Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 44

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201544 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi landi. Ég er bara montin af því.“ Sum sögðust þó lítið hugsa um upprunalandið. Ein stúlkan sagðist aðallega hugsa um upprunalandið þegar hún væri spurð um uppruna sinn: Rannsakandi: Ertu stundum að hugsa um að þú sért frá [upprunalandinu]? Stúlka: Ja, helst bara þegar einhver er að spyrja mig. Misjafnt er hvort börnin hafa áhuga á upprunalegum foreldrum sínum, en nokkur segjast hugsa um þá og vilja hitta þá. Einn drengur sagði: „Ég vil sjá mömmu mína, en ég held að það sé ekki hægt.“ Ein stúlka sagðist ekkert vita um foreldra sína í [upp- runalandinu] og bætti við: „Mig langar ekkert að vita meira um þau.“ Önnur stúlka sagði að hún vildi hjálpa foreldrum sínum í upprunalandinu, gefa þeim peninga svo þau yrðu ekki lengur fátæk. Mat kennaranna Niðurstöður viðtala við kennarana eru að mestu leyti samhljóða niðurstöðum viðtala við börnin. Þær benda til þess að flestum barnanna gangi vel í skóla, bæði í námi og félagslega. Í viðtölum við kennarana kom fram að mörg barnanna séu mjög sterk í námi og sum þeirra skari þar fram úr. Einnig gátu kennararnir þess að börnin fengju mjög góðan stuðning frá foreldrum sínum, eins og fram hefur komið. Börnunum hefur flestum einnig vegnað vel félagslega að mati kennaranna. Í flestum tilvikum töldu kennararnir að framtíð barnanna væri björt og að þeim væru allir vegir færir. Nokkur dæmi komu fram í viðtölunum við kennarana um að börnin hefðu átt erfitt með að setja sér mörk í samskiptum við aðra, hefðu verið óörugg og látið stjórnast af öðrum. Í þeim tilvikum hafði verið tekið á málunum í skólunum og börnin aðstoðuð. Þau börn sem áttu við fötlun eða námsörðugleika að stríða höfðu að mati kennaranna fengið viðeigandi stuðning. Lýsing kennaranna á börnunum var yfirleitt mjög jákvæð, bæði hvað nám og félagslega stöðu varðar. Dæmi um slíkar lýsingar voru m.a.: „Afskaplega ljúf og góð stelpa, alltaf brosandi og alltaf jákvæð …“ „Alltaf jákvæður gagnvart allri þjálfun.“ „[Henni] gengur ofboðslega vel námslega, vinnur mjög vel, leysir öll verkefni fljótt og vel.“ „[Hann er] yndislega góðhjartaður og ljúfur drengur.“ Í viðtölum við kennara barnanna kom fram að börnin fengju mjög góðan stuðning heima. Kennarar lýstu þessu m.a. með eftirfarandi hætti: „Afskaplega vel hugsað um hana.“ „Hún hefur mjög góðan aðbúnað og hefur fengið mjög gott uppeldi.“ „Alveg einstakir foreldrar.“ „Samstarfið við foreldrana er mjög fínt.“

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.