Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
✝ Hermann Norð-fjörð kennari
fæddist í Reykjavík
13. janúar 1951.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 5. mars
2015.
Foreldrar hans
voru Stella Gunnur
Sigurðardóttir, f.
21.1. 1920, d. 12.8
1998, og Axel Norð-
fjörð, f. 13.5. 1914, d. 12.11.
1979. Systkini Hermanns eru Jó-
hannes Norðfjörð, f. 1949, Ingi-
björg S. Norðfjörð, f. 1956 og
hálfbróðir samfeðra Þórir Ax-
elsson, f. 1936.
Börn Hermanns eru: 1) Stella
A. Norðfjörð, f. 1970, maki Leif-
ur Magnússon. Börn þeirra eru
f. 2008, og b) Ísabella Aurora, f.
2010. 5) Rakel Dögg Norðfjörð,
f. 1981, eiginmaður Daníel Karl
Pétursson. Sonur þeirra er
Sindri, f. 2005. 6) Kristín Mar-
grét Norðfjörð, f. 1996
Hermann ólst upp í Fossvog-
inum í Reykjavík og bjó lengstan
hluta ævinnar í Hafnarfirði.
Hann gekk í Breiðagerðisskóla
og Hagaskóla og síðan í Kenn-
araskóla Íslands. Hann starfaði
lengst af sem kennari, m.a. í
Lækjarskóla í Hafnarfirði, Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði og
Álftamýrarskóla. Hann starfaði
einnig nokkur ár í Blikksmiðju
Hafnarfjarðar og gerði út trill-
una Hafrenning frá Arnarstapa
á Snæfellsnesi. Hann var viðloð-
andi Sjónarhól á Arnarstapa frá
unglingsárum og bjó þar síðustu
æviár sín.
Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 13. mars
2015 kl. 13.
a) Magni Huginn, f.
2004 og b) Breki
Hlér, f. 2008. 2)
Lilja María Norð-
fjörð, f. 1973, eig-
inmaður Sigurður
Ingi Einarsson.
Börn þeirra eru a)
Einar Sigurður, f.
1993, b) Sunneva
Sól, f. 1999 , c) Ben-
óný Svanur, f. 2002
og d) Hermann
Friðrik, f. 2009. 3) Skúli Þor-
steinn Norðfjörð, f. 1976, eig-
inkona Ásta María Sverrisdóttir.
Börn þeirra eru a) Orri, f. 2008,
b) Hilmir Freyr, f. 2010 og c)
Sverrir Hrafn, f. 2013. 4) Axel
Finnur Norðfjörð, f. 1979, eig-
inkona Eva Rós Tómasdóttir.
Börn þeirra eru a) Ragnar Úlfur,
Elsku pabbi minn, ég vil
þakka þér fyrir allar ómetanlegu
minningarnar sem við áttum
saman. Það er svo óraunverulegt
að hugsa út í það að þú sért far-
inn, mér líður eins og að þú gæt-
ir bara verið fyrir vestan – þar
sem þér leið best, eitthvað að
dunda þér.
Það eru svo margar minning-
ar sem streyma í gegnum hug-
ann þegar ég hugsa til baka. All-
ar stundirnar sem við áttum
saman á Suðurgötunni, allir leið-
angrarnir, ferðirnar í grasagarð-
inn, óteljandi ísbíltúrar og heim-
sóknirnar til Ingibjargar. Ekki
má þó gleymi því besta – að vera
með þér fyrir vestan. Arnarstap-
inn verður ekki sami staðurinn
nú þegar þú ert farinn og það
verður skrýtið og tómlegt að
koma á Sjónarhólinn því að þú
verður ekki þar.
Pabbi kenndi mér margt en
það sem stendur upp úr er það
að kunna að meta litlu hlutina í
lífinu, hann sýndi mér það að
maður getur gert lífið að æv-
intýri. Pabbi minn var yndisleg-
ur maður í alla staði. Maður gat
talað við hann um allt milli him-
ins og jarðar og hann hafði alltaf
eitthvað áhugavert að segja. Þó
svo að við gætum talað enda-
laust þá þurfti maður oft ekki
orð, það eina sem hann þurfti að
gera var að horfa á mann og
hann vissi nákvæmlega hvernig
manni leið eða hvað maður var
að hugsa. Það var aldrei langt í
hlátur eða stríðnisglott hjá
pabba, þó var hann nokkuð ró-
legur og yfirvegaður maður.
