Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 25

Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 25
Í meira en fjóra áratugi hef ég, sem búddisti, átt samræð- ur við bæði leiðtoga og fræðimenn með mismunandi trúar- legan bakgrunn og frá ýmsum löndum og landsvæðum. Mark- mið mitt hefur verið að koma á einlægum tengslum milli fólks til að stuðla að frið- sömum heimi. Ég þekki af eigin reynslu að þrátt fyrir ágreining í trúar- brögðum, í túlkunum á kennisetn- ingum eða trúarlegri hugmynda- fræði, þá deilum við öll sömu mannúð, þ.e. þránni eftir friði, áhyggjum af vandamálum heims- ins og einlægri von um framtíð mannkynsins. Í gegnum tíðina hefur trúar- legur ágreiningur oft orsakað stríð og ofbeldi. En nú þegar mannkyn stendur frammi fyrir sameig- inlegum áskorunum og sífellt al- varlegri hnattrænum ógnum eru margir farnir að endurmeta hlut- verk og mögulegt framlag trúar- bragða til þessara mála í jákvæð- ara ljósi. Trú og andleg ástundun getur verið máttugt, jákvætt, fé- lagslegt og menningarlegt afl sem hvetur fólk til sameiningar, þátt- töku í samfélaginu og sjálfbærni. Ólík trúarbrögð verða að læra að vinna saman og þar eru Sam- einuðu þjóðirnar mikilvægur sam- starfsvettvangur. Öll trúarbrögð geta lagt af mörkum á sinn ein- staka hátt, til að vekja hjá fólki mannúð. Þau geta leitað eftir upp- byggingu og samstöðu í stað eyði- leggingar og sundrungar og veitt þannig innblástur þeim sem til- heyra öðrum trúarbrögðum í gegnum samvinnu við að leysa al- þjóðleg vandamál. Hinn mann- úðlegi andi trúar- bragða heimsins myndi eflast við þetta og dýpka samstarf milli trúarhópa. Hvernig best er að hlúa að samstarfi milli ólíkra trúarbragða lít ég svo á að lausna- miðuð nálgun skili bestum árangri. Ólík- ir trúarhópar geta átt samræður um tiltekna málaflokka er snúa að alþjóðlegum vanda- málum eins og stríðsátökum, um- hverfiseyðingu, fátækt og ham- faraviðbrögðum. Þeir geta skilgreint hvernig bregðast þurfi við og hvers kyns visku og and- lega leiðsögn trúarhefðir þeirra geta veitt heiminum. Þeir geta skipst á hugmyndum og skoðað leiðir til samstarfs sín á milli. Mér koma til hugar eftirfarandi orð fyrrverandi forseta Tékklands, Václav Havels: „Eina markmiðið sem hefur þýðingu fyrir Evrópu á næstu öld er að verða „besta ein- takið af sjálfri sér“. Það merkir að blása nýju lífi í sínar bestu þekkingarhefðir og leggja þannig af mörkum á skapandi hátt fyrir nýja alþjóðlega samfélagsgerð.“ Ef orðinu „Evrópa“ er hér skipt út fyrir orðið „trúarbrögð “ tel ég að skilja megi betur hlutverk trúarbragða í heiminum á tutt- ugustu og fyrstu öldinni. Auk Sameinuðu þjóðanna og starfa þeirra í þágu gagnkvæms skilnings á milli trúarbragða og menningarhópa vinna fjölmargar stofnanir að því að greiða götu samræðna og samvinnu milli trúarbragða. Ýmis samtök, sem ég hef átt þátt í að byggja upp, hafa í gegn- um samræður verið virk í átakinu að birta „besta eintakið“ af trúar- brögðum og samfélögum heimsins. Með því að byggja starfsemi sína á virðingu fyrir ríkum fjölbreyti- leika trúarbragða og menningar eru þau einnig að vinna að því að finna leiðir sem gera okkur kleift að yfirstíga skoðanamun og vinna í sameiningu að því að leysa al- þjóðleg vandamál. Um þessar mundir fara fram umræður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig setja megi fram hnattræna þróunaráætlun sem tæki við af þúsaldarmarkmið- unum eftir árið 2015. En þau miða að því að lina þjáningar vegna fá- tæktar og hungurs. Ég legg það til að markvissar samræður og samstarf milli trúar- bragða verði sett á laggirnar til að útrýma eymd af yfirborði jarðar og skapa heim friðar og frið- samlegrar sambúðar. Trúarbrögð heimsins gegna mikilvægu hlut- verki í því að ná þessum mark- miðum fyrir framtíð mannkynsins. Hlutverk trúarbragða í uppbyggingu friðar Eftir Dasaku Ikeda » Í gegnum tíðina hef- ur trúarlegur ágreiningur oft orsakað stríð og of- beldi. Dasaku Ikeda Höfundur er forseti Soka Gakka Int- ernational og stofnandi The Institute of Oriental Philosophy, The Toda Institute for Global Peace and Policy Research og The Ikeda Center for Peace, Learning and Dialogue. