Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 4

Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Unnið er að stofnun sérstaks öldr- unarteymis á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi og hugmyndir eru um að koma þar upp svokallaðri aldursvænni bráðamóttöku. Ekki á að líta á núverandi þörf fyrir hjúkrunarrými sem einhvers kon- ar náttúrulögmál, því breytt nálg- un á öldrunarlækningar getur leitt til þess að fleiri aldraðir geta búið lengur heima. Þetta segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunar- lækninga á LSH. Einn fremsti sérfræðingur heims á sviði öldrunarlækninga í dag, dr. Samir Sinha, yfirlæknir öldrunarlækninga og prófessor við læknadeildir Torontoháskóla og John Hopkins-háskóla, sótti Ísland nýverið heim og lýsti yfir vilja til að vera Íslendingum innan handar við stefnumótun í öldrunarmálum. Svipuð staða hér og í Kanada Dr. Sinha hélt erindi á bráða- degi Landspítala í síðustu viku. Hann hefur unnið að umbyltingu þjónustu við eldra fólk á Mt. Sinai-sjúkrahúsinu í Toronto, m.a. með því að aðlaga bráðamóttökuna að þörfum aldraðra, en einnig með því að vinna með heimilislæknum og heimahjúkrun, sjúkraþjálfurum og fleirum á svæðinu að eflingu teymisvinnu og umönnun þeirra sem eru eldri og veikastir í heima- þjónustu. Þá var sett þar á stofn bráðaöldrunarlækningadeild. Þetta hefur m.a. orðið til þess að sjúkrahúsdvöl aldraðra í Toronto hefur styst og þeim hefur fjölgað sem fara heim til sín að sjúkra- húsvist lokinni í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Að sögn Pálma kom fram í er- indi Sinha að fyrir hvern dag sem aldraður einstaklingur liggur á bráðasjúkrahúsi þyrfti tvo daga í endurhæfingu og því útskrifaðist þriðjungur aldraðs fólks með sömu eða lakari færni en þegar það lagðist inn. Af þessu leiði langar sjúkrahúslegur, tíðar end- urinnlagnir og auknar líkur á dvöl á hjúkrunarheimili. Verði ekkert að gert muni heilbrigðiskostnaður þessa hóps vaxa þrefalt á næstu 20 árum í Kanada. „Það gæti líka gerst hérna, við erum ekkert öðruvísi en önnur vestræn samfélög,“ segir Pálmi. „Kanadíska þjóðfélagið og það ís- lenska eru svipuð hvað varðar samsetningu mannfjölda, þar er heildarfjöldi aldraðra 14% en hér er hann 13% og fjölgunin er svip- uð. Skipulag öldrunarþjónustu hefur verið áþekkt.“ Heilsugæslan þröskuldur Pálmi segir að eitt af því sem Sinha hefur innleitt í öldr- unarlækningum í Toronto sé sam- þætting heimilislækna og heima- hjúkrunar. Þar er lögð áhersla á auknar vitjanir heimilislækna til þeirra sem eru í bráðastri þörf. Spurður um hvort slíkt fyrir- komulag gæti komið til greina hér á landi segir Pálmi bága stöðu heilsugæslunnar vera ákveðinn þröskuld í þeim efnum. „Um 50% af læknum í Toronto eru heimilislæknar en hér er þetta hlutfall um 25%. Þar er strax á brattann að sækja. En það ætti að vera hægt að útfæra þetta öðru- vísi, t.d. að nokkrir heimilislæknar taki þetta að sér sem sérstakt verkefni í teymisvinnu með hjúkr- unarfræðingum og öldrunarlækn- um.“ Mikill hugur í fagfólki Hann segir að Sinha sé tilbúinn til að vera Íslendingum innan handar og veita aðstoð við stefnu- mótun í öldrunarmálum. „Það er mikill hugur í fagfólki á LSH að tileinka sér nýtt verklag og þessi heimsókn dr. Sinha bar með sér ferska vinda á fræðasviðinu. Nú er unnið að stofnun sérstaks öldr- unarteymis á LSH, sem við von- umst til að geti hafið störf 1. maí og við höfum áhuga á hugmynda- fræðinni að baki aldursvænni bráðamóttöku.