Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 16

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201516 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds mörgum tölublöðum árlega, flest 18 árið 1977.4 Setning laga um grunnskóla vorið 1974 og almennar umræður um skólamál, sem fylgdu lagasetningunni, vöktu menn jafnframt til frekari umhugsunar um það hvernig kennaramenntun yrði best hagað til þess að koma mætti til móts við nýmæli laganna um nám og uppeldi. Þessara hræringa gætti bæði meðal nemenda og kennara KHÍ (ÞÍ. Fundur lektora 23. janúar 1974, bls. 23, og 27. febrúar 1974, bls. 52). Beint tilefni umbótastarfsins í KHÍ 1975 var andóf nemenda skólaárið 1974–1975 gegn svohljóðandi ákvæði í 22. gr. reglugerðar skólans: „Til að fá að taka próf skal nemandi hafa sótt 80% kennslustunda hið minnsta að meðaltali í öllum kennslugrein- um og í engri grein minna en 50% á hverju misseri.“ Í aðdraganda janúarprófa 1975 lögðu skólayfirvöld fram yfirlit um fjarvistir B.Ed.-nema það sem af var skólaárinu; var ljóst að nokkrir B.Ed.-nemar, einkum á 3. námsári, mundu ekki ná settu marki um tímasókn (ÞÍ. Skólaráðsfundur 9. desember 1974, bls. 81). Nemendur báru því við að þessu ákvæði hefði ekki verið beitt undanfarin ár og mæltust því til þess að litið yrði fram hjá því að þessu sinni. Lögðu þeir til að í „framhaldi af þessu fari fram umræður milli nemenda og skólayfirvalda um orsakir „lélegra“ mætinga nemenda og hugsanlegar úrbætur“ (ÞÍ. Skólaráðsfundur 18. desember 1975, bls. 81. Fskj. „Sam- þykkt fundar hagsmunaráðs nemenda“). Skólastjórn féllst á að undanþága yrði veitt að þessu sinni frá umræddu ákvæði, að fengnu leyfi ráðuneytisins, en tók jafnframt fram að hún mundi ekki mæla með slíkri almennri undanþágu í annað sinn (ÞÍ. Skólastjórnarfundur 4. janúar 1975, bls. 84–85). Þessi saga átti eftir að endurtaka sig í dramatískari mynd þegar nær dró vorprófum 1975. Við blasti að margir nemendur, einkum á 3. námsári, höfðu ekki uppfyllt tíma- sóknarákvæðið. Létu þá fulltrúar nemenda í skólaráði bóka eftirfarandi: „Miðað við þann tímafjölda og kennslufyrirkomulag, sem er núna í skólanum, teljum við 80% mætingarskyldu óhæfu. Leggjum við því til að þessu reglugerðarákvæði verði breytt hið allra fyrsta“ (ÞÍ. Skólaráðsfundur 30. apríl 1975, bls. 102–103). Þegar skólastjórn hugðist framfylgja þessu ákvæði svöruðu nemendur með prófverkfalli sem allur þorri þeirra tók þátt í; stóð verkfallið í hálfan mánuð. Aflétting þess byggðist á málamiðlun sem fólst m.a. í því að nemendur fengu aðild að laganefnd og byggingarnefnd skólans (ÞÍ. Skólastjórnarfundur 14. maí 1975, bls. 11). En mest var vert um þá samþykkt að komið skyldi á fót svokölluðum samráðsnefndum nemenda og kennara til að fjalla um námsefni og námsskipan í einstökum kennslugreinum en hinir fyrrnefndu höfðu einkum rökstutt andstöðu sína við tímasóknarákvæðið með því að kennsluháttum og námsskipan væri mjög ábótavant í ýmsum greinum. Að afloknum prófum í júnímánuði 1975 var þingað í samráðsnefndunum, bæði eftir greinum og á sameiginlegum fundum kennara og fulltrúa nemenda, um æski- legar breytingar á námsskipan og kennsluháttum. Helstu vankantar sem reynt skyldi að bæta úr voru taldir eftirfarandi: Í fyrsta lagi: Ofhlaðin stundaskrá sem þrengdi svigrúm nemenda til að sinna sjálf- stæðum verkefnum. Eins og áður segir hafði fjöldi kennslustunda á hverju misseri fram að þessu ráðist af því sem mælt var fyrir um í 11. gr. reglugerðar skólans. Að flestra dómi leiddi þetta skipulag til „ofkennslu“ sem girti fyrir að nemendur fengju æskilegt svigrúm til sjálfstæðra vinnubragða. Til þess að létta á stundaskránni voru innleiddir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.