Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 24

Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 24
Nú þegar jarð- bönn eru geta smáfuglarnir átt erfitt upp- dráttar. Afkoma þeirra gæti ver- ið háð mat- argjöfum frá mannfólkinu. Það er gust- ukaverk að fóðra þessi grey, en gæta þarf að því að það sé gert á „kattheldum“ stöðum. Þarfir smáfuglanna eru mis- jafnar en flestir eiga þeir það sam- eiginlegt að þurfa á mikilli orku að halda og því er alls konar feitmeti æskilegt, auk brauðmetis og korns. Fuglarnir velja sér svo úr mat- argjöfunum það sem þeim hentar best. Skógarþrestir og svartþrestir eru t.d. mjög sólgnir í epli og per- ur. Ágætt er að skera ávextina í tvennt og þræða þá upp á trjá- greinar, þar sem þeir geta naslað í þá úr öruggri hæð. Fuglarnir venj- ast ákveðnum stöðum og með tím- anum sækja þeir í staðina þar sem þeim er gefið. Þeir eru margir sem vilja fóðra krumma yfir harðasta tímann, en gæta þarf að því að það sé gert ut- an almannafæris því alltaf eru ein- hver óþrif eftir svo stóra fugla. Þá er líka vert að huga að því að sé um myndarlegar matargjafir að ræða eru töluverðar líkur á því að mávar og aðrir sjófuglar sæki í matargjaf- irnar, en þeir geta verið ansi hvim- leiðir inni í þéttbýli og iðulega mjög aðgangsharðir við smáfuglana. Fuglavinur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Eru fiðruðu vinir okkar svangir? Lífsbarátta Barist um bestu bitana. Sem nemandi í tóm- stunda- og félags- málafræði við Háskóla Íslands fékk höfundur þessarar greinar það verkefni að kynna sér málefni sem varðað gæti unglinga og ljá þeim málefnum rödd. Sem starfsmaður í sértæku frístund- astarfi hefur höfundur oft velt fyrir sér þeirri spurningu: „Erum við að veita unglingum í sértæku frí- stundastarfi svipuð tækifæri og unglingar úr hinu ósértæka starfi fá?“ Ávinningur þess að fá að stunda frístundastarf er margþættur og er algjörlega óháður því hvort við- komandi sé með fötlun eða ekki. Mikilvægi frístundastarfs liggur í því að það leiðir saman einstakl- inga, stuðlar að myndun virkra samskipta milli einstaklinga og það gefur unga fólkinu tækifæri til að fá að sinna hinum ýmsu verkefnum með lýðræðislegum háttum, sem sagt að ungmenni fá að ljá rödd sína og fá að taka þátt í skipulagningu á því frístundastarfi sem þau hafa kost á að stunda. Frístundastarf reynir að stuðla að auknum þroska, bætir félagslegan þroska og getur eflt sjálfsmynd einstaklings á jákvæð- an hátt. Frístundastarf er vettvangur óformlegs náms, þar sem viðkomandi lærir eitthvað nýtt með því að fá að framkvæma (Learning by doing), til dæmis fær einstaklingur æfingu í félagslegum samskiptum með því að vera í samskiptum við annað fólk. Í félagsmiðstöð í ósértæku starfi er jafnan reynt að fara í skíða- ferðalag einu sinni á ári. Ber að nefna það að fatlaðir einstaklingar geta leitað meðal annars til Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra og Íþróttasambands fatlaðra og feng- ið þar að láni sérstakan hjólastól sem hægt er að setja skíði undir og er hannaður til útiveru, endur- gjaldslaust. Myndi maður því ætla að þetta væri tækifæri til að nýta til þess að fara með unglinga í sér- tæku starfi í skíðaferðalag og leyfa þeim að upplifa það að fá að fara á skíði með jafnöldrum og reyna að veita þeim svipuð tækifæri og bjóð- ast í ósértæka starfinu. Því miður er svo ekki, því að í sértæku frístundastarfi er ekki óal- gengt að það sé einn starfsmaður á einstakling og til þess að fara með unglinga í sértæku starfi í skíða- ferð, yfir nótt, þá þyrfti ef til vil 1-2 starfsmenn fyrir hvern ungling og þar með farið að kosta talsvert mikið meira heldur en skíðaferð í ósértæku starfi og er „Hvar á að fá fjármagn?