Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 ✝ Svava Friðjóns-dóttir fæddist á Akureyri 22. maí 1927. Hún lést 3. mars 2015 á hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð á Ak- ureyri. Foreldrar henn- ar voru Jóna Jó- hanna Jónsdóttir, f. 24. desember 1898, d. 11. janúar 1929, og Friðjón Guðmundsson, f. 13. maí 1897, d. 11. september 1959. Fósturforeldrar Svövu voru Guðrún Emelía Sigurgeirsdóttir, f. 7. október 1885, d. 7. nóv- ember 1973, og Árni Sigurðsson, f. 24. desember 1875, d. 25. maí 1947. Alsystur Svövu voru Krist- ín Margrét, f. 1921, d. 2010, og Svava, f. 1924, d. 1925. Hálf- systkini Svövu, samfeðra voru: Hildur, f. 1930, Hulda Dóra, f. 1932, d. 1998, Marinó Sigurvin, f. 1933, d. 2013, og Erla, f. 1935. Fóstursystir hennar var Jónína Helga Skaftadóttir, f. 1907, d 1989. Svava giftist 8. nóvember Tryggvason, f. 3. ágúst 1955. Fyrri maður var Einar Guð- mann, f. 20. október 1966. 8) Sig- urður Torfi, f. 10. janúar 1969, eiginkona Ragnhildur Sigurð- ardóttir, f. 26. apríl 1966. Barna- börnin eru 28 og lang- ömmubörnin 16. Svava ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum á Akureyri. Hún gekk þar í barnaskóla og fór síð- ar í Húsmæðraskólann á Ak- ureyri. Ung fór hún að vinna á saumastofu og var alla tíð mikil handverks- og hannyrðakona. Árið 1953 fluttist Svava að Torfufelli í Eyjafirði þar sem hún rak myndarbú með eig- inmanni sínum. Heimilið var ætíð mannmargt og um tíma ráku þau ferðaþjónustu. Árið 1989 brugðu þau búi og fluttu á Bjarmastíg 7 á Akureyri. Þá var hún farin að vinna á Hótel KEA en síðar vann hún í Barnaskóla Akureyrar og líkaði vel. Svava var virk í félagsmálum, s.s. kven- félagi og kórum í sveitinni og eftir að hún flutti til Akureyrar tók hún þátt í félagsstarfi aldr- aðra. Árið 2010 fluttu þau hjón á dvalarheimili aldraðra í Kjarna- lundi og tveimur árum síðar á hjúkrunarheimilið Lögmanns- hlíð þar sem hún lést. Útför Svövu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 13. mars 2015, kl. 13.30. 1953 eftirlifandi manni sínum, Sig- urði Jósefssyni, f. 21. september 1927. Þau eignuðust átta börn: 1) Guðrún, f. 9. júlí 1954, eig- inmaður Loftur Gunnar Sigvalda- son, f. 12. október 1951. 2) Jósef Lilj- endal, f. 14. nóv- ember 1955, d. 14. mars 1985. Hans kona var Soffía Árnadóttir, f. 4. september 1955. Þau skildu. 3) Árni Sigurðsson, f. 2. desember 1956, maki Björg Brynjólfsdóttir, f. 9. október 1954. Fyrri kona Árna var Hild- ur Sigurðardóttir, f. 16. mars 1958. 4) Jón Hlynur, f. 24. sept- ember 1958, eiginkona Sigríður Steinbjörnsdóttir, f. 25. desem- ber 1960. 5) Bjarney, f. 30. des- ember 1960, eiginmaður Pétur Halldór Ágústsson, f. 3. sept- ember 1959. 6) Sigrún Lilja, f. 12. febrúar 1964, eiginmaður Guðbergur Einar Svanbergsson, f. 2. ágúst 1961. 7) Hólmfríður, f. 8. september 1966, maki Haukur Kveðja til mömmu. Þegar ég hugsa heim á fornar slóðir, þá hópast að mér minningar og ljóð. En best af öllu man ég það þó, móðir, hve mild þú varst og börnum þínum góð. