Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 63

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 63
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 63 ólínA FreysTeinsdóTTir, hAlldór s. gUðmUndssOn Og K JArTAn ólAFssOn Signý lýsti því hvernig foreldrar hennar fylgjast með henni og notkun hennar, en gefa henni svigrúm ef á þarf að halda. Hún segir pabba sinn fylgjast með þegar hún byrjar að nota ný forrit: „… bara fyrst þegar ég byrjaði á facebook „hvað er þetta“ og ég bara „æ þetta er svona spjallsíða og eitthvað dæmi“ og hann bara „ok“, talaði eitthvað aðeins við mig um þetta og svo bara bjó hann sjálfur til facebook handa sér sem var reyndar bara til að geta verið með mér á facebook og svo bara „ó þetta er svo gaman, ó get ég talað við frænku mína í Reykjavík“ og ég bara „já þú getur það“.“ Sumir viðmælenda lýstu samskiptum við foreldra sem flokka mætti sem erfið. Karl sagði að móðir hans og bróðir hefðu beðið hann að taka þátt í rannsókninni vegna þess að þau hefðu haft áhyggjur af leikjatörnum sem hann tæki á netinu. Hann sagði einnig frá erfiðum samskiptum við föður sinn vegna tölvunotkunar. Hann lýsti sam- skiptum þeirra feðga svona: …og þá þú veist braut hann mig alltaf niður skilurðu og kenndi tölvunni minni um og þú veist bara allt sem ég gerði var bara (stutt þögn) bara kenndi tölvunni minni um. Það var bara þannig þú veist ef ég gerði eitthvað þá fór hann að kenna tölvunni minni um. Ingvi lýsti því þegar hann var að byrja spilun á leiknum World of Warcraft II, en það hefði krafist mikillar einbeitingar vegna þess hversu lélegur hann var. Þá hefði móðir hans sagt við fólk að það skyldi ekki tala við hann nema ef það vildi að það væri öskrað á það. Þá vildi hann fá rými til að spila og fá frið til þess. Hann sagði mömmu sína ekki hafa ráðið við að setja honum mörk og því hefði hann misst stjórn á tölvuleikjaspilun sinni fyrstu árin en nú væri hann að reyna að breyta þessu því hann væri alltaf með blóðhlaupin augu. Þannig lýsti Ingvi tölvuleik sem hann spilar og samskiptum sem snerust um hann: „Þegar að ég byrjaði að nota Grand Theft Auto var hún svolítið á móti því að ég væri að drepa hórur og keyra yfir fólk, bombaði alla bíla í tætlur sem ég sá.“ Hann segir enn fremur tölvuleikina „consuma mann“ (éta mann). Ari lýsti samskiptum við foreldra sína þannig: Ég byrja bara að nöldra og nöldra í mömmu og pabba og þau bara segja endalaust nei og ég verð bara fúll og pirraður. Ef ég er að tala við mömmu og pabba þá já þá næ ég að halda því niðri en ef ég lendi í einhverju á netinu, t.d. slokknar á einhverju, þá hef ég tekið eftir því að ég hef öskrað og lamið í borðið mitt. Sum sögðu að foreldrar þeirra þyrftu ekkert að segja; það sæist bara hvað þeir væru að hugsa. Tveir drengjanna töluðu aðeins um samskipti við móður sína vegna tölvunotk- unar, þó svo að faðir þeirra byggi á heimilinu. Alexander sagði til að mynda viðbrögð fjölskyldunnar við nýjum leikjum fara eftir því hvort hann tæki skapferlisbreytingum. Þó minntust nokkrir viðmælendanna á það með örfáum orðum að þeim væri bannað að fara í tölvuna. Tryggvi sagði að mamma hans hefði áhyggjur af leikjunum sem hann væri í: … mamma er bara svolítið mikið svona paranoid og heldur að allt sé eitthvað að eyðileggja fyrir okkur eða eitthvað svoleiðis og ef ég er bara að spila eitthvað svona eins og t.d. Call of Duty þá bara „nei nú finnst mér þetta bara ganga of langt þessi leikur að drepa alla“, eitthvað svoleiðis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.