Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 56
S kýrist þetta ekki bara af skorti á leikstjórum hérlendis,“ segir hinn ofurhógværi Vignir Rafn Valþórs- son þegar hann er spurður hvort hann kunni skýringar á eigin vin- sældum í leikstjórnarstólnum á umliðnum misserum. „Ég lít ávallt á yfirstandandi leik- stjórnarverkefni sem mitt síðasta, því mér líð- ur alltaf eins og að fólk sé alveg að fara að sjá í gegnum mig og fatta að ég viti ekkert hvað ég er að gera,“ segir Vignir Rafn. Hvert leik- stjórnarverkefnið hefur hins vegar rekið ann- að hjá honum að undanförnu og hann hefur svo sannarlega mörg járn í eldinum um þess- ar mundir, en nýlokið er sýningum Óskabarna ógæfunnar á Bláskjá eftir Tyrfing Tyrfings- son sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári og sló óvænt í gegn. Föstudag- inn 27. febrúar frumsýnir Leikfélag Akureyr- ar fjölskyldusöngleikinn Lísu í Undralandi eft- ir sögu Lewis Caroll í nýrri leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur með tónlist eftir Dr. Gunna í leikstjórn Vignis Rafns. Strax að lok- inni frumsýningu liggur leið hans aftur í Borgarleikhúsið þar sem hann leikstýrir leik- ritinu Peggy Pickit sér andlit guðs eftir Rol- and Schimmelpfennig sem frumsýnt verður 17. apríl, því næst taka við æfingar með Leik- hópnum Lottu á Litlu gulu hænunni og Jóa og baunagrasinu eftir Önnu Bergljótu Thor- arensen sem frumsýnt verður í sumarbyrjun, en þetta verður annað sumarið í röð sem Vignir Rafn leikstýrir Lottu. Með haustinu tekur síðan við undirbúningsvinna og æfingar á Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl sem Óska- börn ógæfunnar setja upp, en leikgerðina vinnur Vignir Rafn í samvinnu við Hjört Jó- hann Jónsson og Svein Ólaf Gunnarsson. Það á að vera gaman á æfingum „Ég er búinn að vera á kafi í leikstjórnarverk- efnum síðasta hálfa annað árið og það er nóg framundan, þó að það megi alveg bætast við verkefni því það er langur vetur framundan,“ segir Vignir Rafn kíminn. „Það hjálpar mér brjálæðislega mikið að leikhúsið er eina áhugamálið mitt. Ég pæli í leikhúsi allan dag- inn og hef frá árinu 2005 farið árlega til Berl- ínar til að skoða leikhúslífið þar,“ segir Vignir Rafn og áætlar að hann hafi á síðustu árum séð um hundrað leiksýningar í Berlín. „Þetta er mín leið til að halda mér ferskum í faginu. Ég kann ekki stakt orð í þýsku en fæ samt ótrúlega mikið út úr því að horfa á sýning- arnar. Leikhúsheimurinn hér heima er svo lít- ill og því finnst mér nauðsynlegt að leita mér innblásturs erlendis. Ég mæli eindregið með því að íslenskt leikhúsfólk geri þetta.“ Spurður um Lísu í Undralandi viðurkennir Vignir Rafn fúslega að uppsetningin sé hans umfangsmesta til þessa ásamt því að vera frumraun hans sem söngleikjaleikstjóri. „Ég hef lært mjög mikið í þessu ferli því ég hef aldrei áður þurft að huga eins mikið að tækninni enda allir með míkrófóna. Ég get allt í leikhúsi nema fengist við snúrur. Hér þarf allt að smella því ef einn í hópnum hopp- ar til hægri þegar hann á að hoppa til vinstri með afganginum af hópnum þá fer heilmikil keðjuvirkni í gang sem erfitt getur verið að laga. Þetta er því alveg ótrúlega magnað ferli, en verður líka helmingi fyndnara fyrir vikið,“ segir Vignir Rafn og tekur fram að regla númer eitt í allri leikhúsvinnu sinni sé að