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Hvenær sem barn þitt fer úr föðurgarði fylgir því alltaf móðurhugur þinn. Hann var sú bjarta brynja sem mig varði, minn besti skjöldur, verndarengill minn. Hann flýgur víða, vakir, er þú sefur. Hann veit, hvað mig á ferðum mínum tefur, við syðsta haf og ysta ál. Hann skiptir aldrei skapi, fyrirgefur, og skilur hjartans þagnarmál. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Ísland mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Elsku mamma. Þú umvafðir okkur börnin þín og fjölskyldur með kærleika og ást og varst allt- af til staðar fyrir okkur öll. Við varðveitum í hjörtum okk- ar allar fallegu minningarnar sem við eigum um þig sem alltaf varst svo hjartahlý, ljúf og góð. Takk fyrir allt og allt, hvíl þú í friði. Börnin þín – Guðrún, Árni, Jón Hlynur, Bjarney, Sigrún Lilja, Hólmfríður, Sigurður Torfi og fjölskyldur. Svo kærleiksrík og öllum góð. Alltaf hlý sem sólar glóð. Brosið svo skært sem öllum var fært sama á hverju stóð. Svo falleg og svo tær. Með augun sín björt og skær. Svo auðvelt að treysta einskis að freista því hún var öllum svo kær. Með tignarlegum sjarma lýsti hún heiminn með bjarma. Í hlýju ömmu fangi kúrði lítill angi. Honum helgaði hún sína arma. Svo sárt og svo mikill sviði. Hugur minn allur á iði. En hún býr í okkar hjörtum heldur þeim björtum og hvílir í eilífum friði. (H.Ó.P) Elsku amma mín, þú sýndir svo sannarlega hvað það er að elska. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Þín verður sárt saknað. Þín Heiðdís Ósk. Minningarnar streyma um huga okkar, ylja okkur um hjarta og bros færist yfir. Þannig var amma Svava, góð, glöð og bros- andi. Hún var engill í manns- mynd, hjarta hennar var svo stórt að nóg var til handa öllum. Amma sá það góða í fólki og mátti ekkert aumt sjá án þess að hjálpa á einhvern hátt. Hvort sem það voru ættingjar, vinir eða ókunnugir ferðamenn á leið sinni um landið. Amma Svava var dugleg kona sem kvartaði aldrei þó svo að heimili hennar og afa hafi oft ver- ið eins og hótel eða félagsheimili. Hvort sem það voru réttir, slát- urtíð, laufabrauðsbakstur, hey- skapur eða eitthvað annað var aldrei lognmolla í kringum heim- ilið. Amma var alltaf á fleygiferð, annaðhvort að þrífa, baka eða elda. Ekki var auðvelt að fá hana til að setjast niður, því hún vildi standa og vera tilbúin ef einhvern vantaði eitthvað. Að fara til ömmu og afa á laugardögum og fá grjónagraut og slátur var eitt- hvað sem ekki mátti sleppa. Ömmu fannst yndislegt að hafa fullt af fólki í kringum sig. Við elstu munum eftir yndis- legum tímum í sveitinni, þar sem hægt var að hlaupa upp til ömmu, fá eitthvað sætt í gogginn eða bara knús og koss. Alltaf var hún jafn ánægð með fíflavendina sem við færðum henni á sumrin og ekki var hún sparsöm á sykurinn hvort sem það var út á pönnukök- urnar eða með rabarbaranum sem við máttum tína úr garðinum hennar. Þau yngri minnast þess að aloa vera-plantan hennar hafi verið hálfgerð töfraplanta sem allt gat læknað ásamt ömmu- kossi. Yfirleitt fylgdi setningin, „þetta grær áður en þú giftir þig“. Að gista hjá ömmu og afa var lúxus, ef einhver átti erfitt með að sofna tók amma upp gítarinn og spilaði og söng, kúrði svo hjá manni þar til svefninn tók yfir. Við minnumst þess einnig að vakna með gömlu hjónunum eld- snemma á Bjarmastígnum, rölta um hálfa