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Á Íslandi var gláka algengasti blinduvald- ur langt fram eftir síð- ustu öld og var blinda algengari á Íslandi en í nokkru öðru Evrópu- landi. Á þeim tíma var erfitt að fylgjast náið með glákusjúklingum í strjálbýlu landi með lé- legum samgöngum. Gláku má kalla þöglan sjúkdóm þar sem sjúk- dómurinn er oft einkennalítill fram á lokastig og margir fóru ekki til augnlæknis fyrr en sjúkdómurinn var langt genginn. Blindutíðni vegna gláku hefur snarminnkað á Íslandi með aukinni augnlæknaþjónustu, nákvæmari greiningu, öflugum lyfjum og háþró- uðum skurðaðgerðum. Þrátt fyrir góðan árangur síðustu áratuga er hægt að gera betur og enn þann dag í dag verða of margir sjónskertir eða blindir af völdum gláku. Talið er að allt að helmingur þeirra sem eru með gláku á Vestur- löndum viti ekki af því og hlutfallið sé allt að 90% í þróunarlöndunum. Á heimsvísu er gláka enn algengasta ástæðan fyrir óafturkræfri blindu. Algengi gláku fer vaxandi með hækkandi aldri. Með aukinni ævi- lengd er talið að glákutilfellum eigi eftir að fjölga um allt að helming á næstu áratugum. Gláka er sjúkdómur í sjóntauginni þar sem sjóntaugin hrörnar og flyt- ur því ekki eðlileg boð frá auganu til heilans. Einkenni eru móða og/eða þrenging í sjónsviði sem gerist hægt og bítandi en oft tapast skarpa sjónin ekki fyrr en í lokin. Orsakir eru ekki að fullu þekktar en hár augnþrýstingur er einn aðaláhættu- þáttur gláku. Hár augnþrýstingur stafar af minnkuðu útflæði á augnvökvanum um síu- vef augans. Meðal ann- arra áhættuþátta eru ættarsaga, kynþáttur, nærsýni og hækkandi aldur. Meðferð felst í því að draga úr augnþrýstingi með lyfjum eða skurðaðgerðum. Rétt meðferð hægir verulega á framgangi sjúk- dómsins. Glákulyfjum er ætlað að minnka vökvaframleiðsluna eða auka útflæði með því að hafa áhrif á síuna. Þá er í þróun ný tegund lyfja sem miklar vonir eru bundnar við og er ætlað að hafa áhrif á og vernda taugavef sjóntaugarinnar. Lyfjameðferð er oftast fyrsta úr- ræði en þegar lyfin duga ekki og í langt genginni gláku er skurð- aðgerðum beitt. Miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í skurð- aðgerðum við gláku. Margskonar aðgerðir eru framkvæmdar og ræðst val aðgerðar af tegund gláku og á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Á síð- ustu árum hefur athygli gláku- skurðlækna beinst að síuvef augans og aðgerðum á honum. Síuvefurinn er þá víkkaður og einnig er hægt að auka útflæði með ígræði í síugang- inum. Þetta ígræði er eitt minnsta ígræði sem komið er fyrir í manns- líkamanum, 1 mm á lengd og 120 micron í þvermál. Á fundi norrænna augnlækna sl. haust kom fram að hluti gláku- sjúklinga með langt gengna gláku fær ekki nægilega meðferð. Afar mikilvægt er að greina þessa sjúk- linga betur og beita skurðaðgerðum fyrr þar sem skemmdir af völdum gláku eru óafturkræfar og skurð- aðgerð er oft eina úrræðið sem dug- ar til að stöðva framgang sjúkdóms- ins. Vikan sem nú er að líða er til- einkuð alþjóðlegri vitundarvakningu á gláku. Verkefnið nefnist World Glaucoma Week og er samvinnu- verkefni The World Glaucoma Asso- ciation (WGA) og World Glaucoma Patient Association (WGPA). Ég hvet alla sem hafa ættarsögu um gláku að leita reglulega til augn- læknis og glákusjúklinga til að kynna sér öll meðferðarúrræði sem í boði eru. Í flestum tilfellum er hægt að stöðva eða hægja verulega á sjúk- dómnum og með ýmsum nýjungum í farvatninu er ástæða fyrir augn- lækna og sjúklinga þeirra til að horfa björtum augum til framtíðar. Nánari upplýsingar á www.wgweek.net Blinda af völdum gláku Eftir Maríu Soffíu Gottfreðsdóttur »Ég hvet alla sem hafa ættarsögu um gláku að leita reglulega til augnlæknis og gláku- sjúklinga til að kynna sér öll meðferðarúrræði sem í boði eru. María Soffía Gottfreðsdóttir Höfundur er augnskurðlæknir með sérhæfingu í gláku á augndeild Land- spítala. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 04.03.15 - 10.03.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Aftur á kreik Timur Vermes Ömmumatur Nönnu Nanna Rögnvaldardóttir Náðarstund - kilja Hannah Kent Meðvirkni Orsakir, einkenni, úrræði Ýmsir höfundar Independent people - Ensk útg. Halldór Laxness Dansað við björninn Roslund & Thunberg Hreint mataræði Dr. Alejandro Junger Öræfi - kilja Ófeigur Sigurðsson Afturgangan Jo Nesbø Alex Pierre Lemaitre - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.