Ég get ekki útskýrt með orð-
um hversu einstakur pabbi minn
var, þeir sem þekktu hann vel
vita hvað ég á við en jafn áhuga-
verðan mann er erfitt að finna!
Hann grínaðist stundum með
það að hann væri algjör furðu-
fugl og ef að það að vera eins og
pabbi kallast að vera furðufugl,
þá vildi ég að það væru miklu
fleiri furðufuglar í heiminum.
Ég hefði gefið allt fyrir að
hafa átt þig aðeins lengur, ég
átti eftir að segja þér svo margt
og búa til svo miklu, miklu fleiri
minningar með þér. Ég hélt allt-
af að þú myndir ná að sjá mig
verða fullorðna – þó að 18 ára
manneskja sé talin fullorðin þá
var ég samt og er ennþá litla
stelpan þín.
Þú barðist eins og hetja í
veikindum þínum og ég vil
meina að þrjóskan og ákveðnin í
þér hafi komið þér svona langt.
Minning þín mun lifa að eilífu
í hjarta mínu, ég mun hugsa til
þín á hverjum degi og ég veit að
þú munt líka hugsa til mín það-
an sem þú ert. Ég ætla ekki að
kveðja, heldur segja sjáumst aft-
ur seinna því að ég veit að ég
mun hitta þig aftur, hvenær sem
það verður, elsku pabbi minn.
Litla stóra stelpan þín,
Kristín.
Heiðblár himinn opnast yfir
Jökli, stöku ský á lofti. Fuglar
hringsóla, kría gargar. Sjónar-
hólsbóndinn stendur úti og rýnir
í náttúruna. Lítur til jökuls og
hafs, kemur svo inn í eldhús og
lýsir veðurútliti dagsins.
Veðurspár bóndans voru
nokkuð traustar en ekki endi-
lega samhljóða opinberum spám
enda rúmast, eins og svo oft
kom í ljós, veðrabrigði á Arn-
arstapa ekki í hefðbundnum
spálíkönum. Það var ýmislegt
fleira varðandi þessa paradís
undir Jökli sem ekki stýrðist af
hefðbundnum lögmálum. Eftir
því sem maður dvaldi lengur á
staðnum skildi maður betur
kraftana sem voru þar að verki.
Hermann Sjónarhólsbóndi
þekkti þá og gat sagt frá mörg-
um dæmum um áhrif náttúrunn-
ar undir Jökli á mannfólkið.
Fyrst þótti manni ólíkindablær
yfir þessum frásögnum. Síðar
skildi maður hvað við var átt.
Hermann lét tortryggni rök-
hyggjumannsins lítið á sig fá.
Hann tók líka öllum eins og þeir
komu fyrir. Trúði á jákvæðni og
það góða í manninum. Hafði lært
af reynslu sinni sem kennari að
það bjó gott í öllum og að allir
ættu að fá sín tækifæri. Bjó yfir
gríðarlegri þolinmæði gagnvart
þeim sem rákust illa í hinu hefð-
bundna og upphugsaði aðferðir
til þess að draga fram styrkleika
einstaklingsins frekar en að
eyða tíma í að dæma.
Sjónarhólsbóndinn var nefni-
lega heimspekingur, minnti mig
stundum á Stóuspekingana. Á
Sjónarhóli voru umræðuefnin
fjölbreytt. Heimspeki, trúmál,
talnaspeki og uppeldismál í
bland við sögur af mannlífinu.
Hermann náði sérlega vel til
barna. Synir mínir eiga ljúfar
minningar um afa sem ávallt gaf
sér tíma til að ræða við þá, fór
með þeim í náttúrurannsóknar-
ferðir og kenndi þeim leiki sem
lítill snáði hafði lært í Fossvog-
inum forðum daga.
Hermann stundaði garðyrkju
og trjárækt á Sjónarhóli og náði
með elju og þolinmæði að koma
upp ýmiss konar gróðri sem áð-
ur hafði verið talið ómögulegt á
þessum hrjóstruga stað. Skjól-
belti úr harðgerum tegundum
skýldu viðkvæmari plöntum sem
náðu að dafna og þannig fjölgaði
sífellt í flórunni.
