Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 24
HAMAGANGUR Á HLAUPABRETTI Í LÍKAMSRÆKTAR- STÖÐINNI ER ALLS EKKI EINA LEIÐIN TIL AÐ BÆTA HEILSUNA. ÞAR ER ÖNNUR LEIÐ FÆR SEM KREFST EKKI EINU SINNI HREYFINGAR. HEILMARGAR POTTAPLÖNTUR HREINSA LOFTIÐ OG GERA ÍBÚÐINA AÐ BETRI BÚSTAÐ AUK ÞESS AÐ VERA HÍBÝLAPRÝÐI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Rifblaðka (Monstera deliciosa) Þessi planta stækkar einstaklega hratt og bætir almennt inniloftið. Hún er sérstaklega góð í að auka rakann á vel loftræstum svæðum. Með réttri umönnun geta laufin orðið allt að 45 cm í þvermál. POTTAPLÖNTUR BÆTA ANDRÚMSLOFTIÐ Skógarlíf í stofunni 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Heilsa og hreyfing Gúmmítré (Ficus elastica) Gúmmítré eru mjög góð til að hreinsa loftið og ennfremur er það mikill kostur hversu auðvelt það er að halda þeim á lífi. Gúmmítré þríf- ast vel í lítilli birtu og kaldara lofts- lagi. Plantan er með fallegum, þykk- um og glansandi blöðum og þykir prýði að henni. Hún gefur frá sér mikið súrefni. Veðhlaupari (Chlorophyt- um comosum) Þetta er algeng pottaplanta sem þrífst bæði í loftræstum herbergjum og rökum gróð- urhúsum. NASA segir plönt- una vera á topp þrjú yfir pottaplöntur sem hreinsa for- maldehýð úr loftinu. Hún fjar- lægir líka mörg önnur eitur- efni úr andrúmsloftinu. Vínpálmi (Chamaedo- rea sefritzii) Þessi litli pálmi þrífst á skuggsælum stað. Hann er efst á listanum yfir plöntur sem hreinsa ben- sen og tríklóretýlen úr andrúmsloftinu. Þessi planta er líka góður kost- ur til að vera með nálægt húsgögnum sem gætu mögulega verið að gefa frá sér formaldehýð. Friðarlilja (Spathip- hyllum wallisii) Þessi fallega lilja þrífst ágætlega án mikillar umönnunar í skugga. Hún hreinsar bensen úr loftinu og fjarlægir myglugró úr loftinu og þykir því góð á baðher- bergi, í eldhús og þvottahús. Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir fræðsludagskránni Ormar í eldhúsinu – Moltugerð með hjálp orma klukkan 19.30 þriðjudaginn 24. febrúar í Síðumúla 1. Á undanförnum árum hefur athygli manna beinst að notkun orma til að flýta fyrir niðurbroti lífræns úrgangs í moltugerð. Ormarnir einfaldlega að borða lífræna sorpið og skila því sem nær- ingarríkum áburði. Ágúst Friðmar Backman og Auður Ákadóttir halda erindi. Aðgangseyrir er 750 krónur. Ormar í eldhúsinu OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA ÚRSMÍÐAMEISTARI www.gilbert.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.