Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 13

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 13 lOFTUr gUTTOrmssOn var enn fremur heimilt að starfrækja svonefndar framhaldsdeildir á gagnfræðastigi og búa nemendur úr þeim deildum undir próf jafngilt stúdentsprófi, kallað tveggja ára aðfararnám (Helgi Skúli Kjartansson, 2008, bls. 203–204; Lög um Kennaraháskóla Íslands nr. 38/1971, 24. gr. 1. og 2. tl.). Þessi ákvæði þýddu í reynd að allt fram til skólaársins 1975–1976 voru nemendur, sem stunduðu nám í skólanum á grundvelli framangreindra bráðabirgðaákvæða, fleiri en stúdentar sem þar stunduðu nám til B.Ed.-prófs. Þetta sést glöggt í töflunni. Tafla. Skipting nemenda í KHÍ eftir námsbrautum 1971–1978 1 2 3 4 5 6 7 Skólaár Brautskráðir m/kennara- próf Brautskráðir m/stúdentspróf Úr mennta- Úr aðfarar- deild námi Fram- halds- deild Stúdentar í B.Ed.- námi Nemendur alls Stúdentar í B.Ed.-námi sem hlutfall allra nemenda 1971–1972 218 98 55 9 633 1,4 1972–1973 245* 72 13 39 465 8,4 1973–1974 66 34** 57 62 390 15,9 1974–1975 43 42 116 324 35,8 1975–1976 41 16 175 323 54,2 1976–1977 93*** 247 325 76,0 1977–1978 23 336 394**** 85,3 * Síðasti árgangurinn sem tekinn hafði verið inn í KÍ haustið 1969. ** Fyrsti árgangurinn sem hóf nám í framhaldsdeild á gagnfræðastigi haustið 1970, auk nokkurra nemenda sem bættust við í aðfararnám úr öðrum skólum („3. og 4. bekk“). *** Síðasti árgangurinn sem tekinn hafði verið inn í framhaldsdeild á gagnfræðastigi haustið 1973, auk þeirra sem bættust í aðfararnám úr öðrum skólum. **** Þeir sem taldir eru í dálki 6 umfram dálk 5 eru hjúkrunarfræðingar sem stunduðu nám í uppeldis- og kennslufræðum (ÞÍ. KHÍ–2013. DB/62/4). Heimildir: Dálkar 2 og 3: ÞÍ. KHÍ–2013. DE/2/1. Dálkar 4 og 5: Alþingistíðindi 1977–1978, 99. löggjafar- þing. A, bls. 1611. Taflan sýnir að á fyrstu fjórum starfsárum skólans voru stúdentar í B.Ed.-námi mikill minnihluti nemenda. Þess vegna má álykta að þunginn í daglegu starfi skólans þessi árin hafi falist í framkvæmd laganna frá 1963 sem skuldbundu KÍ til að taka að sér öðrum þræði hlutverk menntaskóla (Alþingistíðindi 1977–1978, 99. löggjafarþing. A, bls. 1610; Svanhildur Kaaber og Heiðrún Kristjánsdóttir, 2008, bls. 23). Sé miðað við fjölda nemenda á einstökum námsbrautum sinnti skólinn mestmegnis eins konar mennta- skólahlutverki fram til 1975. Það var ekki fyrr en skólaárið 1975–1976 að skólinn varð, með tilliti til samsetningar nemendahópsins, tiltölulega einsleitur „kennaraháskóli“. Skörun hins gamla og nýja kerfis fyrstu starfsár skólans stuðlaði tvímælalaust að hefðarfestu í starfsemi hans og hamlaði því um leið að ýmis mikilvæg nýmæli lag- anna frá 1971 kæmust í framkvæmd. Hér við bættist tvíræðni í afstöðu yfirvalda til framtíðarhlutverks skólans; hún kom skýrt fram í ákvæði laganna frá 1971 um endur- skoðun þeirra að tveimur árum liðnum. Þessu til viðbótar má nefna starfsmannastefn- una sem birtist í bráðabirgðaákvæðum laganna og þýddi í framkvæmd að langflestir

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.