Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 44
FÖSTUDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Búið að bera kennsl á konuna
2. Nærri helmingi ódýrari í Noregi
3. Vann 100.000 á mánuði í 15 ár
4. Gunnar Nelson skilinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mottusafnari dagsins, Birgir Birgis
(Biddi), tekur nú þátt í sitt fyrsta og
eina skipti og hefur, eins og sjá má,
lagt mikla vinnu og mikinn tíma í
mottuna. Hann tileinkar þátttökuna
móður sinni, sem lést úr krabbameini
árið 2006. Birgir er mottusafnari nr.
1.459. Fylgstu með honum og öðrum
söfnurum á mottumars.is.
Safnar fyrir mömmu
130 manna hópur ungmenna í Há-
skólakórnum og Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins mun frumflytja hér á
landi Sjávarsinfóníuna, A Sea Sym-
phony, eftir breska tónskáldið Ralph
Vaughan Williams, í Langholtskirkju
21. mars kl. 17 og 23. mars kl. 20. Ein-
söngvarar verða Tui Hirv sópran og
Fjölnir Ólafsson barítón og stjórn-
andi Gunnsteinn Ólafsson. Sjávar-
sinfónían er eitt magnaðasta verk
breska tónskáldsins. Það er byggt á
kvæði eftir Walt Whitman og lýsir
baráttu sjómanna við hafið á magn-
aðan hátt, segir í tilkynningu. Há-
skólakórinn og Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins hafa tekist á við
stærstu verk tónbókmenntanna og
einnig pantað ný verk eftir íslensk
tónskáld. Háskólakórinn var stofn-
aður árið 1972 og hefur komið fram
innan Háskóla Íslands, haldið sjálf-
stæða tónleika og farið í söngferðir
innanlands sem utan og Sinfóníu-
hljómsveit unga fólksins, skipuð 50
hljóðfæranemendum við
tónlistarskóla á höfuð-
borgarsvæðinu, við LHÍ
og erlenda tónlistarhá-
skóla, heldur upp á 10
ára afmæli sitt
um þessar
mundir.
Frumflutningur á
Sjávarsinfóníunni
Á laugardag Sunnanstormur og talsverð rigning á Suður- og Suð-
austurlandi en snýst í suðvestlæga átt um landið vestanvert með
éljum eftir hádegi. Hiti 4 til 10 stig, kólnar fyrst vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG 18-25 m/s sunnan- og vestantil síðdegis en
15-23 m/s austanlands í kvöld. Slydda og síðar rigning, þar af tals-
verð um landið sunnanvert. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld.
VEÐUR
„Deildin var svo svakalega
jöfn frá þriðja og niður í átt-
unda sæti að það var erfitt
að átta sig á því hverjum við
myndum mæta. En ég á von
á skemmtilegum leikjum
gegn Grindvíkingum, sem
eru með hörkulið,“ sagði
Darri Hilmarsson, leik-
maður körfuknattleiks-
liðs KR, þegar niður-
staða lá fyrir eftir
lokaumferðina í
gærkvöld. »1
Á von á skemmti-
legum leikjum
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í
handknattleik, hefur samið við
franska félagið Nice til næstu tveggja
ára. „Ég átti svolítið erfitt með að
gera upp hug minn í þessu máli. Þeg-
ar á hólminn var komið gat ég ekki
staðist þá freistingu að reyna eitt-
hvað nýtt,“ segir Arna Sif sem
leikið hefur handknattleik í
Danmörku sex síðustu árin.