“ Beðinn um að útskýra þetta nánar, segir Pálmi að sjúkrahús séu skipulögð fyrst og fremst með tilliti til einstakra sjúkdóma og viðfangsefna. „Þau eru ekki skipulögð í samræmi við raun- veruleika eldra fólks með flók- in veikindi. Þessu þarf að breyta.“ Hjúkrunarheimili ekki náttúrulögmál  Einn fremsti sérfræðingur heims í öldrunarlækningum vill veita íslenskum sjúkrahúsum ráðgjöf  Hvern dreymir um dvöl á hjúkrunarheimili? spyr yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala Sérfræðingur Dr. Samir Sinha, sem er einn helsti sérfræðingur heims í öldrunarmálum, lýsti yfir vilja til að vera Íslendingum innan handar. Pálmi segir að ein stærsta áskorunin í öldrunarmálum í dag sé að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu. „Við megum ekki láta hugmyndina um að byggja fleiri hjúkrunarrými yfirtaka allt ann- að. Sú hugsun er orðin útbreidd að það sé eitthvert línulegt sam- band á milli fjölda aldraðra og þarfarinnar fyrir hjúkrunarrými. Auðvitað þurfa margir á þeim að halda, en þau er aftur á móti ekki það sem allir vilja og við megum ekki líta á núverandi ástand sem náttúrulögmál. Hvern dreymir um dvöl á hjúkr- unarheimili?“ Pálmi segir að það muni kosta mikið áhlaup að breyta verklag- inu og það sé mikil áskorun. „Auðvitað ættum við að geta það eins og Kanadamenn. Til að það megi verða þurfa fleiri að koma að málum og það er alveg ljóst að meira fjármagn þarf í þætti eins og heimaþjón- ustu.“ Áhlaup og áskorun EKKI NÁTTÚRULÖGMÁL Pálmi V. Jónsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir álagningu dagvöruverslana á innfluttum land- búnaðarafurðum hafa aukist að undanförnu. Tilefnið er skýrsla Sam- keppniseftirlitsins þar sem meginnið- urstaðan er sú að dagvöruverslanir hafi ekki skilað gengisstyrkingu síð- ustu missera. „Þetta stað- festir margt af því sem ég sagði í setningarræðu Búnaðarþings. Þar sagði ég að margt benti til þess að dag- vöruverslunin hefði nokkurn hag af þessum inn- flutningi sjálf. Að mínu mati staðfestir skýrsla Samkeppniseftirlitsins það.“ Álagningin einfaldlega hærri „Það kom fram í síðustu skýrslu Samkeppniseftirlitsins að dagvöru- verslanir væru að taka inn aukna álagningu í gegnum innflutning. Að það væri þeirra hagur að flytja sem mest inn, enda væri álagning þeirra einfaldlega hærri [en af innlendum afurðum]. Ég setti þetta í samhengi við þann málflutning verslunarinnar að það sé mikið hagsmunamál fyrir neytendur að auka innflutning land- búnaðarvara. Þetta er að sjálfsögðu stórmál fyrir neytendur. Annað sem vekur athygli í skýrslunni er afkoma verslunarinnar. Endanlegir ársreikningar fyrir 2014 hafa ekki verið birtir. Það kem- ur hins vegar fram að meðalarðsemi eigin fjár sé 13% í Evrópu og 11% í Bandaríkjunum en 35-40% hér,“ seg- ir Sindri sem tekur fram að álagning á innlendum búvörum sé ekki há. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að misræmi væri milli þess sem sagt er um gengisstyrkingu og álagn- ingu og gagna í skýrslunni. Máli sínu til stuðnings benti Finnur á graf sem sýnir verðþróun frá 2006. Samkeppn- iseftirlitið bendir hins vegar á að verð á innfluttum vörum hafi ekki lækkað í takt við gengisstyrkingu síðustu ár. