónarmið orðin svo eiginleg þessum þjóðum, að þær gera ekki lengur mun á þeim og sínu eigin lífi. Frelsi Kristin- dómsins er orðið sterkasti þátturinn í lífi þeirra. Þær vilja heldur deyja en glata frelsi sínu. Hættulegasta vopnið. Hér að framan hefir verið sýnt fram á hvernig þróunin hefir orðið. Baráttan í heiminum í dag er ekki milli mismun- andi stjórnmálaskoðana og stjórnmála- flokka. Hún er milli hinnar kristnu lífs- skoðunar, sem Vesturlönd halda ennþá uppi, og hinar heiðnu lífsskoðunar — hins austræna einræðis í ýmsum gerfum — sem Rússar og Kínverjar halda uppi og útbreiða. Vesturlönd eru nú í algjörri varnaraðstöðu vegna þeirra baráttuað- ferða sem notaðar eru. Heiðindómurinn þrengir sér inn í líf þessara þjóða, eftir ýmsum leiðum og í ýmiskonar gerfum, sem menn vara sig ekki á. Þess vegna standa vestrænar þjóðir nú á glötunar- barmi og mundu fyrirfarast, ef þær yrðu ekki að lokum knúðar til að skilja hlut- verk sitt. Hættulegasta vopnið, er hin heiðnu öfl nú beita gegn hinum vestrænu, kristnu þjóðum er „Sameinuðu þjóðirnar“ og samtök þeirra. Þau samtök eru í eðli sínu ekki kristin, heldur heiðin. Sér- hver þjóð hefir að vísu ennþá leyfi til að hafa sín trúarbrögð, ein eða fleiri eða engin, ef svo sýnist. En þegar til lengdar lætur og samþykktir Sameinuðu þjóð- anna eða stofnana þeirra fara að setja mót sitt á löggjöf hinna kristnu þjóða, þá er voðinn vís. Að vísu ættu hinar kristnu þjóðir einnig að geta haft áhrif á löggjöf og lifnaðarhætti hinna heiðnu þjóða, og munu visulega hafa það. En þegar öflug DAGRENNING 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.