það verði að vera gaman á æfingum. „Leiðindi á æfingatímabilinu skilar sér alltaf inn á svið. Mitt helsta mottó er að það á að vera gaman á æfingatímabilinu,“ segir Vignir Rafn og tek- ur fram að fíflagangur sé ekki skemmtilegur. „Þetta er ekki spurning um að allir séu að reyna að vera hressir heldur einbeita sér að því að vinna góða sýningu sem allir eiga hlut- deild í,“ segir Vignir Rafn og hrósar sam- starfsfólki sínu í hástert. Sem fyrr segir skrif- ar Margrét Örnólfsdóttir leiktextann og Dr. Gunni semur tónlistina, Brogan Davison er höfundur sviðshreyfinga og danshöfundur sviðsetningarinnar og Sigríður Sunna Reyn- isdóttir hannar leikmynd, búninga og brúður. Með hlutverk Lísu fer Thelma Marín Jóns- dóttir en önnur hlutverk eru í höndum Bene- dikts Karls Gröndal, Sólveigar Guðmunds- dóttur og Péturs Ármannssonar auk þess sem sex ungir leikarar af Norðurlandi taka þátt í uppfærslunni, en þau voru valin eftir fjöl- mennar leikprufur. „Ég fór í svörtu bókina mína og valdi mér eðal samstarfsfólk. Þar sem við búum öll saman hér fyrir norðan á æfingatímabilinu fannst mér mikilvægt að listafólkið væri ekki bara frábærir leikarar og listamenn heldur líka frábærar manneskjur sem gott væri að búa með í margar vikur.“ Að sögn Vignis Rafns felast mikil forrétt- indi í því að setja upp leikrit sem gerist í Undralandi. „Því þar eru lögmálin allt önnur en í raunheimum,“ segir Vignir Rafn og við- urkennir fúslega að hann hafi orðið fyrir von- brigðum þegar hann las sögu Lewis Caroll fyrst. „Þetta er gömul bullsaga sögð fyrir svefninn þar sem lítið fer fyrir hvers kyns dramatúrgíu með upphafi, miðju og endi, enda eru alltaf gerðar nýjar leikgerðir þegar verkið ratar á svið eða á hvíta tjaldið. Auk þess er Lísa í bókinni nett leiðinlegur og óspennandi karakter. Lísan okkar hefur hins vegar afger- andi persónuleika með skoðanir á hlutunum og er mikil kvenhetja,“ segir Vignir Rafn og tekur fram að áhugavert sé einnig að skoða ógnarstjórn hinnar snarklikkuðu hjartadrottn- ingar í Undralandi í samspili við íslenskan samtíma. „En svo því sé haldið til haga þá er hjartadrottningin ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,“ segir Vignir Rafn og leggur mikla áherslu á að Lísa í Undralandi verði skemmtileg og fyndin sýning. Vill að leikhúsið hafi áhrif Inntur eftir því hvers konar leikhús honum finnist skemmtilegast að skapa segir Vignir Rafn skemmtilegast að leika sér með leik- húsmiðilinn sem slíkan. „Samt hef ég ekkert verið mikið í neinni tilraunamennsku. Sem dæmi var Bláskjár tiltölulega hefðbundin leiksýning á marga mælikvarða miðað við tilraunamennskuna sem er við lýði t.d. í Þýskalandi. Ég hef ekki mikið verið að sprengja upp rammann eða stoppa í miðri leiksýningu. En mig dreymir um að leikhúsið hafi einhver áhrif á samfélagið því það hefur engin áhrif í dag og er hreinræktuð skemmt- un. Sama hvað við reynum að rugga bátnum með því að afhelga einhverja Laxness-bók þá er öllum sama,“ segir Vignir Rafn og bindur miklar vonir við að væntanleg uppfærsla leikhóps hans, Óskabarna ógæfunnar, á Illsku hristi upp í samfélaginu, en í byrjun árs var tilkynnt að leikhópurinn hlyti lista- mannalaun í 16 mánuði til að vinna að upp- LEIKSTÝRIR LÍSU Í UNDRALANDI HJÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR „Leikhúsið eina áhugamálið“ LEIKSTJÓRINN VIGNIR RAFN VALÞÓRSSON HEFUR VAKIÐ VERÐSKULDAÐA ATHYGLI FYRIR SÝNINGAR SÍNAR Á SÍÐUSTU ÁRUM. HANN SEGIST EKKI EIGA SÉR ANNAÐ ÁHUGAMÁL EN LEIKHÚSIÐ OG FER REGLULEGA TIL BERLÍNAR AÐ HORFA Á SÝNINGAR ÞÓ AÐ HANN SKILJI EKKI ÞÝSKU. