Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 23
JÓNAS GUÐMUNDSSON: ÞEÓKRATI STJÓRNSKIPULAG FRAMTÍÐARINNAR ----------------------------------------------------—> Svo skalt þú scgja Jakobs niðjum og kunngjöra ísraelsmönnum: „Ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmáia, þá skuluð þér vera min eiginleg eign um fram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín.“ (II. Mb. 19. 5). „Ef þér hlýðið skipunum mínum trúlega-mun ég gefa landi yðar regn á réttum tíma, svo að þú megir hirða kom þitt, aldinlög þinn og oliu þina. Þá mim ég láta gras spretta í högum þínum handa skepnum þin- um, svo að þú megir eta og saddur verða. Gætið yðar, að hjarta yðar láti ekki tælast og þér víkið ekki af leið og dýrkið aðra guði. —“ (V. Mb. 11. 13). V_____________________________________________________. Nóttin fyrir aftökuna. Vora tíma einkennir fátt jafn greini- lega og óskýr hugsun á flestum eða öll- um sviðum. Það virðast aðeins tiltölu- lega fáir menn, sem gera sér far um að kryfja mál til mergjar, hugsa skýrt og leita að sannleikskjamanum, sem er að- altariði hvers máls. Blöð og útvarp rugla mjög hugsun almennings. Þau flytja „ágrip“ af öllu, hirða lítt um, hvort satt er eða logið það sem frá er skýrt, ef það er aðeins fréttnæmt og þjónar þeim til- gangi sem þessir aðilar hafa hverju sinni. Hinn skefjalausi áróður fyrir öllu, sem kallað er nýtt, og hin skipulagða út- rýming eldri skoðana og sanninda, em einnig glöggt sjúkdómseinkenni vorra órólegu tíma. En í allri þessari hringiðu og umbyltingum, er þó eitt, sem aldrei verður dulið, og það er, að nú stendur mannkyn þessa heims á krossgötum, og það getur beinlínis oltið á því, hvort hnettinum, með því sem á honum er, verður tortímt eða ekki, hvaða leið verð- ur valin af þeirri kynslóð sem nú hefir veg og völd á vorri jörð. Þar sem hér er um að ræða mikilvæg- asta sameiginlegt málefni allra þeirra mörgu milljóna sem þennan hnött byggja, er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir því hvemig málefnin standa nú, og hver tortíming verður ef hinn rangi vegur er valinn og jafnframt hvað við tekur ef hamingjan er með og mann- kyninu tekst að komast á hinn rétta veg: — „veginn, sem til lífsins liggur". Hér á eftir verður nú reynt að draga saman þau grundvallarsannindi, sem öllum er nauðsynlegt að þekkja og hafa tiltæk ef þeir vilja leggja á sig það erf- iði og fyrirhöfn að gera sér ljóst, hvar vér erum nú á vegi stödd. DAGRENNING 1S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.