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, bendir á að í skýrslunni sé þróunin birt bæði mið- að við lengra og styttra tímabil. „Eins og við höfum áður sagt er ekkert einhlítt í þessu. Það er hins vegar ekki augljóst í okkar huga að fyrirtæki sem starfa á virkum sam- keppnismarkaði geti talið sig eiga eitthvað inni út af aðstæðum fyrir nokkrum árum. Benda má á að mörg þessara fyrirtækja hafa verið endur- skipulögð og skipt um eigendur.“ Bæði sölustigin rannsökuð Spurður út í það sjónarmið Jóns Björnssonar, forstjóra Kaupáss, að líklega jafn stór hluti álagn- ingar liggi í heildsölu og smá- sölu segir Páll að sjónarmiða verði aflað um álagninguna á báðum sölustigum. „Við erum að kalla eftir sjónarmiðum frá verslunum og birgjum og mun- um funda með þessum aðilum og grafast nánar fyrir um málið. Það verður að koma í ljós hvort það þurfi að fylgja þessu nánar eftir í framhaldinu.“ Auka álagningu innfluttra matvara  Formaður Bændasamtakanna segir dagvöruverslanir ekki hafa skilað gengisstyrkingu út í verðið  Forstjóri Samkeppniseftirlitsins boðar athugun á álagningu heildsala  Útkoma ráði framhaldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Vegur þungt Þróun matarverðs hefur áhrif á þróun kaupmáttar. Í tilefni af ummælum Jóns Björnssonar, forstjóra Krónunnar, leitaði Morgunblaðið til heildsala. Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, sagði gengis- breytingum skilað í heildsölu fé- lagsins. „Ölgerðin hefur alltaf fylgt sama kerfi til að koma gengisbreytingum til skila, hvort sem er til hækkunar eða lækk- unar. Þetta er mjög gagnsætt kerfi þar sem smásalar hafa get- að fylgst náið með öllum breyt- ingum. Hafi gengisbreytingar til lækkunar ekki skilað sér til neyt- enda, er við einhvern annan að sakast en Ölgerðina, það get ég fullyrt. Þá má líka geta þess að Öl- gerðin lækkaði verð á öllum vörum sínum 2. janúar sem nam lækkun á vörugjöld- um. Þetta átti við um all- ar framleiðsluvörur okkar sem og innflutningsvörur, óháð því hvort við áttum birgðir eða hefðum greitt af þeim vörugjöld áður.“ Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, segir gengisbreytingum skilað til neytenda. „Fyrir um ári voru kjarasamningar lausir og þá var biðlað til markaðarins að sýna stöðugleika, að hækka ekki vöru- verð þegar laun hækkuðu. ASÍ setti þá ákveðin fyrirtæki sem hækkuðu verð á svartan lista. Sumir af okkar erlendu birgjum hækkuðu verð í fyrra og í byrjun þessa árs. Á móti hefur gengi evru styrkst. Dollar og pund hafa hins vegar hækkað mikið. Við höfum sýnt stöðugleika í verð- lagningu,“ segir Magnús Óli. Það kemur fram í því að við höfum verið sein að hækka þegar evran hefur styrkst og líka sein að hækka þegar kostnaður eykst, m.a. út af launaskriði, eða verð- hækkunum erlendis frá. Það sem hefur áunnist með gengisþróun evru hefur jafnast út með öðrum gjaldmiðlum og kostnaði.“ Magnús R. Magnússon, fram- kvæmdastjóri heildverslunarinnar Garra, sem starfar á fyrirtækja- markaði, segir fyrirtækið eiga í harðri samkeppni og ekki hafa „efni á að sitja á gengismun“. „Við erum ekki að þjónusta smávörumarkaðinn og get ég ekki svarað fyrir hvernig menn haga sér á því sviði. Á okkar markaði skila breytingar á gengi sér til viðskiptavina að segja má jafn óðum,“ segir Magnús. Ari Fenger, forstjóri Nathan & Olsen, var erlendis í gær. Heildsalar segjast skila gengisbreytingum strax VIÐBRÖGÐ VIÐ UMMÆLUM FORSTJÓRA KAUPÁSS Sindri Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.