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hjörtur Jóhann Jónsson og Arndís Hrönn Egils- dóttir í Bláskjá sem sýndur var alls 25 sinnum. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Kynningarplakat Óskabarna ógæfunnar með forsætisráðherra hefur vakið hörð viðbrögð. „Mér finnst sagan alltaf mjög mikilvæg. Gott handrit er algjört lykilatriði og grunnurinn að öllu,“ segir Vignir Rafn Valþórsson í leik- myndinni að Lísu í Undralandi. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Sýning sem kölluð er „Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn – Fjall+kona“, verður opnuð í Ásmundarsafni við Sigtún í dag, laugardag, klukkan 16. Á sýningunni er þess minnst að í ár er öld liðin frá því að konur fengu kosn- ingarétt hér á landi. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveins- sonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar. Á sýningunni verða einnig önnur valin verk Ásmundar, í samtali við verk þeirra Örnu Valsdóttur, Daníels Magnússonar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, Níelsar Hafsteins, Ólafar Nordal, Ragnhildar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Nýlókórinn flytur verkið „Klessulist“ eftir Hörpu Björnsdóttur á opnuninni undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar. SÝNING Í ÁSMUNDARSAFNI FJALL+KONA Hið kunna verk Ásmundar Sveinssonar, Vatns- berinn, er leiðarstef sýningarinnar. Þær Una Sveinbjarnardóttir, Hlín Pétursdóttur Behrens og Hrönn Þráinsdóttir koma fram. Á sunnudag klukkan 20 verða tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg og bera yfirskriftina „Breytilegt ljós og berg- mál“. Fram koma Hlín Pétursdóttur Behrens sópransöngkona, Hrönn Þráinsdóttir píanó- leikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Á tónleikunum hyggjast listakonurnar gefa innsýn í hljóðheim og hugðarefni ólíkra tón- skálda frá Finnlandi og Íslandi, þeirra Kaiju Saariaho og Elínar Gunnlaugsdóttur. Frum- flutt verða tvö verk eftir Elínu; „Sumardag- urinn fyrsti“ við ljóð eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson og „échO“ við ljóð eftir Siham Issami og er það samið fyrir tónleikana. Þá verða flutt fjögur verk eftir Saariaho. HLJÓÐÖN Í HAFNARBORG BERGMÁL Heiðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona opnar í dag, laugardag, klukkan 15 sýningu í Stúdíó Stafni, Ingólfsstræti 6, sem hún kallar Uppspuna. Verkin á sýningunni eru öll ný þrívíð pappírsverk spunnin upp úr gömlum marglesnum bókum. Í kynningu segir Heiðrún: „Eftir síðustu sýningu mína á vaxbornum bókarkápum blasti við mér mikill fjöldi kápu- lausra bóka. Mig langaði að spinna myndverk upp úr bókunum því litbrigði og eiginleikar hinna fjölmörgu pappírstegunda hafa jafnan heillað mig og oft skarta snið bókanna gyll- ingu, munstrum og litum. Prentsverta og let- urgerð tala einnig sínu máli. Þessi pappírs- verk tjá þakklæti mitt og ástarhug til bókarinnar …“ Sýningin er til 1. mars. HEIÐRÚN Í STÚDÍÓ STAFNI UPPSPUNI Heiðrún Kristjánsdóttir Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.