Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 46

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 46
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201546 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi Börnin virðast öll vera ánægð í kjörfjölskyldum sínum og eiga gott tengsla- og stuðningsnet í stórfjölskyldum sínum. Þetta styður fyrri niðurstöður rannsóknarinnar sem bentu til þess að um mjög sterka foreldra væri að ræða sem veittu börnum sín- um góðan stuðning (Elsa S. Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2010). Einnig er þetta samhljóða niðurstöðum rannsókna fræðimanna sem telja að ættleiðing geti stuðlað að farsælum þroska barna sem hafa verið skilin frá kynforeldrum sínum við fæðingu (Dalen og Theie, 2012; Johnson, 2002; Stams o.fl., 2000) og að ættleiddum börnum vegni yfirleitt vel í kjörfjölskyldum sínum og námi (Dalen, 2005; Dalen og Rygvold, 2006; Lindblad o.fl., 2009; Rushton o.fl., 2013) eins og áður er nefnt. Af niðurstöðum að dæma virðast börnin almennt vera ánægð með skólana og kennarana. Eitthvað er um námserfiðleika í hópnum en þau börn sem á stuðningi þurfa að halda virðast fá góðan stuðning og eru almennt vaxandi námsmenn. Mörg þeirra eru einnig mjög virk í margvíslegu frístundastarfi, svo sem íþróttastarfi og tón- listarnámi. Raaska og félagar (2012) hafa bent á að flest ættleidd börn frá barnaheimil- um nái að vinna upp þroskatruflanir hjá kjörfjölskyldum sínum. Slíkt virðist almennt hafa gerst hjá börnunum í rannsókninni. Einnig benda niðurstöður rannsóknarinn- ar til þess að í flestum tilvikum sé námsárangur barnanna góður, en niðurstöður rannsóknar Dalen og Rygvold (2006) þar sem þær báru saman námsárangur barna ættleiddra frá Kína við námsárangur sambærilegra norskra barna bentu einnig til þess að enginn munur væri á frammistöðu þessara barna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að flest barnanna hafi náð mjög góð- um tökum á íslensku. Að skipta um málumhverfi virðist því ekki hafa haft áhrif á mál- þroska þeirra, enda voru þau flest mjög ung við ættleiðinguna og málþroski því stutt á veg kominn. Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl eru milli málþroska og sjálfsmyndar barna (Hanna Ragnarsdóttir, 2008; James og Woll, 2004; Mills, 2004) og að börn sem eiga annað móðurmál en málið sem er ríkjandi í skóla og samfélagi geti upplifað jaðar- stöðu (Brooker, 2002; Hanna Ragnarsdóttir, 2008, 2011; Hernandez, 2004; Nieto, 2010). Í rannsókninni virðast börnin flest hafa mjög sterka og vel mótaða sjálfsmynd og þau virðast ekki upplifa jaðarstöðu. Sum barnanna geta þess þó að þau séu spurð um útlit sitt og uppruna og jafnvel strítt. Flest segjast bregðast við því sjálf og að það sé í góðu lagi. Að sögn kennaranna eru sum barnanna mjög sjálfsörugg í umfjöllun sinni um upprunann og hafa fengið góðan undirbúning og fræðslu heima fyrir til að takast á við forvitni og stríðni. Niðurstöður rannsóknar Mohanty og Newhill (2011) með 100 ættleiddum asískum ungmennum bentu til þess að stuðningur við félagsmótun og aðlögun drægi úr tilfinningu ungmennanna fyrir því að þau væru jaðarsett og yki sjálfsvirðingu þeirra. Börnin í rannsókninni fá góðan stuðning á heimilum og í skólum og virðast því almennt ekki upplifa jaðarsetningu. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að börnin eigi flest vin eða vinahópa tengda skólum eða frístundastarfi, auk þess sem hópar stúlkna frá Kína sem ættleiddar voru á sama tíma hittast reglulega með foreldrum sínum. Eins og áður er getið virðist sjálfsmynd barnanna í rannsókninni í flestum tilvikum vera sterk og þau virðast vera ánægð með lífið og tilveruna. Þau virðast flest hafa náð að fóta sig vel í íslensku samfélagi og skólum. Nú þegar unglingsárin nálgast munu þau e.t.v. takast á við enn frekari áskoranir er þau velta fyrir sér sjálfsmynd sinni út
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.