Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 58
Bækurnar Ógæfa og Ofan og neðan eruí bókaröð sem ber yfirheitið Endir oghófst með bókinni Opinberun sem
kom út 2012.
Hugleikur Dagsson segir að upphafi að
endinum megi rekja til þess að hann sé
mjög áhugsamur um heimsendi, hvort sem
það er í kvikmyndum, skáldsögum eða
teiknimyndasögum. „Mig langaði alltaf að
gera heimsendasögu en ég fékk bara of
margar hugmyndir,“ segir Hugleikur. Þá
datt honum í hug að gera bók þar sem
hann myndi hafa hundrað sinnum heimsendi
og einn slíkan á hverri síðu, „en þá fór ég
að ofhugsa hverja einustu hugmynd þannig
að það kom ekkert annað til greina en að
gera bókaflokk og þá með mismunandi
teiknara að hverri bók þannig að hún yrði
einstök útlitslega. Ég ætlaði svo ekki að
teikna sjálfur en útgefandi minn heimtaði að
ég myndi teikna fyrstu bókina og ég sé
ekki eftir því ég er mjög ánægður með að
hafa gert svo íburðarmikla spýtukallabók.“
Eins og nafn fyrstu bókarinnar ber með
sér sækir Opinberun innblástur í Opinber-
unarbók Biblíunnar og að sögn Hugleiks
var sú hugmynd ein af þeim fjölmörgu
heimsendahugmyndum sem hann velti fyrir
sér í upphafi. „Ég var lengi búinn að vera
með þá hugmynd í kollinum að geimverur
myndu framkvæma heimsendi en nota op-
inberunarbókina sem einskonar upp-
skriftabók og galdurinn var að reyna að
koma því í einhverskonar söguþráð. Ég sá
netmyndasögu þar sem einhver hafði gert
Pokemon-útgáfu af opinberunarbókinni og
las biblíuna til þess að staðfesta að þessi
Pokemon-saga hafi í raun og veru verið
skrifuð eftir henni og eftir það langaði mig
til að gera sögu líka með öllum þessum
skepnum og allri þessari sögu, hún er svo
risavaxin og súrrealísk og furðuleg.“
Eins og getið er komu tvær heimsenda-
bækur til viðbótar út á síðasta ári, ann-
arsvegar Ógæfa, sem Rán Flygenring teikn-
aði eftir handriti Hugleiks, og Ofan og
neðan, sem er í raun í tveimur hlutum, þar
sem Sigmundur B. Þorgeirsson og Lilja
Hlín Péturs teikna hvort sinn hlutann.
Hugleikur segir að sér hafi þótt tilvalið
að fá Rán Flygenring til að teikna Ógæfu,
enda hafi hún meðal annars fengist við að
teikna hversdagslega hluti í miðborg
Reykjavíkur „og þess vegna fannst mér það
passa svo vel í þessa sögu þar sem heim-
urinn sem endar í bókinni er miðborg
Reykjavíkur“. Eitt af því sem vekur athygli
við bókina er að Páll Óskar Hjálmtýsson er
í aðalhlutverki í henni en Hugleikur skýrir
það svo að hann hafi verið að hlusta á lag
með Páli Óskari og séð allt í einu fyrir sér
þar Pál Óskar að slátra uppvakningum. „Ég
hafði samband við hann og spurði hvort
hann væri til í að vera í aðalhlutverki í bók
og hann var til í það enda er hann mjög
hrifinn af hryllingssögum og þá sérstaklega
uppvakningum.“
Þriðja bókin í röðinni er svo Ofan og neð-
an sem þau teikna Sigmundur B. Þorgeirs-
son og Lilja Hlín Pétursdóttir. Hugleikur
segist hafa byrjað á að tala við Sigmund, en
hann hafi svo ákveðið á síðustu stundu að
ræða við Lilju líka, „enda passaði það svo
vel í konseptið að láta bókina skiptast í tvo
hluta. Svo passar það líka svo vel að Sig-
mundur er neðan, því hans saga er svo
þunglyndisleg, en Lilja ofan þar sem hún
segir frá stelpunni sem nennir ekki að
hanga heima hjá sér þrátt fyrir heimsendi.“
ÁFRAMHALD ENDIS
Áhugsamur um heimsendi
Hugleikur Dagsson er mjög áhugasamur um heimsendi og vinnur að bókaflokki þar sem hann er útfærður á ýmsa vegu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Á SÍÐASTA ÁRI KOMU ÚT TVÆR
TEIKNIMYNDASÖGUR SEM BYGGJ-
AST Á HANDRITUM HUGLEIKS
DAGSSONAR, ÓGÆFA OG OFAN
OG NEÐAN. ÞÆR ERU BÁÐAR Í
BÓKARÖÐ UM HEIMSENDI.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015
Bækur
Eftirlætisbók mín hefur mikla tilhneigingu til að vera sú bók
sem ég er upptekinn af akkúrat þá stundina en það er Salt-
arinn, svokallaður, öðru nafni Davíðssálm-
arnir í Gamla testamentinu. Ég er að
reyna að sjá í þeim merki um áhrifasögu
og er að spá í hvort byrjunin á Barni nátt-
úrunnar eftir Halldór Laxness frá 1919
geti verið undir áhrifum frá sálminum sem
Jesús vitnaði í á krossinum með orðunum
„Guð minn. Guð minn. Hví hefur þú yfir-
gefið mig?“
Í sálmi 22.7 segir „Ég er maðkur og ekki maður.“ En eins
og kunnugt er byrjar Barn náttúrunnar á orðunum: „Maðk-
ur! Aumlegi maðkur. Þarna liggurðu varnarlaus, þarna skríð-
urðu áfram með því að eingjast sundur og saman! Bíddu!
Bráðum traðka ég þig sundur með fætinum; traðka þig
sundur af því að ég er máttugri en þú, eins og drottinn,
þessi stóra almáttuga sál sem nýtur yndis af að sjá manns-
sálina skríða í duftinu fyrir fótum sér dálitla stund, en treð-
ur hana svo vonbráðar sundur.“
Svo hef ég verið að lesa Síraksbók en formálinn að þeirri
Apókrýfubók biblíunnar frá 180 fyrir Krist er stórmerki-
legur. Þar tjáir þýðandinn sig um starf sitt óvitandi um að
þannig slysast hann til að verða laumugestur í bók Guðs um
aldir. Ég hafði gaman af því að vitna í þetta spekirit við kon-
una mína og segja: „Sæll er sá sem hlýtur góða konu því að
tala ára hans mun tvöfaldast.“ Eftir þetta segist hún fíla
Sírak. Ég ætla því ekkert að segja henni að í honum stendur
líka: „Til konu á syndin rót sína að rekja, hennar vegna deyj-
um vér allir.“
BÆKUR Í UPPÁHALDI
BJARNI BJARNASON RITHÖFUNDUR
Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason er mjög upptekinn af Saltar-
anum, Davíðssálmunum í Gamla testamentinu.
Morgunblaðið/Kristinn