Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 14
Kvikmyndir 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Á kvikmyndahátíðum þambar fólk orkudrykki. Á Bikini- hótelinu á Budapester Strasse hef ég nú nokkrum sinnum fylgst í laumi með rauðeygðu en prúðbúnu fólki koma inn í lobbíið á 3. hæð snemma morguns og óska þar vinsam- legast eftir einum Red Bull á kaffihúsinu sem þar er að finna. Þau reigja höfuðið aftur, sturta í sig drykknum, rjúka svo út, endurnærð og til í slaginn. Ástæðan er sú að fyrir fólk í bransanum eru kvikmynda- hátíðir erfiðisvinna, lítill tími gefst í svefn, og oftar en ekki er vaknað snemma og farið seint í háttinn. Fyrir leikara og leik- stjóra hefst dagskráin snemma á morgn- ana. Ljósmyndatökur hafa verið bókaðar, ótal blaðaviðtöl og önnur kynningar- starfsemi. Á kvöldin taka svo við frumsýn- ingar og tilheyrandi partí, sem í senn eru gleðskapur og vinna. 400 kvikmyndir sýndar ár hvert Berlinale er ein af stærstu kvikmyndahá- tíðum heims og fer árlega fram í Berlín, Þýskalandi, eins og nafnið gefur til kynna. Í ár stóð hátíðin yfir milli 5. og 15. febr- úar. Hún var sett á laggir árið 1951 og þar eru sýndar hátt í 400 kvikmyndir ár hvert og þykir hátíðin því gefa heildstæða mynd af því helsta sem er að gerast í kvikmyndabransanum um heim allan hverju sinni. Hátíðin er afar umfangsmikil og er skipt upp í nokkra undirflokka. Stærstu myndirnar keppa um gull- og silfurbjörn- inn en svo eru aðrir sérstakir flokkar sem eru helgaðir myndum af öllum toga; mynd- um sem þykja listrænar og óháðar, mynd- um sem koma frá svæðum þar sem ekki er rík kvikmyndahefð, myndum sem þykja eiga sérstaka athygli skilið og svo fram- vegis. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár var spænsk mynd sem nefnist á ensku Nobody Wants the Night og lokamyndin var svo kvikmyndin Taxi, eftir íranska leikstjórann Jafar Panahi. Sú mynd hlaut einnig Gull- björninn, en Panahi gat ekki tekið við verðlaununum í ljósi þess að hann sætir farbanni í heimalandi sínu, og því tók lítil frænka hans, Hana Saedi, sem fer með hlutverk í myndinni, við verðlaununum fyr- ir hans hönd. Dagur Kári frumsýndi nýja mynd á Berlinale Ný kvikmynd Dags Kára, Fúsi, eða Virgin Mountain eins og hún nefnist á ensku, var heimsfrumsýnd á Berlinale í ár undir flokknum Berlinale Special, en það er ein- mitt nafnið á áðurnefndum flokki mynda sem þykja sérstaklega athyglisverðar. Meira um hana hér að neðan. Þá er sér- stakur liður Berlinale fyrir rísandi leik- stjörnur Evrópu, European Shooting Stars, en síðustu ár hafa 10 ungir leikarar hvað- anæva af úr álfunni verið verðlaunaðir fyr- ir hæfileika sína. Í ár var íslenska leik- konan Hera Hilmarsdóttir á meðal þessara rísandi stjarna. Hún hefur farið með stór hlutverk í sjónvarpsþáttum og bíómyndum erlendis síðustu ár og vakti nú síðast mikla athygli fyrir frammistöðu sína í íslensku kvikmyndinni Vonarstræti. Shooting Stars- verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1998. Þá voru um 20 leikarar verðlaunaðir og hélst það fyrirkomulag til ársins 2008, en þá var þeim fækkað niður í 10. Þekktir ís- lenskir leikarar á borð við Baltasar Kor- EIN STÆRSTA KVIKMYNDAHÁTÍÐ HEIMS Í BERLÍN Dagbók frá Berlinale DAGUR KÁRI FRUMSÝNDI MYND SÍNA FÚSA Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI BERLINALE SEM FRAM FÓR 5.-15. FEBRÚAR. MYNDIN FÉLL Í FLOKKINN BERLINALE SPECIAL EN ÞAÐ ER HEITI Á ÞEIM FLOKKI MYNDA SEM TALDAR ERU SÉRSTAKLEGA ATHYGLIVERÐAR. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is * Gunnar Jónsson fermeð aðalhlutverkið ímynd Dags Kára um Fúsa, sem fjallar um lið- lega fertugan mann sem borðar ógrynni af Kókó- pöffsi og býr enn hjá móður sinni. … Öðru hverju sprakk svo salurinn úr hlátri, enda er myndin bráðfyndin. Fúsa var afar vel tekið af áhorfendum og að henni lokinni tók við dynjandi lófatak um stund. … Landsmenn allir geta svo fyglst með grátbroslegum ævintýrum Fúsa frá og með 20. mars næstkom- andi, þegar hún verður frumsýnd á Íslandi. Hin alíslenska Hera Hilmars og þýski leikarinn Jannis Niewoehner stilltu sér upp með stórleikkon- unni Natalie Portmann en þau voru í hópi rísandi stjarna sem voru heiðraðar á hátíðinni. Hana Saeidi tók við Gullbirninum fyrir kvikmyndina Taxi fyrir hönd íranska leikstjórans Jafar Panahi. Leikstjórinn er frændi hinnar ungu leikkonu sem fór með hlutverk í myndinni. Cate Blanchett var á hátíðinni til að kynna mynd sína Cinderella. Hún vakti að sjálfsögðu athygli gesta sem fylgdust með rauða dreglinum og var meira en til í að gefa eiginhandaráritanir. Leikstjórinn Pablo Larrain frá Chile hreppti að þessu sinni Silfurbjörninn fyrir mynd sína El Club. Bresku leikararnir Tom Courteney og Charlotte Rampling hlutu Silfurbjörn sem besta leikkona og besti leikari fyrir leik í myndinni 45 Years. EPA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.