Hermann og konan mín fóru
iðulega í langa gróðurgöngutúra
um lóðina í heimsóknum okkar á
Arnarstapa enda var ræktun
sameiginlegt áhugamál þeirra
feðgina. Eitthvert sinnið fáraðist
ég yfir þessari, að mínu mati,
undarlega þráhyggju að halda
lífi í smáblómum á berangri fyr-
ir opnum sjó. Hermann svaraði
eins og honum var lagið á stóísk-
an hátt: „Leifur, þú skilur þetta
þegar þú ferð að nálgast mold-
ina.“
Hermann nálgaðist moldina
fullhratt en fékk samt nokkurn
fyrirvara. Hann vann skipulega í
ýmsum málum sem hann vildi
klára og setti sér markmið.
Hann var ákveðinn í að Rakel
dóttir hans skyldi giftast Daníel
sambýlismanni sínum sem og
varð og var brúðkaup haldið á
Sjónarhóli síðastliðið sumar sem
verður lengi í minnum haft.
Það eru engar ýkjur að segja
að Hermann hafi notað sína síð-
ustu krafta í að heimsækja stað-
inn sem hann unni mest því eftir
að hafa eytt jólum með okkur
var hann fyrirvaralaust rokinn
af stað út í ófærð og óveður
vestur á Snæfellsnes.
Þaðan sneri hann aftur á nýju
ári en átti ekki afturkvæmt og
lést eftir stutta sjúkralegu á
Landspítalanum hinn 5. mars
síðastliðinn.
Sjónarhólsbóndinn er genginn
en þau fræ sem hann sáði síð-
asta sumar munu skjóta upp
kolli í vor rétt eins og fræin sem
sáð var í huga okkar allra sem
vorum svo lánsöm að þekkja
hann.
Blessuð sé minning Her-
manns Norðfjörð.
Leifur Magnússon.
Elsku bróðir, nú ertu farinn
um aldur fram og á ég eftir að
sakna þín.
Margar minningar koma upp í
hugann, þó sérstaklega úr Foss-
voginum þar sem við ólumst upp
saman. Þar var lífið svo ljúft og
eftir á að hyggja voru það for-
réttindi. Við vorum umvafðir
náttúrunni og þetta var sveit
með gróðri, búskap og góðu
fólki.
Þegar við fórum út að leika
okkur gleymdum við oft stað og
stund, þarna var skógræktin,
búfénaður, Lundur, Borgarspít-
alinn í byggingu og Nauthólsvík
skammt undan.
Móðir okkar var oft að leita
að okkur en hún var hugmynda-
rík kona og lét okkur hafa vekj-
araklukku sem var í kassa með
tímasetningu. Þegar klukkan
hringdi áttum við að fara heim.
En stundum í ærslagangi dags-
ins fór það oft úrskeiðis, en hún
fyrirgaf okkur alltaf.
En Hemmi, ein uppástungan
þín um hanann var góð, við vor-
um nefnilega með hænsnabú og
kraftmikinn hana. Við dáleiddum
oft hænurnar og höfðum gaman
af. Í eitt skiptið tókum við han-
ann í dáleiðslu og settum upp í
hann Camel filterslausa, sem við
náðum af pabba og kveiktum í.
Umsjónarmaður hænsnabúsins
opnaði dyrnar og haninn mætti
honum í Camel-reykskýi. Hann
trúði ekki sínum eigin augum,
það glóði vel í Camelnum. Þetta
hefði verið flott auglýsing fyrir
Camel. Svo heyrðist hrópað
„strákahvolpar, hvar eruð þið!“
Þetta var smá minningarbrot um
þig, en þau eru ansi mörg.
Ungur kláraði Hermann
kennaranám, hann gerði síðan
kennslu að ævistarfi sínu. Skóla-
starf Hermanns var stundum
erfitt, þungir bekkir sem hann
kenndi en hann hafði þá náð-
argáfu að vera einn af hópnum
og gera þungt létt. Hann náði
mjög góðum árangri með börn-
unum og bekkir sem voru neðst-
ir þegar hann tók við þeim urðu
oftast efstir. Var hann mjög vel
liðinn sem kennari og mjög far-
sæll í starfi.
Hermann keypti hús á Arn-
arstapa á Snæfellsnesi sem hann
var í öllum stundum, vetur sem
sumar þegar hann gat.
