Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 64
SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2015
Flestir kannast orðið við Ármann Höskuldsson eldfjalla-
fræðing, enda hefur hann verið áberandi í fréttum af eld-
gosum og jarðhræringum undanfarin misseri. Færri
kannast líklega við Ármann Höskuldsson alþingismann en
þetta er einn og sami maðurinn. Ármann settist nefnilega í
tvígang á Alþingi sem varamaður veturinn 2001-02, fyrir
Framsóknarflokkinn. „Ég bjó í Vestmannaeyjum á þess-
um tíma og var varaþingmaður flokksins á Suðurlandi og
fór tvisvar inn á þing, fyrst haustið 2001 og svo aftur vorið
2002. Mig minnir að ég hafi leyst Guðna Ágústsson af
hólmi í fyrra skiptið en í það seinna var það Ísólfur Gylfi
Pálmason vinur minn sem ég leysti af. Guðni var þá ráð-
herra og eru það ekki yfirleitt þeir sem hleypa inn svona
gríslingum? Ísólfur lagðist hinsvegar í pest og fór á spít-
ala,“ segir Ármann.
Hann segir setuna á Alþingi hafa verið ánægjulega
reynslu. „Það var mjög gaman að kynnast því hvernig
okkar lýðræðislega samfélag virkar í reynd og ég lærði
heilmikið af þessu. Alþingi er vel skipulagður vinnustaður
og starfsfólkið gott. Ég á bara góðar minningar frá Al-
þingi. Þetta er reynsla sem flestir ættu að fá að njóta.“
Spurður hvort þingmaður blundi í honum svarar Ár-
mann sposkur: „Nei, ætli ég væri þá ekki á þingi. Held-
urðu það ekki?“ Að öllu gríni slepptu gerir hann ekki ráð
fyrir að bjóða sig fram aftur. „Ég er ánægður í því sem ég
er að gera. Það er gaman að fást við eldfjöllin og þau
vandamál sem þar koma upp. Fyrir þá glímu er ég búinn
að undirbúa mig stóran part ævinnar. Ætli ég haldi mig
ekki við það.“
Ármann er ánægður með flokkinn sinn í ríkisstjórn,
hann hafi gert vel við erfið skilyrði. „Við erum að fara upp
úr mjög djúpri lægð og vonandi fer að rofa til hjá okkur.
Ísland er vellauðugt samfélag, þegar allt kemur til alls.“
Tveir menn að nafni Ármann hafa setið á Alþingi frá
upphafi. Hinn er Ármann Kr. Ólafsson, núverandi bæjar-
stjóri í Kópavogi.
Samsett mynd
ELDFJALLAFRÆÐINGUR VIÐ AUSTURVÖLL
Ármann (sat) á Alþingi
Bréf frá lesendum hafa löngum
sett svip sinn á Morgunblaðið og
gefa oft og tíðum vísbendingu um
tíðarandann hverju sinni. Stund-
um botna þeir sem eldri eru ekkert
í þeim yngri. Og líklega öfugt.
Fyrir réttum þrjátíu árum, 22.
febrúar 1985, skrifar 2712-2299
(nafnnúmer viðkomandi, fyrir þá
sem ekki átta sig): „Ég get ekki
lengur orða bundist yfir íslensku
þjóðinni. Tökum t.d. börnin, í stað-
inn fyrir að fara í kirkju á sunnu-
dögum er nú farið á Duran Duran-
hátíð þar sem börnin eru hvött til
að taka sig saman og svindla popp-
lögum inn á vinsældalista og and-
varalaus börnin hlýða eins og ekk-
ert sé. Endar þetta ekki með því að
börnin fá hálsmen með myndum af
poppstjörnum í staðinn fyrir háls-
men með krossi, tákni Jesú Krists?
Og svo í sambandi við kvik-
myndamenningu íslendinga, þá
verð ég að segja að ég varð alveg
hlessa þegar ég frétti að aðeins
40.000 manns hefðu séð hina stór-
góðu mynd Hrafninn flýgur og
ættu Íslendingar að skammast sín
fyrir að sjá ekki sóma sinn í því að
sækja vel gerðar íslenskar myndir
en fara þess í stað á alls kyns
ómerkilegar sápuóperur frá út-
landinu.“
GAMLA FRÉTTIN
Hlessa á
þjóðinni
Frá tökum á kvikmyndinni Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Bréf-
ritari er undrandi á því hve íslenska þjóðin sýnir henni lítinn áhuga.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Phoebus kafteinn
Disneypersóna.
Reynir Lyngdal
kvikmyndaleikstjóri.
Charlie Hunnam
kvikmyndaleikari.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Borð. 90 x180cm. 119.900kr. Nú89.925kr.
Bekkur. 35 x170cm. 49.900kr. Nú37.425kr.
Vintage-borð og bekkur
Borðstofuborð. 100 x200cm. 119.900kr.
Nú89.925kr. Stóllmeð svörtu eðahvítu
leðurlíki. Fætur úr hvíttaðri eik. 19.900kr.
Nú14.925kr.
Mallorca-borð og Plump-stóll
Borðstofustóllmeð litaðri setu og krómfótum.
Einnig hægt að fámeðsvörtum fótum. 14.900kr.
Aros ny-borðstofustóll
Borðstofustóll úr gúmmívið. 14.900kr.
Nú11.175kr.
Asta-borðstofustóll
SPARAÐU
29.975
Vintage-borð
89.925
SPARAÐU
29.975
Mallorca-borð
89.925
SPARAÐU
3.725
Arosny-stóll
11.175
SPARAÐU
34.975
Bess-skenkur
104.925
SPARAÐU
3.725
Asta-stóll
11.175
Skenkurmeðþremur skúffumog tveimur
hurðum. 170 x43 x72cm. 139.900kr.
Nú104.925kr.
Bess-skenkur
25% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM* BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM
21. OG 22. FEBRÚAR
*Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum
Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa.