Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 65

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 65
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 65 ólínA FreysTeinsdóTTir, hAlldór s. gUðmUndssOn Og K JArTAn ólAFssOn Haddon (2012) að misbrestur hafi verið á að foreldrar sinni ábyrgð vegna netnotkunar barna sinna og að það þurfi að senda foreldrum skýr skilaboð um að ábyrgðin sé þeirra. Samskipti Samvera og samræða eru almennt talin mikilvæg bjargráð fjölskyldna í samtímanum (Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Í þeim kenningagrunnum sem fjalla um fjölskylduna er lögð áhersla á góð samskipti milli fjölskyldumeðlima og í rannsókninni mátti sjá ólík- ar lýsingar þátttakenda á samskiptum innan fjölskyldna þeirra. Allir viðmælendurnir lýstu samskiptum, sumir í fáum orðum en aðrir lýstu þeim mun ítarlegar. Lýsingarnar ber að skoða í því samhengi að samskipti og tjáskipti felast í öllum athöfnum fólks. Flestir lesa í svip, tóntegund og líkamstjáningu og kom fram hjá börnunum að foreldr- ar þeirra þyrftu stundum ekki að segja neitt, þau sæju bara að þeir væru óánægðir með netnotkunina. Áhugavert var í viðtölunum hvað sumir þátttakendur tjáðu sig lítið um samskipti sín við foreldra. Ber að hafa í huga að sumir þeirra gætu hafa kosið að tjá sig ekki um samskipti innan fjölskyldunnar því þeir litu svo á að slíkt væri trúnaðarmál. Eins og áður hefur komið fram í þessari rannsókn og öðrum er mikilvægt að horft sé til hvers einstaklings fyrir sig þegar fjallað er um netávana (Aydm og San, 2011; Quandt og Kröger, 2014; Selfhout o.fl., 2009; Vandoninck o.fl., 2012). Í þessari rann- sókn kom fram að sumir unglinganna nota netið á þann hátt að það kemur niður á lífsgæðum þeirra. Þeir fengu ekki nægan svefn og einnig kom netnotkun niður á námi og heilbrigðum lífsstíl, og er þessi niðurstaða í samræmi við fyrri rannsóknir (Tsitsika o.fl., 2012). Einnig komu fram lýsingar á mikilli netnotkun sem unglingarnir tengja við persónulegan vanda eins og einelti, einmanaleika og vinaleysi. Þetta samræmist rannsókn Vandoninck og félaga (2012) sem komust að þeirri niðurstöðu að þeir sem eigi í vanda vegna netávana stríði oft við vanda í lífinu almennt, bæði sálrænan og félagslegan. Viðmælendurnir lýstu því hvernig þeir nota netið þegar þeim leiðist og þá til að vera í samskiptum. Þetta styðja rannsóknir (Aydm og San, 2011) og því er mikilvægt að ekki sé litið á tölvunotkun sem annaðhvort góða eða slæma, heldur sé litið til hvers einstaklings og fjölskyldu fyrir sig og hvernig sé heppilegast að styrkja heilbrigða notkun netsins. Viðbrögð við netávana, fjölskyldustuðningur Tilgangurinn með rannsókninni er, sem fyrr segir, að auka skilning á mikilvægum atriðum varðandi upplifun unglinganna á samskiptum við foreldra vegna netnotk- unar. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldan hafi mikla þýðingu í netnotkun barna og því var í þessari rannsókn gerð tilraun til að skoða nánar mikilvæga þætti eins og mörk sem foreldrar setja börnum sínum og samskipti þeirra á milli. Niðurstöður rann- sóknarinnar gefa til kynna að fölskyldur eigi í vanda vegna netnotkunar unglinga. Það er til lítils að meta vanda ef ekki er leitað lausna og með vinnu sem byggist á fjölskyldufræðum bjóðast gagnreyndar leiðir til að hjálpa fjölskyldum í verkefnum sem þær standa frammi fyrir (Carr, 2000; Nichols og Schwartz, 2010). Þá er ekki leitað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.