Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 42
II. Sagan af Seljaness-Móra. í Reykjarfirði í Strandasýslu bjó um 1838 maður sá, er Óli hét. Hann var hálf- danskur, og hét faðir hans Jens Ólsen frá Viborg í Danmörku, en móðir hans hét Ragnheiður Tómasdóttir frá Kambi í Skagafjarðarsýslu. Óli var vel fjáður og hinn bezti búhöldur, útsjónarsamur, en heldur fastur á fé. Er t. d. sagt til marks um sparneytni hans, að hann hafi aðeins drukkið undanrenningu, þangað til hann var orðinn vel auðugur maður. Óli var rammur að afli, en eigi hafði hann vit umfram aðra menn, nema búvit. Hann átti nokkur börn. Nú er frá því að segja, að Óli hyggur á að flytjast frá Reykjarfirði. Fær hann Ófeigsfjörð til ábúðar, en það var kon- ungsjörð. í Ófeigsfirði eru hinir beztu landkostir. Þar er selveiði mikil. Þá er þetta gerðist, munu varla hafa veiðzt þar minna en 200—300 selir árlega. Þar er og yfir 100 punda varp. Reki er þar mikill og gott til sjósóknar. Heyskapur er þar ærinn, en mest fjallaslægjur, útigangur og fjara bregzt þar aldrei, nema í ísaár- um. Þá bjó í Ófeigsfirði maður sá, er Grím- ur hét Alexíusson. Hann var hinn mesti hvatleiksmaður og svo lipur, að hann stökk milli skerja tveggja, er liggja fram undan Ófeigsfirði. Er sagt, að enginn annar hafi gert það, hvorki fyrr né síðar. Eigi er kunnugt um ástæður fyrir því, að Óli fékk náð jörðinni undan Grími, en er Grímur frétti tiltæki Óla, þykist hann grátt leikinn. Fer hann að finna Óla og býður honum mörg góð boð, ef hann fengi að sitja kyrr á jörðinni. En Óli sat fastur við sinn keip. Þetta var um haust, en næstu fardaga skyldi Grímur flytjast frá Ófeigsfirði. Grímur var skapbráður og heiftræk- inn, og er sagt, að hann hafi heitazt við Óla. Hugði hann nú á grimmilegar hefndir, en eigi var auðvelt að koma þeim fram, því að Óli var mikill maður fyrir sér. En þetta sama haust, undir jólaföstu, fer Grímur vestur að Djúpi og hittir þar prest að máli, er Eyjólfur hét. Var hann kunnur að kukli. Fær Grímur hann til þess að vekja upp draug og senda Óla. Fóru þeir, er dimmt var orðið, út í kirkju- garð og mögnuðu með fjölkynngi and- vana líkama sjórekins unglings, er eigi var enn rotnaður. Segja menn, að pilt- ungur þessi hafi heitið Friðrik í lifanda lífi. Lætur prestur svo um mælt, að draugur þessi skuli renna norður til Reykjarfjarðar og vinna á Óla. Skyldi draugurinn og fylgja ættmennum Óla í níunda lið. Segir nú ekki meira frá Grími og Eyjólfi fyrst um sinn. Það bar til í Reykjarfirði þetta sama kvöld, að yngsta barn Óla, er Ingibjörg hét, grét svo ákaft, að enginn gat huggað hana. Býst Óli loks út í skemmu til að sækja smjör í dúsuna bamsins. Var þá fyrir nokkuru orðið dagsett. Fer Óli inn í skemmuna og nær í smjörið, en þegar hann ætlar út aftur, stendur piltungur í dyrunum og ver honum útgöngu. Tak- ast með þeim sviptingar, og rekur Óli þegar komumann niður fall mikið. En hann sprettur eins og fjöður upp aftur og sækir að Óla með draugslegri fólsku. Þykir Óla illt við strák að eiga, því að hann mæddist aldrei og varð ekki meint af neinum þeim áverkum, er honum voru veittir neytti draugsi bæði kjafts og klóa og spýr eitri upp úr sér, og kom það á fót Óla. Tók nú Óla að mæða, og sér hann nú, að piltungur þessi er ekki mennskur maður. Segir fátt af viðureign þeirra, en er draugsi sér, að hann fær engu áorkað, 34 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.