Akureyri til að hjálpa við að bera út blaðið, en í staðinn kom maður líka heim og fékk ný- bakað ömmurúgbrauð. Amma var flott og falleg kona, hún fór helst ekki út úr húsi án þess að laga á sér hárið og skella á sig varalit. Oft bað hún okkur um hjálp við að laga hárið og spurði þá hvort það væri ekki örugglega fallegt að aftan áður en hárlakksbrúsinn var notaður óspart. Síðustu árin fjarlægðist elsku amma okkur smám saman, en alltaf hélt hún áfram að vera ljúf og góð. Þó svo að hún væri ekki viss um hver við værum þegar við sátum hjá henni og spjölluðum um eitt og annað, var samt alltaf stutt í fallega brosið hennar. Þeg- ar hún var spurð hvernig hún hefði það var svarið oftast „Ég er eins og blómi í eggi“. Í dag fylgjum við elsku ömmu Svövu síðasta spölinn í hennar jarðneska lífi. Engillinn hún amma er komin í blómabrekk- una, laus við fjötra Alzheim- ersjúkdómsins og nýtur samvista horfinna ástvina. Þó að amma sé ekki lengur hjá okkur í því formi sem hún var áð- ur, verður hún alltaf í huga okkar og hjarta. Góðmennska hennar, bros, hlátur og hlýr faðmur mun lifa með okkur alla ævi. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykur lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth.) Takk, elsku amma, fyrir þann tíma sem við fengum með þér, við munum alltaf elska þig. Þín barnabörn, Svava, Harpa, Auður, Arna, Sólveig og Einar. Mig langar að minnast sóma- konunnar Svövu Friðjónsdóttur frá Torfufelli með nokkrum orð- um. Ég var svo lánsöm að fá að dveljast hjá Sigga móðurbróður og Svövu í lengri og skemmri tíma á sumrin sem barn og einnig einn vetur þegar ég var ungling- ur. Sjálf eignuðust þau átta börn, þau Guðrúnu, Lilla, Árna, Nonna, Diddu, Sirru, Hoffu og Bróa. Ég var tveimur árum eldri en Guð- rún og við brölluðum margt sam- an. Svövu og Sigga virtist aldrei muna um að bæta börnum í hóp- inn sinn. Þau eru því mörg börnin sem dvöldust hjá þeim líkt og ég vegna tengsla eða vinskapar. Og seinna bættust svo barnabörn þeirra í hópinn. Í huga mínum var hver einasti dagur í Torfufelli góður dagur. Og ég veit að öllum þessum börn- um leið jafn vel hjá þeim og raun bar vitni vegna mannkosta og hlýju þeirra hjóna. Svava og Siggi voru samhent, hún stjórnaði innandyra og hann úti og alltaf var meira en nóg að gera. Börnin voru harðdugleg og fóru að hjálpa til á heimilinu strax og þau höfðu aldur til. Þeg- ar ég dvaldi hjá þeim og fékk að taka þátt í lífi heimilisfólksins fannst mér allt jafn skemmtilegt; störfin með fullorðna fólkinu og leikirnir með frændsystkinunum þess á milli. Þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Litla húsið í Torfufelli var alltaf fullt af börnum á öllum aldri, stundum ömmum og öðru góðu fólki, góðum mat, góðu at- læti, kærleika og hlýju. Og það var ekki síst hún Svava með sitt glaða bros og hlýja hjarta sem mótaði allt andrúmsloftið svo fal- lega fyrir alla hina. Hún var akkerið sem hélt utan um þetta stóra heimilishald af já- kvæðni en ákveðni. Oft liðsinnti hún öðru fólki í erfiðleikum en bar ekki sínar áhyggjur á torg. Við sem þekktum hana vissum öll að hennar sárasti harmur var þegar Lilli frændi lést tæplega þrítugur að aldri. Þegar ég hugsa um