Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 11

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 11 lOFTUr gUTTOrmssOn voru helgaðar hinu samþætta þema misserisins, Skóli og samfélag (ÞÍ. KHÍ 2013. DB/136/3). Aðfari að því fyrstu þrjár vikur misserisins var hópefli og kynning á námi í grunnskóla og aðferðum við rannsóknir á skólastarfi. Að þessu loknu hófst hið eiginlega þema (Skóli og samfélag) sem samþætt var úr greinunum félagsfræði, skólasögu, uppeldisfræði, íslensku (barnabókmenntum) og trúarbragðasögu/kristin- fræði. Þetta samþætta þema skiptist í sex efnissvið sem fengist var við að jafnaði í tvær vikur hvert. (Að fenginni reynslu var sviðunum reyndar fækkað í þrjú strax á næsta kennsluári, 1979–1980.) Af hinum vikulegu kennslustundum, 21 talsins, kom ekki nema þriðjungur í hlut fyrirlestra og umræðutíma en afgangurinn í hlut verkefnatíma þar sem valfrelsi og ábyrgð færðist yfir á herðar nemenda. Í þessum síðastnefndu tímum var til þess ætlast að hópar 3–4 nemenda í hverjum 20 nemenda „bekk“ kæmu sér saman – innan hvers efnissviðs og að höfðu samráði við kennara – um verkefni til könnunar, úrvinnslu, kynningar og mats. Það lætur að líkum að þessi námsskipan gerði ríkar kröfur til nemenda um virkni, sjálfstæði og samstarfsleikni og hún reyndi ekki síður á kennara, hvað hið síðast- nefnda varðar. Hver þeirra þurfti að setja sig nægilega vel inn í efni þeirra fyrirlestra sem samkennararnir fluttu til þess að geta stjórnað umræðum nemenda um þau og hið sama á að nokkru leyti við um verkefnin þótt leiðsögn um þau væri reynt að skipta milli kennara eftir sérþekkingu þeirra á efninu. Þemakennararnir héldu viku- lega fundi með fulltrúum nemenda, einum fyrir hvern bekk. Verkefni fundanna var að leysa úr þeim mörgu og oft óvæntu vandamálum sem upp komu við framkvæmd þessarar nýju námsskipanar. Allt fram á tíunda áratug síðustu aldar setti þemaskipulagið mjög áberandi mark á náms- og kennsluhætti í KHÍ, einkum á 1. námsári. Gögn um þessa námsskipan eru aðgengileg1 en fátt hefur birst um hana á prenti. Um aðdragandann, andófið sem varð kveikjan að henni, finnst enn færra ritað. Þó hefur einn nemendanna í KHÍ á umræddu tímabili fjallað um bakgrunn þessarar átakasögu í meistararitgerð (Gunnar Börkur Jónasson, 2004). Og tveir aðrir nemendur, sem voru þátttakendur í atburða- rásinni, byggðu kennsluritgerð sína m.a. á reynslunni af þessum átökum (Guðbjörg Pálsdóttir og Rúnar Sigþórsson, 1978).2 Í þessari grein styðst lýsing á námsskipan og starfsskilyrðum við KHÍ fram til 1975 aðallega við lög, reglugerðir og stjórnsýslugögn en rakning atburða 1975–1978 byggist einkum á fundargerðum skólastjórnar og skólaráðs (Reglugerð um Kennaraháskóla Íslands nr. 175/1974, 37. gr.) og málgögnum nemenda. Þessi síðastnefndi heimilda- flokkur nýtist jafnframt vel til að varpa ljósi á viðhorf fyrirliða nemenda. Aftur á móti skortir aðgengilegar samtímaheimildir um afstöðu einstakra kennara eða hópa kennara til þess málstaðar sem nemendur beittu sér fyrir. Af þessum sökum – og í vöntun einhvers betra – verður hér stuðst nokkuð við persónuleg gögn og minnisnótur í fórum greinarhöfundar sem var kennari við KÍ frá 1967 og síðan lektor við KHÍ og tók sjálfur virkan þátt í undirbúningi þemanámsins (Gunnar Börkur Jónasson, 2004, bls. 41; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1991, bls. 127).3 Markmiðið með greininni er að rekja helstu áfanga umræddrar andófs- og baráttu- sögu sem nú mun flestum ókunn nema þátttakendunum sjálfum. Rakningin fylgir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.