En seinni árinn fékk hann
mikinn áhuga á skógrækt, plant-
aði miklu magni af stiklingum á
landareign sinni og útbjó skjól-
belti, enda jókst smáfuglakoma í
garðinn til hans.
Svo útbjó hann sér sjö holu
golfvöll og sló oft kúlu.
Hermann hafði þá náðargáfu
að vera góður penni og sögu-
maður, hann var einnig minn-
ugur mjög. Skráði hann þrjár
bækur um lífið í Fossvogi og
prakkarastrik sem gerðust þar.
Hafa börn og barnabörn lesið
sér það til gamans og vinir og
vandamenn fengið eintök.
Hermann var ættfróður og
fræddi okkur oft um það sem við
vissum ekki.
Hermann veiktist alvarlega
fyrir fimm árum, hætti hann þá
störfum og fór að huga að húsi
sínu á Arnarstapa. Var hann öll-
um stundum að hlúa að húsi, úti-
húsi og gróðri og því sem hann
gat hverju sinni. Fór hann oft
veikur, því hugurinn bar hann
oft lengra en heilsan leyfði. Þeg-
ar við spurðum hvernig heilsan
væri, þá var hún alltaf góð, það
er ekkert að. Þegar hann lagðist
á Landspítalann í síðasta skipti
var hann bara að hlaða batteríið
því hann ætlaði aftur vestur.
Kæri bróðir, megi góður guð
alltaf vera með þér.
Við Sólrún og fjölskylda okk-
ar sendum börnum og barna-
börnum þínum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jóhannes Norðfjörð.
Hermann Norðfjörð HINSTA KVEÐJA
Elsku Hemmi frændi,
það er sárt að þurfa að
kveðja þig svona snemma,
en ég mun heimsækja þig
reglulega vestur á Snæ-
fellsnes þar sem þú verður
alltaf í mínum huga á
Sjónarhólnum. Þaðan á ég
margar skemmtilegar
minningar um þig, þar er
mikil gleði og alltaf sól og
sumar.
Hvíl í friði, elsku
Hemmi, og megi guð alltaf
vera með þér.
Við sendum börnum þín-
um og barnabörnum okkar
innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Heiða Björk, Andrew
og Eva María.
✝ Friðrik Krist-jánsson fædd-
ist á Norðurhvoli í
Mýrdal 26. október
1932. Hann lést 24.
febrúar 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Bjarnason, f. 9.
maí 1901, d. 13.
júní 1983, og Krist-
ín Friðriksdóttir, f.
4. maí 1910, d. 23.
október 2009. Systkini Friðriks
eru Bjarni, f. 1929, Elínborg, f.
1930, Ester, f. 1931, Magnús, f.
1938, Þórarinn, f. 1945, Sigríð-
ur, f. 1946, og Sigurður, f. 1951.
riks eru fimm.
Friðrik ólst upp á Norð-
urhvoli í Mýrdal. Ungur var
hann farinn að fara á vertíðir til
Eyja. Hann fór einnig til Sví-
þjóðar um hríð og vann þar ýmis
störf. Síðan lærði hann rafvirkj-
un hjá Sigurði Bjarnasyni og
vann hjá honum þar til hann fór
af stað með eigin atvinnurekst-
ur sem rafverktaki og vann sem
slíkur lengst af. Síðustu árin á
vinnumarkaðnum vann hann hjá
Sláturfélagi Suðurlands og síð-
an hjá Símanum.
Útför Friðriks fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 13. mars
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Árið 1958 kvænt-
ist Friðrik Auði Sig-
urðardóttur, f. í
Reykjavík 20. októ-
ber 1933, d. 12. apr-
íl 2014. Synir þeirra
eru: 1) Ívar, f. 1959,
maki Lóa Sigurð-
ardóttir, börn
þeirra eru Elías
Rúnar, Auður
Kristel og Ívar
Andri. 2) Logi, f.
1962, maki Sigrún Elíasdóttir,
börn þeirra eru Friðrik Máni og
Halla. 3) Kári, f. 1972, dætur
hans eru Elín Andrea og Aníta
Karen. Barnabarnabörn Frið-
Faðir minn var alla tíð traust-
ur og hjartahlýr og auðvelt að
leita til hans með ýmis mál. Hann
var duglegur vinnuþjarkur á
yngri árum. Ég man eftir for-
síðumynd í Lesbók Moggans á
sínum tíma sem sýndi mynd af
því þegar Fossvogurinn var í
byggingu. Eina húsið sem búið
var að rífa niður stillansa af var
Giljaland 11, heimili okkar, sem
foreldrar mínir byggðu.
