Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Qupperneq 18
Ferðalög og flakk *WOW Air flýgur beint á Berlín allt árið, aðjafnaði þrjá daga í viku á veturna, fjóra tilfimm daga í viku á vorin en alla daga vikunnará sumrin. Flogið er á Schönefeld-flugvöllinn ísuðurhluta borgarinnar. Tekur um 40-60mínútur að komast í miðbæinn með almenn-ingssamgöngum, og kostar miðinn 3,20 evrur (velja þarf „svæði ABC“). Ferð með leigubíl kostar 30-40 evrur og tekur hálftíma. Tíðar ferðir B erlín þykir ólík öðrum borgum Þýskalands. Borgin virkar eins og segulstál á listrænar týp- ur og bóhema og hefur á sér frjálslegra og nútímalegra yfir- bragð. Borgin er stór og hvert hverfi hefur sitt yfirbragð. Ferðamenn taka einkum stefnuna á Charlott- enburg og Schöneberg, vestan- megin við miðju borgarinnar. Þar má finna dýragarðinn, fínar verslanir, lúxusbúðina KDW (Harrod’s Berlínarbúa) auk fjölda búða og skemmtistaða sem höfða sérstaklega til samkynhneigða kúnnahópsins. Einnig ætti að heimsækja Neu- kölln og Kreuzberg, suður af miðju, þar sem hipsterarnir hafa hreiðrað um sig. Ekki að hip- sterar finnist ekki í miklu magni í öllum borgarhlutum Berlínar, en í Neukölln og Kreuzberg hafa þeir gjörsamlega tekið yfir og varla að megi blikka augunum svo ekki sé búið að opna þar nýtt gallerí eða lífrænt kaffihús. Svæðið umbreyttist á örskömm- um tíma eftir að Tempelhof- flugvelli, stórum og mikið not- uðum velli í miðborginni, var lok- að árið 2008. Allt í einu var svæðið ekki lengur vandræða- hverfi og risastórt flugvallar- svæðið varð að óvenjulegum al- menningsgarði þar sem mannlífið blómstrar. Hér má gleyma sér í versl- unum með notaðan fatnað, þræða flóamarkaði um helgar eða þamba kaldan bjór á fábrotnum bar við gamlan bátaskurð. Í seinni tíð þykir orðið ómissandi að láta taka af sér hipsteramynd- ir í hallærislegum gamaldags passamyndasjálfsölum á svæðinu. Ferðamenn hafa síðan úr fjölda áhugaverðra safna og kennileita að velja. Rétt er að byrja á Brandenborgarhliðinu og minnisvarðanum um helförina. Helstu listasöfn borgarinnar eru öll á einum reit, safnaeyjunni. Einnig er óvitlaust að heimsækja safnið Landslag skelfingar (e. To- pographie des Terrors), sem var opnað árið 2010 á reitnum þar sem áður stóðu höfuðstöðvar Gestapo og SS. Safnið einblínir á valdatíma Hitlers og þær hörm- ungar sem þýska þjóðin gekk í gegnum. AFP Uppstopparinn umdeildi Gunter von Hagens opnaði fyrir skemmstu Manneskjusafn í Berlín. Verk hans hafa vakið at- hygli og verið sýnd víða um heim, og verið misvel tekið. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: BERLÍN Á heimaslóðum hipsteranna BLÓMSTRANDI MENNINGARLÍF, SPENNANDI SÖFN OG HEIMSINS MESTA ÚRVAL AF HIPSTERUM EINKENNA BERLÍNARBORG Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þeir sem leggja leið sína til Þýskalands ættu að gæta sín á að nær allar verslanir eru lokaðar á sunnudögum. Þökk sé strangri vinnulöggjöf eru verslunargötur eins og eyðibæir þennan dag vikunnar og meira að segja matvöruverslanir skella í lás. Ef klósettpappírinn eða mjólkin klárast er helsta vonin að halda á næstu lestarstöð þar sem kann að vera opin búð. Ef stendur til að fara í helgarferð er gott að hafa það hugfast að sunnudagarnir eru til fás annars nýtilegir en að spóka sig um í söfnum og slappa af á kaffi- og veitingahúsum, sem er raunar alls ekki svo amaleg iðja. Brandenborgarhliðið er miðpunktur Berlínar og glæsilegt mannvirki jafnt að degi til sem um nóttu Fjölskyldufólk getur keypt dagpassa í dýragarðinn á hagstæðu verði. Órangútaninn Rieke er einn af nýjustu íbúum garðsins. GOTT AÐ VITA Enginn klósettpappír á sunnudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.