Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 59

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 59 ólínA FreysTeinsdóTTir, hAlldór s. gUðmUndssOn Og K JArTAn ólAFssOn Tafla. Yfirlit og lýsing á viðmælendum með gervinöfnum þeirra Nafn Aldur Búseta Lýsing á fjölskylduhögum Karl 15 ára og 1 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum og bróður Sigga 15 ára og 10 mánaða Landsbyggðinni Býr með móður og föður til skiptis Tryggvi 14 ára og 7 mánaða Landsbyggðinni Býr með móður og bróður Alexander 15 ára og 5 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum og bróður Tómas 14 ára og 7 mánaða Landsbyggðinni Býr með móður, fósturföður og yngri systur Signý 14 ára og 10 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum og systrum Ari 15 ára og 5 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum og yngri bróður Róbert 15 ára og 3 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum Ása 17 ára Höfuðborgarsvæðinu Býr með foreldrum Ingvi 15 ára og 7 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum og bróður Lovísa 15 ára og 9 mánaða Höfuðborgarsvæðinu Býr með móður Ragnar 14 ára og 9 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum og tveimur systkinum Geir 14 ára og 10 mánaða Landsbyggðinni Býr með foreldrum Í upphafi viðtals var viðmælendum gerð grein fyrir því að þeim væri ekki skylt að ræða alla þætti sem komið væri inn á og að þeim væri frjálst að hætta þátttöku hvenær sem þeir vildu. Þá var þeim tilkynnt um það hvenær upptaka hófst og hvenær henni lauk. Viðtölin voru hálfstöðluð og fjölluðu um líðan og hegðun viðmælenda er varð- aði netnotkun, upplifun og áhrif af notkun netsins. Greining gagna Rannsakandi fékk aðgang að viðtölum við unglinga sem þegar höfðu verið afrituð orðrétt. Til að tryggja að merking þess sem þeir sögðu kæmist til skila hlustaði rann- sakandi á hvert viðtal tvisvar og sum þeirra þrisvar. Einnig voru viðtölin lesin ítarlega og leitað eftir ummælum og vísbendingum um áhrif þeirra marka sem foreldrar settu varðandi netnotkun unglinganna og samskipti þeirra við foreldra sína. Textabútar sem tengdust þessum atriðum voru afritaðir, merktir eftir innihaldi þeirra og afritaðir í yfirlitsskjal. Kóðuninni var ætlað að draga fram upplýsingar sem mynduðu mynstur og þemu. Þegar þemagreiningu var lokið voru viðtölin lesin aftur yfir til að sjá hvort rannsakanda hefði yfirsést eitthvað í textanum. Takmarkanir rannsóknarinnar Aðferðafræðilegar takmarkanir rannsóknarinnar eru þær helstar að úrtakið nær að- eins til unglinga sem skora 30 stig eða meira á IAT-kvarðanum og það gefur því ekki mynd af öðrum unglingum en þeim sem falla undir þá skilgreiningu. Sá hópur sem er til skoðunar í rannsókninni er þannig líklegri til að glíma við einhvers konar vanda en unglingar almennt. Markmiðið var því ekki að veita alhæfingargildi heldur að öðlast frekari skilning á samskiptum unglinga og foreldra vegna netnotkunar.

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.