Ætli elstu minningarnar mín-
ar með honum séu ekki þegar
hann lagði sig í stofusófann og ég
kom á eftir og lagðist í „holuna“
eins og ég kallaði það ofan á hann
með stuðning af sófabakinu,
þetta tilheyrði eftir helgarsteik-
ina, hætti því ekki fyrr en það var
ekki lengur pláss fyrir okkur
báða. Hugsanlega eru þó fyrstu
minningarnar sundferðirnar,
hann kom heim eftir vinnu og fór
með mig í sund. Lét mig synda
yfir Laugardalslaugina með kúta
og þegar ég þreyttist fékk ég að
halda utan um hálsinn á honum á
meðan hann synti.
Það fór ekki mikið fyrir pabba
en hann var skemmtilegur og
hlýr maður og ég naut nærveru
hans. Án þess að skipta sér neitt
af skólagöngu minni eða annarra
þá byrjuðum við bræðurnir allir
að læra rafvirkjun eins og hann.
Honum tókst að vekja áhuga
barna sinna á öllum sínum
áhugamálum, sundi, veiði, ferða-
lögum og brids hjá sumum. Utan
fjölskyldunnar þekkti ég ekki
marga sem spiluðu brids, þannig
fjaraði spilamennskan smám
saman út eftir að sagnakerfið
gleymdist eftir jól og páska. For-
eldrar mínir höfðu mikinn áhuga
á að fjölskyldan hefði sameigin-
leg áhugamál og gerðu hluti sam-
an. Ágætt dæmi um það er
hvernig pabbi hagaði bílakaup-
um sínum. Hann fékk sér Eco-
noline sem var óspart notaður, já
12 manna bíll fyrir fjölskyldu
sem var lengi 12 manns og bekkir
teknir út og rúm sett inn eftir til-
efni ferðalaga. Ætli pabbi hafi
ekki verið að nálgast sextugt
þegar skíðabaktería reið yfir fjöl-
skylduna, pabbi hefur líklega tal-
ið sig of gamlan þá til að byrja
stunda þá iðju. Í staðinn tók hann
að sér að geyma allan skíðaút-
búnað fjölskyldunnar í bílskúrn-
um sem hann hafði haft fyrir sig,
þannig sá hann til þess að öll fjöl-
skyldan hittist í Giljalandinu um
helgar. Sótti sinn útbúnað og
setti í Econoline-inn og fór á hon-
um á skíði. Eftir að ég var orðinn
tvítugur var aldrei vandamál að
fá hann lánaðan ef bræður mínir
höfðu ekki beðið um hann fyrir
sína fjölskyldu, honum fannst
þeir eiga að njóta forgangs þar
sem ég átti þá ekki börn.
Er líða fór að hausti hélt hann
okkur bræðrunum við efnið,
spurði hvort við værum búnir að
plana einhverja veiði, hvert ætti
að fara o.s.frv. Hann hafði bílinn
til og svo var farið eitthvað upp á
hálendi. Pabbi var hvatamaður
að mörgum ferðalögum fjöl-
skyldunnar innanlands og utan.
Seinustu árin var pabbi ekki
heilsuhraustur en rólfær. Hann
var nýfluttur á Grund og kunni
vel við sig þar. Daginn áður en
hann lést vorum við Aníta dóttir
mín í heimsókn hjá honum á
Grund og lá vel á honum en um
kvöldið veiktist hann, var sendur
á spítalann um kvöldið og lést
rúmum sólarhring síðar.
Ég kveð pabba með söknuði
en líka þakklæti fyrir þær stund-
ir sem ég og dætur mínar höfum
átt með honum.
Kári Friðriksson.
Friðrik Kristjánsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEIR HJARTARSON
fyrrum bóndi,
lést á Landspítalanum 17. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
.
Hjörtur Geirsson,
Gústaf Valdimar Geirsson, Lisa Luchi,
Sigurður Árni Geirsson, Kristín G. Guðmundsdóttir,
Margrét Geirsdóttir, Stefán Georgsson,
Geir Þór Geirsson, B. Heiða Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.