góð hjóna- bönd hugsa ég gjarnan til Svövu og Sigga. Þau voru miklir fé- lagar, nutu þess að ferðast, sungu í kórum, voru félagslynd og vin- mörg. Síðustu árin voru þeim báðum erfið vegna heilsubrests en í vanmætti sínum studdu þau hvort annað þar til Svava dó. Dætur mínar þær Sissa og Sigga fengu einnig að dveljast í Torfufelli hjá Svövu og Sigga og Sirru og Einari. Það glaðnar yfir þeim er þær minnast þessa tíma og klykkja gjarnan út með því að dásama allt Torfufellsfólkið á einu bretti. Við mæðgurnar erum allar mjög þakklátar. Það að vera með góðu fólki á barnsaldri er líka besta vega- nestið fyrir framtíðina. Sigga frænda, börnum, tengdabörnum og fjölskyldum sendi ég og fjölskylda mín inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Svövu sem mun halda áfram að bera birtu í huga þeirra sem hana þekktu og elskuðu. Elínborg Angantýsdóttir. Svava Friðjónsdóttir kom í Torfufell með hressandi blæ, allt- af kát og glöð. Hún tengist fyrst minningum mínum þegar ég var um sex ára gömul. Sigurður Jósefsson, Siggi, var ástfanginn af þessari glaðlyndu stúlku. Hann söng við sláttinn, söng við mjaltir og fallega röddin hans varð mýkri en endranær er hann söng „Sjá dagar koma …“ af innlifun með sinni tæru ten- órrödd, og „Ég elska þig, ég elska þig og dalinn, Dísa …“ Svava var draumadísin hans. Einn vordag kom hún, til að vera. Oft hljómuðu raddir þeirra beggja í fögrum samhljómi. Oft var sungið, mikið hlegið og gleðin smitaði út frá sér. Þau voru ung, sterk og hraust og lífið framund- an. Siggi bauð henni í reiðtúra á kvöldin og rómantíkin sveif yfir vötnum, þau gengu tvö út í ágúst- rökkrið. Í Torfufelli voru þá tvö heimili, þar var kaupafólk, börn og unglingar í sumardvöl, gest- kvæmt var og jafnan mikið um að vera. Svava giftist Sigga og varð húsmóðir í Torfufelli. Amma Bjarney gat þá farið að heiman, farið í síld, ferðast, hún gat látið búið í hendur sonar og tengda- dóttur. Ég minnist breytinga á heimilishaldi, einkum mataræði, heimabakaðar smjörkökur, sem ég hafði aðeins séð í bakaríinu, heimabökuð gerbrauð og svo te og „lækkert smørrebrød“ af og til. Lifandi mjólkurgerlar voru fluttir inn á heimilið í glerkrukku, þeir gerlar þóttu mér algert við- undur en súrmjólk var eftir það á borðum. Jólalærið var fyllt með eplum og sveskjum. Ég fékk mat- arást á Svövu. Ég minnist líka leikni hennar og afkasta við saumavélina, nokkuð sem mér fannst merkilegt en síðar aðdá- unarvert. Börn Svövu og Sigga urðu átta, þau eldri fjögur leit ég í raun á sem systkini mín, þau voru mér jafn náin og systur mínar tvær, sem voru í vesturhluta hússins hjá foreldrum mínum. Þessi stóri barnahópur varð sem einn systkinahópur. Ef vantaði rými var kojum bætt við. Þegar það dugði ekki til var viðbygg- ingu bætt við húsið og kojur sett- ar upp og svo koll af kolli þar til nýja húsið var byggt. Ég gerði mér þá enga grein fyrir því hve mikið álag var á Svövu að reka svo stórt heimili. Gesti bar oft að garði, fjölskyldan var stór, ömm- ur, frænkur og frændur, sumar- og vetrarfólk og oft voru iðnaðar- menn inni á heimilinu, byggt var fjós, hlaða og seinna íbúðarhús. Svava reyndi að virkja mig til að- stoðar en því miður var aldrei