“ það svar sem búast má við þegar um þetta er rætt. Sama saga er um gistinætur. Frístund- astarf sértækra félagsmiðstöðva fer mestmegnis fram á dagvinnu- tíma á virkum dögum, frá því skóla lýkur til kl. 17 og eru unglingarnir þá sóttir, eins og frístundaheimili. Það kemur fyrir að einu sinni í viku er kvöldviðburður en það er ekki fastur liður. Kvöldopnun í ósér- tækri félagsmiðstöð er 2-3 sinnum í viku, unglingarnir geta leitað þangað til þess að hitta jafnaldra. Félagsmiðstöð er kjörinn staður fyrir þá sem ekki eru sterkir fé- lagslega, vinafáir, þeir geta leitað þangað 2-3 í viku þegar þeir eru einmana og hafa ekkert að gera. Í sértæku starfi þá er boðið upp á starfsemi eftir kl. 17 einu sinni til fjórum sinnum í mánuði. Það er þá bara einu til fjórum sinnum í mán- uði sem þessir unglingar fá að upp- lifa eitthvað sem svipar til ósér- tæka starfsins, böll, bíó, opið hús. Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eru í gildi hérna á Íslandi og segir hér samkvæmt 23. gr.: 23. gr. 3. Með tilliti til hinna sér- stöku þarfa fatlaðs barns skal að- stoð samkvæmt 2. tölul. þessarar greinar veitt ókeypis þegar unnt er, með hliðsjón af efnahag for- eldra eða annarra sem hafa á hendi umönnun þess, og skal hún miðuð við að tryggt sé að fatlaða barnið hafi í raun aðgang að og njóti menntunar, þjálfunar, heilbrigð- isþjónustu, endurhæfingar, starfs- undirbúnings og möguleika til tóm- stundaiðju, þannig að stuðlað sé að sem allra mestri félagslegri aðlög- un og þroska þess, þar á meðal í menningarlegum og andlegum efn- um. Þingskjal 1045, 141. löggjafar- þing 155. mál: samningur Samein- uðu þjóðanna um réttindi barnsins (staðfesting barnasáttmála). Lög nr. 19 6. mars 2013. Í þessum lögum sem tóku gildi 6. mars 2013 segir að aðildarríkið á að tryggja það að fötluð börn hafi aðgang að og hafi möguleika til tómstundaiðju, þannig að stuðlað sé að sem allra mestri félagslegri aðlögun og þroska þess, þar á með- al í menningarlegum og andlegum efnum. Í samningi þessum merkir barn hvern þann einstakling sem ekki hefur náð 18 ára aldri, nema hann nái fyrr lögræðisaldri sam- kvæmt lögum þeim sem hann lýt- ur. Ekki er hægt að segja að ekki sé verið að framfylgja þessum lögum, en erum við að stuðla að sem allra mestri félagslegri aðlögun og þroska unglinganna ef við tökum af þeim tækifæri til þess að hljóta ávinning og lífsreynslu af því að fá að upplifa ferðalög og aukna sam- veru með jafningjum, vegna þess „að það er of kostnaðarsamt“, þetta eru hlutir sem eru sjálfsagðir í ósértækum félagsmiðstöðvum en „of kostnaðarsamir“ þegar kemur að sértæku félagsmiðstöðvunum. Veitir sértækt frístundastarf sömu tækifæri og frístundastarf ófatlaðra? Eftir Símon Þorkel Símonarson Olsen » Ávinningur þess að fá að stunda frí- stundastarf er marg- þættur og er algjörlega óháður því hvort við- komandi sé með fötlun eða ekki. Símon Þorkell Símonarson Olsen Höfundur er annars árs nemi á tóm- stunda- og félagsmálafræðibraut við Háskóla Íslands og frístundaleiðbein- andi með umsjón. 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.