Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. M A R S 2 0 1 5
Stofnað 1913 61. tölublað 103. árgangur
SKAPANDI OG
SKEMMTILEG
ÍMARK-HÁTÍÐ VERK ÚR GLATKISTUNNI
SETJA UPP
BÍTLASÖNGLEIK
Í GARÐABÆ
KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR 38 LEIKFÉLAGIÐ VERÐANDI 1024 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra segist gera ráð fyrir því að
Evrópusambandið taki Ísland af lista
yfir umsóknarríki í kjölfar bréfs sem
hann afhenti fulltrúum sambandsins
á fundi í Evrópuför sinni í gær.
Segir þar að ríkisstjórnin hafi sam-
þykkt að hún hyggist ekki taka upp
aðildarviðræður við ESB á ný. „Það
er ljóst að lengra verður ekki haldið,“
sagði Gunnar Bragi og bætir því við
að farið sé fram á að ESB bregðist við
vilja ríkisstjórnarinnar.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður
að yfirlýsingin jafngildi afturköllun á
ESB-umsókn Íslands. „Það sem er
farið fram á af hálfu okkar … er að Ís-
land verði ekki lengur skilgreint sem
umsóknarríki. Ríki sem er ekki leng-
ur skilgreint sem umsóknarríki hlýt-
ur að þurfa að endurnýja umsókn sína
í framtíðinni.“
ESB á eftir að fara yfir bréfið
Morgunblaðið sendi stækkunar-
deild ESB fyrirspurn um hvort litið
væri svo á að yfirlýsingin jafngilti aft-
urköllun ESB-umsóknar Íslands. Þá
var spurt hvort ESB skilgreindi Ís-
land enn sem umsóknarríki.
Maja Kocijancic, talsmaður stækk-
unardeildar ESB, sagði að næstu
dagar yrðu nýttir til að greina yfirlýs-
inguna.
„Ég er næstum viss um að það mun
taka nokkra daga. Bréfið er langt og
við eigum eftir að greina efni þess í
samvinnu við hlutaðeigandi sam-
starfsaðila,“ sagði Kocijancic.
Svarið vekur athygli en á vef utan-
ríkisráðuneytisins segir „að ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um sendingu bréfs
til formennskuríkis ESB [hafi komið]
í framhaldi af umfangsmiklum sam-
skiptum íslenskra stjórnvalda og
ESB undanfarnar vikur“.
Jafngildir afturköllun
Utanríkisráðherra segir ESB-umsóknina komna á leiðarenda Formaður
Sjálfstæðisflokksins segir bréf til ESB fela í sér að umsóknin sé dregin til baka
MESB-málin á byrjunarreit »14
Ísland enn á listanum
» Á vef ESB eru listuð upp að-
ildarríki og umsóknarríki og
var Ísland enn á síðarnefnda
listanum í gærvöldi.
» Sótt var um aðild 2009.
Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýndi nýjustu
fatalínu sína á RFF, Reykjavík fashion festival, í
Vörðuskóla í gærkvöldi. Fyrirsæturnar voru
margar hverjar úrvalsdansarar sem stigu dans
við taktfasta tóna. Fullt var út úr dyrum. RFF er
haldið í sjötta sinn í ár en markmið RFF er að
markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fata-
hönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í
henni felast.
Stigu dans við taktfasta tóna í nýjum spjörum
Morgunblaðið/Golli
Verði frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um endurskoðendur
að lögum munu völd endurskoð-
endaráðs aukast frá því sem nú er,
þannig að ráðinu væri heimilt að
svipta endurskoðendur starfsrétt-
indum tímabundið, eða í allt að tólf
vikur.
