Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 20

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201520 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds Snemma á haustmisseri 1977–1978 var farið að ræða óformlega um nauðsyn þess að stofna til formlegrar samstarfsnefndar nemenda og kennara til þess að vinna að bættum kennsluháttum í skólanum, með samþættingu greina að leiðarljósi. Tals- menn nemenda lögðu áherslu á að „óánægja færi vaxandi“, einkum með námsskipan og vinnubrögð í kjarnagreinum (Loftur Guttormsson, 1977). Á fundum skólaráðs í nóvember og desember ítrekuðu fulltrúar nemenda umkvörtunarefni sín og var þeim vísað til skora til umræðu og úrvinnslu (ÞÍ. Skólaráðsfundur 23. nóvember 1977, bls. 177, og 21. desember 1977, bls. 179). Á skólaráðsfundi í október var ákveðið að skipa samstarfsnefnd nemenda og kennara og boða til fyrsta fundar nefndarinnar innan fárra daga (ÞÍ. Skólaráðsfundur 26. október 1977, bls. 175). Samstarfsnefndin var skipuð fimm fulltrúum hvors aðila, nemenda og kennara. Fyrir hönd nemenda voru eftirtaldir kjörnir á almennum fundi nemendaráðs til setu í nefndinni: Ágústa Harðardóttir (1. ári), Björn Þráinn Þórðarson (1. ári), Haukur Viggósson (2. ári), Guðbjörg Pálsdóttir (3. ári), Rúnar Sigþórsson (3. ári). Eftirtaldir fulltrúar kennara voru valdir á kennarafundi: Indriði Gíslason, Jónas Pálsson, Loftur Guttormsson, Þórir Ólafsson og Þuríður J. Kristjánsdóttir. Telja má að þessir einstaklingar hafi allir verið í hópi breytingasinna í kennaraliðinu. Samstarfsnefnd þessi starfaði allan veturinn og í maí 1978 skilaði hún drögum að ályktun í hendur skólastjórnar (sjá bls. 26). Þótt nefndin hafi verið stofnuð samkvæmt samþykkt skólaráðs var starfssvið hennar óafmarkað frá þess hendi. Starfshættir nefndarinnar voru líka um margt óformlegir, hún kaus sér t.d. hvorki formann né ritara. Er vandkvæðum bundið að rekja störf nefndarinnar þar sem formlegar fundar- gerðir liggja ekki fyrir; er þó nokkurs um vert að greina helstu áfanga í þeirri umræðu sem leiddi til niðurstöðu nefndarinnar þar sem þeir geta varpað ljósi á ýmis einkenni meira eða minna sjálfsprottinna breytingarferla í skólasamfélagi. Í þessu skyni má helst styðjast við vinnugögn sem voru lögð fram á fundum nefndarinnar, frásagnir af störfum hennar í Snepli, svo og við persónulega minnispunkta. Hafa ber hugfast að sú umræða um stefnumótun um innra starf skólans sem nefndin var formlegur vettvangur fyrir barst smám saman út um skólasamfélagið, einkum eftir tveimur far- vegum: (a) meðal nemenda, í starfshópi nemendaráðs um skólamál („skólamálahópi“) sem starfaði með fulltrúum nemenda í nefndinni; (b) meðal kennara, á fundum kennara sem voru haldnir jafnaðarlega á fimmtudögum („hádegisfundir“). Í grófum dráttum má greina þrjá áfanga í hinni vetrarlöngu umræðu um breytingar á kennsluskipan og námsháttum í skólanum: 1. Gagnrýni og tillögugerð nemenda; 2. Umþóttun kennara og ýfingar; 3. Sameinast um úrbótaleið: þemanám. Gagnrýni og tillögugerð nemenda Þessi áfangi, frá október til desemberbyrjunar 1977, einkenndist af því að nemendur ydduðu gagnrýni sína á ríkjandi „kerfi“ og lögðu fram drög að nýrri námsskipan. Kennarar brugðust nokkuð misjafnlega við og áskildu sér umþóttunartíma. Á 1. fundi samstarfsnefndar 31. október „settu nemendur fram kröfur sínar og umkvörtunaratriði og urðu umræður allmiklar“ (Fréttir, 1977). Að afloknum 2. fundi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.