Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 39

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 39 hAnnA rAgnArsdóTTir Rannsóknir á Íslandi Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi með ættleiddum börnum og fjölskyld- um þeirra og virðist niðurstöðum þeirra almennt svipa til niðurstaðna framangreindra erlendra rannsókna. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir (2014) gerði rannsókn árið 2012 með sex foreldra- pörum sem eiga samtals tólf ættleidd börn. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þjónustuþörf barna sem ættleidd eru erlendis frá til Íslands þegar þau hefja grunn- skólanám og hverjar hugsanlegar sértækar þarfir þeirra eru. Niðurstöður rannsóknar Ingibjargar leiddu m.a. í ljós að reynsla og upplifun fyrir ættleiðingu geti haft áhrif á líf ættleiddra barna í langan tíma eftir ættleiðingu og að æskilegt sé að fylgjast vel með þáttum svo sem tilfinningalegri og félagslegri vegferð, málþroska og almennri námsframvindu hjá ættleiddum börnum á fyrstu árum grunnskólans. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að vísbendingar eru um að máltaka ættleiddra barna gangi almennt vel og að börnin nái ágætum tökum á daglegu máli, en að ástæða sé til að ætla að þau eigi heldur erfiðara með skólamálið. Meistaraverkefni Snjólaugar Elínar Sigurðardóttur (2012) fjallar um kjörfjölskyldur ættleiddra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á reynslu og aðstæðum þessara fjölskyldna til að auka skilning á stöðu hópsins í íslensku samfélagi. Snjólaug lagði í rannsókn sinni áherslu á að kanna reynslu kjörforeldra af því að ættleiða barn af erlendum uppruna og að skoða sambandið milli undirbúnings, fræðslu og stuðnings að ættleiðingu lokinni og líðanar fjölskyldna. Helstu niðurstöður rannsóknar Snjólaugar eru þær að kjörfjölskyldur á Íslandi hafa, líkt og kjörfjölskyldur í öðrum löndum, ákveðna sérstöðu meðal fjölskyldna og lýtur sérstaðan að tilurð fjölskyldnanna, reynslu og fortíð kjörforeldra og kjörbarna sem og hinu mikilvæga en jafnframt krefjandi uppeldis- og umönnunarverkefni kjörforeldr- anna. Að mati Snjólaugar kallar þessi sérstaða á sértæk úrræði af hálfu samfélagsins í formi sértækrar undirbúnings- og uppeldisfræðslu og stuðningsþjónustu. Snjólaug telur að undirbúningsfræðsla fyrir væntanlega kjörforeldra uppfylli ekki fræðslu- þörf allra foreldra og þörf sé á áframhaldandi þróun og útfærslu hennar og annarrar fræðslu. Í rannsókn Jórunnar Elídóttur (2013) þar sem rafræn spurningakönnun var send til tíu telpna sem ættleiddar voru frá Kína var leitast við að skilja hvað telpurnar teldu mikilvægt við þau tengsl og uppruna sinn og greina hvað þeim fyndist um að vera ættleiddar frá Kína. Í greininni er m.a. fjallað um tvímenningarlega félagsmótun ætt- leiddra barna. Niðurstöður rannsóknar Jórunnar benda til þess að flestar telpnanna séu stoltar af uppruna sínum og áhugasamar um hann og tengsl við upprunalandið. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að foreldrar þeirra styðji við tengslin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.