Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 U mræðan um eftirtektarverðan og yfirgripsmikinn dóm Hæsta- réttar er tekin að kyrrast. Dóm- urinn var skýr og vel skiljanlegur þeim sem lögðu sig eftir honum, og þurfti ekki lögfræðikunnáttu til. En það var þó ekkert áhlaupsverk að fara í gegnum hann vegna umfangs hans. Aðdragandinn Þótt dómur Hæstaréttar væri byggður upp með nokk- uð öðrum hætti en héraðsdómurinn, sem liggur hon- um til grundvallar, verður ekki annað sagt, en að gott innra samræmi sé á milli dómanna og þeirrar niður- stöðu sem fimm hæstaréttardómarar og þrír héraðs- dómarar komast að. Fjölmiðlar eiga engan kost annan en að fjalla um tíð- indi af þessu tagi um leið og þau eru kunngerð. Auðvitað væri æskilegast að öflugir blaðamenn gætu fengið nokkra daga yfirlegu og sérfræðilega að- stoð þegar svo mikið er undir. Úrslit 6 ára erfiðis margra manna birtist og fjölmiðillinn verður að koma inntakinu til skila til sinna lesenda með knöppum hætti, en þó þannig að heildarmyndin birtist þeim. Her lögfræðinga, endurskoðenda og aðstoðarmanna hefur komið að málinu, annars vegar frá ákæruvaldi og hins vegar frá þeim sem sæta ákærum, og lagt nótt við dag. Gríðarlegt magn upplýsinga hefur verið skoðað í þaula. Augljóst má vera að stór hluti þess, sem menn hafa orðið að sökkva sér niður í, kemur þó aldrei við sögu í málinu. En skoðun og útilokun er mikilvægur þáttur í vinnslu máls. Margt hlýtur að síast burt á hinni löngu vegferð. Sama er að segja um yfirheyrslur yfir ákærðum, vitnum og fjölmörgum sérfræðingum. Það er mikið í húfi fyrir langflesta sem að slíku stór- máli koma. Þeir sem bornir eru alvarlegum sökum og mega vænta þungra refsinga nái ákæruvaldið sínu markmiði eiga mest undir. En trúverðugleiki ákæru- valdsins er einnig í húfi, sem og dómstóla og í tilviki þeirra síðarnefndu vomir spurningin yfir, hvort þeir valdi í rauninni málum af þessari stærð, og sem varin eru af meira kappi og meira fjárhagslegu afli en al- mennt gerist í íslenskum sakamálum. Ekki er mjög langt síðan ákærður í máli af þeim toga sagði sjálfur svo frá, að hann hefði eytt millj- örðum króna í vörn sína. Einungis örfáir menn í heim- inum ráða við slíkt. Ekki var hinn mikli kostnaður sundurgreindur, en það blasir við að jafnvel myndar- legir lögmannsreikningar dýrseldra lögmanna tóku aðeins til sín brot af slíkri ógnarfjárhæð. Vafalítið er að drjúgum hluta hennar var í því tilviki varið til kaupa á þjónustu fjölmenns liðs spunameistara og það þótt engir ákærðir í nokkru máli á Íslandi hafi haft annan eins aðgang að fjölmiðlum og sá sem í hlut átti og beitt þeim jafn freklega og gert var í þessu máli. Umræðan um niðurstöðuna Það er sérkennilegt að sjá samhengið á milli þess sem þarna er nefnt og umfjöllunarinnar sem varð eftir að Hæstiréttur Íslands birti dóm sinn í síðustu viku og óvænta þróun hennar. Fjölmiðlarýnirinn Andrés Magnússon birti áhuga- verðan pistil um það atriði í blaði sínu, Viðskipta- blaðinu. Þar segir hann meðal annars: „Það var um margt fróðlegt að fylgjast með umfjöll- un fjölmiðla um þetta Kaupþingsmál. Þar bar Morg- unblaðið höfuð og herðar yfir aðra miðla. Fréttir þess voru einfaldlega meiri, greinarbetri og dýpri en ann- arra miðla, en það hefur fylgt þessum eftir- hrunsmálum afar vel eftir. En það var skrýtnara hvað áhugi Fréttablaðsins var dræmur eða kannski endasleppur frekar. Dómurinn var forsíðufrétt á föstudag og frekar um hann fjallað á innsíðu (þar sem mynd af Óla spes var innan um myndir af hinum dæmdu!), en svo ekkert meir. Allir aðrir almennir fréttamiðlar eru enn að gera sér mat úr dómnum, sem flestum ber saman um að muni vera víð- tækt fordæmi í öðrum málum.“ Það tóku svo sannarlega fleiri eftir þessu. Það gat ekki farið fram hjá neinum að millistjórnendur á miðl- um 365 langaði bersýnilega til þess að lágmarkskröfur um faglega blaðamennsku fengju notið sín. En það fór heldur ekki á milli mála að snarlega var gripið í taum- ana. Til að fela vandræðaganginn við það að kæfa um- ræðuna var reynt að drepa henni á dreif. Og var þá Orðið sími þýðir þráður og halda skal því þræði þegar símtöl eiga í hlut *En þar sem forðinn var þannigtil kominn litu bankastjórarS.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina héldu því fram, að ríkisstjórnin vildi að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna fór símtalið við forsætisráð- herrann fram. Reykjavíkurbréf 20.02.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.