gagn að mér innan bæjar, hvorki til að þurrka af, við eldhúsverk né að passa börn. Svava umbar það hve frábitin ég var því að leggja rækt við kvenlegar dyggðir og ég fékk rými til að atast í útiverk- unum. Hún var umburðarlynd og skildi ungdóminn. Seinna kvaldi mig samviskubit yfir því að ég skyldi ekki hafa lagt henni meira lið. Ég bað hana þá fyrirgefning- ar en hún taldi mig ekki þurfa að biðjast fyrirgefningar á neinu og gaf mér hlýtt faðmlag. Svava gaf af sér og alla tíð naut ég um- hyggju og hlýju hjá Svövu og Sigga í Torfufelli, átti þar góðar stundir og börnin mín urðu fé- lagar og vinir yngri systkinanna fjögurra. Ég hef margt að þakka. Blessuð sé minning Svövu Frið- jónsdóttur. Sigfríður Liljendal Angantýsdóttir. Ég var barn að aldri þegar Svava flutti í Torfufell um miðja síðustu öld. Hún giftist Sigurði Jósefssyni ungum bónda þar á bæ. Þau bjuggu góðu búi í Torfu- felli í nær fjóra áratugi og eign- uðust átta mannvænleg börn. Svava var fædd og uppalin á Akureyri og því var ekki ör- grannt um að nágrannarnir veltu því fyrir sér hvort hún væri þeim vanda vaxin að gerast húsfreyja í sveit en fljótlega hurfu þær hug- renningar úr sögunni. Heimilið var mannmargt og oft var þar fólk í vinnu um lengri eða skemmri tíma. Þau hjónin voru frænd- og vinmörg og höfð- ingjar heim að sækja. Því var jafnan gestkvæmt í Torfufelli. Ekki stóð á veitingum hjá Svövu þótt margir væru við eldhúsborð- ið. Dætrum sínum var hún góður leiðbeinandi og ungar að árum aðstoðuðu þær móður sína við hin og þessi verk. Hún var góð saumakona og mörg flíkin varð til í höndunum á henni á skömmum tíma. Kvenfélagið Hjálpin, kirkjan í Hólum og skólinn í Sólgarði, svo eitthvað sé nefnt, nutu hennar fjölhæfu starfskrafta, hvert á sína vísu. Alltaf var Svava boðin og búin að veita sína aðstoð, hlý og glaðvær en jafnframt ákveðin í hvernig best væri að haga verk- um. Það var svo einkennilegt að alltaf virtist hún hafa nægan tíma til allra hluta. Svava og Siggi áttu saman far- sælt ævistarf. Stór áföll dundu á Torfufellsfjölskyldunni en saman yfirstigu þau erfiðleikana þótt þungbærir væru. Síðustu árin hafa vissulega verið þeim erfið. Bæði glímdu þau við ólæknandi sjúkdóma, auk Elli kerlingar sem bíður færis er árin færast yfir. Þessum erfiðleikum hafa þau mætt með æðruleysi líkt og öðru mótlæti í lífinu. Ég þakka Svövu sex áratuga samfylgd. Sigga, börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Jónsdóttir (Inga í Villingadal). Svava Friðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma okkar. Hún er amma okkar allra. Hún er alltaf svo hlý. Ef við börnin skyldum falla, reisir amma okkur upp á ný. Með ömmu ávallt sólin skín, svo skært í okkar hjarta. Með tárum nú við minnumst þín, sem amma okkar bjarta. Bros þitt barstu alla tíð, þú bræddir heiminn allan. Þú varst svo góð, falleg og blíð, við minnumst þín um ævi alla. Sterkur var þinn kærleikskraftur, við elskum þig ávallt frá degi til dags. Við sjáumst þó vonandi aftur, en samt ekki alveg strax. (Gísli Guðmann) Takk fyrir allar góðu minningarnar. Við gleym- um þér aldrei. Þín barnabörn, Gísli, Logi, Gauti og Hringur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.