Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 42

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 42
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201542 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi í upprunalandinu væru og töluðu um að þau vildu hitta þá aftur. Þetta átti þó ekki við um öll börnin. Sum sögðust vera ánægð með hlutina eins og þeir væru og höfðu ekki áhuga á að vita meira eða hitta upprunalega foreldra sína. Einn drengur sagði um þetta: „Mig langar ekkert að fara til [upprunalandsins], frekar til Danmerkur, þar er Legoland.“ Annar drengur sagðist ekki vita mikið um [upprunalandið] en sagðist vilja fara þangað. Börnin virtust öll vera ánægð í kjörfjölskyldum sínum, töluðu um systkini sín og foreldra, en einnig um stórfjölskyldur sínar, ömmur og afa, frænkur og frændur. Af viðtölunum að dæma virtust öll börnin hafa sterkt og gott tengslanet og stuðning í fjölskyldunum sínum. Sum barnanna eiga systkini, ýmist ættleidd eða ekki. Skólinn Almennt virtust börnin vera ánægð með skólana og kennarana. Áhugasvið þeirra voru mismunandi og flest barnanna sögðu að þeim gengi vel í skólanum en að sumar námsgreinar væru skemmtilegri en aðrar. Eitthvað var um námserfiðleika í hópnum og í viðtölunum við kennarana kom fram að þau börn sem ættu við námserfiðleika að stríða fengju þann stuðning sem þyrfti í skólunum og mjög góðan stuðning hjá for- eldrum. Niðurstöður viðtalanna benda til þess að flest barnanna hafi náð mjög góðum tökum á íslensku. Í mörgum skólanna var að sögn barnanna og kennaranna fjölbreyttur nemendahópur hvað varðar uppruna. Sum barnanna sögðust eiga vini af ólíkum uppruna í skólunum. Önnur nefndu að þau ættu vini sem væru ættleiddir eins og þau. Sum sögðust eiga íslenska vini. Kennararnir lögðu sumir áherslu á að ættleiddu börnin væru í raun íslensk og einn kennari lýsti þessu með eftirfarandi hætti: „Það er dálítið sérstakt, þessar litlu Kínastelpur eru svo íslenskar, þær skera sig ekki mikið úr.“ Kennarinn taldi að litið væri á ættleiddu börnin eins og þau væru íslensk og að þau féllu vel inn í hópinn. Útlit og uppruni Sum barnanna sögðu að þau væru spurð um útlit sitt og uppruna og var misjafnt hvernig þau tóku því. Hjá nokkrum var þetta viðkvæmt mál og þau tóku því illa á meðan sumum þótti þetta í góðu lagi og önnur höfðu jafnvel gaman af því að segja frá uppruna sínum. Ein stúlka nefndi eftirfarandi dæmi um forvitni annarra barna og að þau hefðu spurt hana mikið: Rannsakandi: Um hvað spurðu þau þig? Stúlka: Þau spurðu: „Af hverju ertu brún.“ Af því ég er frá [upprunalandinu] og þau sögðu „er mamma þín líka frá [upprunalandinu]“ og ég sagði nei. „Af hverju ekki? Af hverju ert þú þá brún“ og ég sagði af því ég var ættleidd. Og svo þurfti ég að út- skýra fyrir þeim hvað ættleidd var. Þessi stúlka var örugg og ákveðin í tilsvörum og hafði fengið góðan stuðning foreldra sinna við að svara fyrir sig. Fleiri börn nefndu svipaðar aðstæður þar sem þau höfðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.