Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 21

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 21
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 21 lOFTUr gUTTOrmssOn nefndarinnar 7. nóvember kvörtuðu nemendur undan áhugaleysi kennara (Haukur Viggósson o.fl., 1977, bls. 4): vakti það furðu þeirra [það er nemenda] hve fáir kennarar höfðu séð sér fært að mæta. Þess hafði verið óskað á fyrsta fundinum að skorarfulltrúar og kjarnakennarar myndu mæta og gera grein fyrir sinni afstöðu til gagnrýni nemenda … Það er full ástæða til að víta þá framkomu sem sumir kennarar sýna með þessu afskiptaleysi … Við höfum haft það á tilfinningunni að kennarar hafi verið í hálfgerðri varnarstöðu hingað til og jafnvel hálfsmeykir. Á 3. fundi nefndarinnar um miðjan nóvember lögðu fulltrúar nemenda fram „Dreifi- bréf til kennara“, samið af skólamálahópi nemendaráðs (Nemendaráð KHÍ, 1977, bls. 2–3). Var þar tilgreind í tveimur höfuðliðum meginorsök fyrir óánægju nemenda: Í fyrsta lagi óvirkni nemenda sem stafaði af þunglamalegu kennsluformi, fyrirlestrum án umræðu; ónothæfu námsefni fyrir kennaranema, skökku vægi „milli námsgreina sem eru mikilvægar og þeirra sem léttvægar mega teljast …“. Í öðru lagi væri sá upp- eldis- og kennslufræðigrunnur sem „við teljum undirstöðu náms í KHÍ og fyrir kennara … ekki fyrir hendi“. Kvartað var undan því að uppeldis- og kennslufræði væru hornreka á öllum námsárum, „sundurslitnar og niðurbútaðar … Í staðinn er veittur nægur tími til að sinna öðrum greinum hverra mikilvægi er hlægilegt, eins og á stendur“. Í dreifibréfinu var enn gagnrýnd framkvæmd ýmissa ákvæða reglugerðar, m.a. hvað varðaði kynningu á markmiðum og efnisvali í kennslugreinum í upphafi kennslu- misseris og skiptingu nemenda í námshópa. Í lok dreifibréfsins var drepið á leiðir til úrbóta og lagðar fram hugmyndir til umræðu við kennara. Þar sem starfshópi um samþættingu hafði ekki unnist tími til að ræða „fyllilega samþættingu allra kjarna- greina“ var tekið dæmi af heilsufræði og siðfræði til að sýna hvernig hugsa mætti sér að samþætting geti farið fram. Í málgagni nemendaráðs var sá fundur sem dreifibréfið var lagt fyrir sagður sá jákvæðasti og best heppnaði fram að þessu. Bæði var það að nú lágu fyrir skrif- legar tillögur og kennarar tóku þeim með meiri skilningi og betra hugarfari en áður. Ekki bar á því að þeir væru i varnarstöðu og andsnúnir þessu fyrirfram, eins og fyrri fundir hafa einkennst af. (Gísli Ásgeirsson, 1977b, bls. 1) Þess er jafnframt getið að Loftur Guttormsson hafi sýnt fram á „með einfaldri teikningu hvernig samþætting gæti komið inn í kjarna 1. árs og Þuríður [J. Kristjáns- dóttir] kynnti hugmyndir sínar um að byggja hvert misseri utan um ákveðið þema“. Þá hafi Jónas Pálsson lýst „hugmyndum sínum um hvernig kennaranám skyldi vera uppbyggt. Einnig ræddi hann um það sem þegar hefði unnist og sýndi fram á að margt hefur farist á mis í starfi KHÍ og verið stórlega vanrækt“. Hér var greinilega kominn fram í nefndinni ákveðinn samhljómur milli kennara og nemenda.

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.