Stefán Svavarsson, löggiltur end-
urskoðandi og fyrrverandi for-
stöðumaður náms í reikningshaldi
og endurskoðun við HÍ og HR, telur
að afturkalla eigi frumvarpið og
koma þessum málum í „vitrænan
farveg“. »12
Myndi auka völd
endurskoðendaráðs
Þýska orkufyrirtækið EAB New
Energy Group hefur verið í við-
ræðum við nokkur sveitarfélög hér
á landi með uppbyggingu á vind-
orkugarði í huga. Fulltrúar frá fyr-
irtækinu eru væntanlegir til lands-
ins eftir helgi til viðræðna við
Norðurþing og fleiri aðila.
Maurice Zschirp og Gerður
Pálmarsdóttir hafa verið fulltrúar
EAB hér á landi. Að þeirra sögn tel-
ur þýska fyrirtækið Ísland vera
mjög fýsilegan kost fyrir vindorku-
garða. »22
Skoða nokkra staði
undir vindorkuver
Mismunandi er
eftir sveitar-
félögum hversu
hátt hlutfall nem-
enda tók sam-
ræmdu prófin í
4., 7. og 10. bekk
síðasta haust og
óútskýrðar fjar-
vistir eru tíðar. Talsverður munur
er á meðaltalseinkunnum í sam-
ræmdum prófum eftir landshlutum
og sveitarfélögum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu Námsmatsstofnunar
um niðurstöður prófanna. Að með-
altali fá 20-22% nemenda stuðning í
samræmdu prófi og 5-6% nemenda
fá undanþágu frá próftöku. »16
5-6% fá undanþágu
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ein stærsta áskorunin í öldrunar-
málum í dag er að styðja fólk til
sjálfstæðrar búsetu. Ekki má láta
hugmyndina um að byggja fleiri
hjúkrunarrými yfirtaka allt annað
og varast ber að líta á núverandi
ástand í öldrunarmálum sem nátt-
úrulögmál. Þetta segir Pálmi V.
Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækn-
ingar á Landspítala - háskólasjúkra-
húsi.
Einn fremsti sérfræðingur heims
á sviði öldrunarlækninga í dag, dr.
Samir Sinha, yfirlæknir öldrunar-
lækninga og prófessor við lækna-
deildir Toronto-háskóla og John
Hopkins-háskóla, sótti Ísland nýver-
ið heim og lýsti yfir vilja til að vera
Íslendingum innan handar við
stefnumótun í öldrunarmálum.
Sinha hefur unnið að umbyltingu
þjónustu við eldra fólk í Toronto sem
hefur m.a. orðið til þess að sjúkra-
húsdvöl þar hefur styst og þeim hef-
ur fjölgað sem fara heim til sín að
sjúkrahúsvist lokinni í stað þess að
fara á hjúkrunarheimili.
Pálmi segir að eitt af því sem
Sinha hefur innleitt í öldrunarlækn-
ingum í Toronto sé samþætting
heimilislækna og heimahjúkrunar.
Þar er lögð áhersla á auknar vitjanir
heimilislækna til þeirra sem eru í
bráðastri þörf. Pálmi segir bága
stöðu heilsugæslunnar hér á landi
ákveðinn þröskuld, ætti að taka upp
áþekkt fyrirkomulag hér. Nú er
unnið að stofnun sérstaks öldr-
unarteymis á LSH. »4
Staða heilsugæslu er þröskuldur
Skoða fleiri möguleika í öldrunarmálum Erlendur sérfræðingur býður aðstoð
Morgunblaðið/Eggert
Búseta Ein stærsta áskorunin er að
styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu.
Stjórnarandstaðan er ósátt með
hvernig ríkisstjórnin stóð að til-
kynningu sinni til ESB í gær.
Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar,
segist ekki telja að ríkisstjórnin
hafi „stjórnskipunarlegt um-
boð“ til að gera þetta. „Ef þeir
vilja slíta þá skulu þeir hafa
hugrekki til að leggja þá spurn-
ingu fyrir þjóðina.“
Þá segir Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar, að
upplýsa þurfi Evrópusambandið
um að ríkisstjórnin hafi ekki
umboð til að afturkalla umsókn-
ina. »15
Ósátt við
yfirlýsinguna
STJÓRNARANDSTAÐAN