»1
Arna Sif flytur til Suð-
ur-Frakklands í sumar
„Er á meðan er. Það hefur gengið vel í
deildinni en það eru enn ellefu leikir
eftir, nærri einn þriðji af mótinu og
allt erfiðir leikir þannig að við erum
ekkert farnir að fagna ennþá,“ segir
Geir Sveinsson, þjálfari þýska hand-
knattleiksliðsins SC Magdeburg. Geir
tók við stjórn liðsins á síðasta sumri
og nú situr það í fjórða sætinu í
Þýskalandi. »4
Við erum ekkert farnir
að fagna ennþá
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Krakkarnir ná vel saman á þessari
samkomu þar sem við fléttum saman
skemmtun og fræðslu. Í mörgu tilliti
er þetta hápunktur félagsstarfs
vetrarins í félagsmiðstöðvunum. Úti
á landi hafa krakkarnir gjarnan
safnað peningum allan veturinn fyr-
ir rútu suður og til þess að gera
fleira skemmtilegt í bænum. Sam-
festingurinn er þó hápunkturinn,“
segir Andri Ómarsson, formaður
Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á
Íslandi.
Úlfur Úlfur og FM Belfast
Stærsta unglingaskemmtun
landsins fer fram í Laugardalshöll
um helgina. Samfestingurinn er ár-
leg hátíð Samfés og er í 11. sinn
haldinn með núverandi sniði. Vænst
er um 4.300 krakka úr 8. til 10. bekk
grunnskóla, frá alls 103 félags-
miðstöðvum. Margar eru þær á höf-
uðborgarsvæðinu en einnig koma
krakkar til dæmis frá Norðfirði og
Bolungarvík.
Sá háttur er hafður á að í kvöld,
föstudagskvöld, eru tónleikar þar
sem fram koma Úlfur Úlfur, Amaba-
dama og Fm Belfast. Einnig tónlist-
armaðurinn Friðrik Dór og plötu-
snúðarnir Basic House effect og
fleiri. Þá stíga unglingasveitirnar
Apollo úr Arnardal á Akranesi,
Meistarar dauðans úr Gleðibank-
anum í Reykjavík og Hnífaparið
úr 105 Reykjavík á svið.
Á morgun, laugardag, er svo
Söngkeppni Samfés. Á fyrri
stigum hefur undankeppni far-
ið fram í öllum landshlutum og
30 atriði valin til þátt-
töku. „Það er vænt-
anlega ekki ofmælt að
þarna komi fram allir
efnilegustu söngvarar
landsins sem flytja
lög – sum frumsamin
– flutt af hljóðfæraleikurum á svip-
uðum aldri,“ segir Andri um keppn-
ina sem verður send út beint á sjón-
varpsstöðinni Bravó. Úrslit verða
kunngjörð síðdegis.
Allt með besta móti
„Víða úti á landi, hvaðan lengst er
að sækja í bæinn, er miðað við að
krakkarnir komist að minnsta kosti
einu sinni á Samfesting meðan þau
eru í unglingabekkjum,“ segir Andri
Ómarsson. Hann vekur athygli á því
að vel sé haldið utan um skemmtun
þessa svo allt fari vel fram. Einn
starfsmaður sé á hverja 15 krakka
og þannig séu góðar gætur á öllu. Þá
sjái krakkarnir sjálfir um að allt fari
fram með besta móti – án vímuefna-
notkunar.
Höllin fyllist af unglingum
4.300 krakkar
koma á Samfest-
ing um helgina
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Söngur Margir góðir tónlistarmenn hafa stigið fyrstu sporin á hátíð félagsmiðstöðvanna og sungið sig á sigurbraut.
„Stjórnendur Laugardalshallar
segja okkur að fáar samkomur
sem fram fara þar á bæ lukk-
ist jafnvel. Sú umsögn er
hvetjandi,“ segir Andri Ómars-
son. Hann hefur lengi starfað
við félagsmiðstöðvar ungs fólk,
svo sem í Hafnarfirði og
Reykjavík, og þekkir því vel
til allra mála á þessu sviði.
Auk fjölbreyttrar
skemmtunar sem nú er
framundan í Laugardalshöll verða
þar fulltrúar frá UNICEF og Amn-
esty International með kynningu á
Samfestingi og starfsemi sinni.
Hugsunin með því er að vekja
ungmennin til umhugsunar um
mannréttindi í sinni víðustu
mynd. Sé slíkt góð blanda við
gleðina sem jafnan einkennir
þessa samkomu sem fyrir margt
löngu hefur unnið sér sess meðal
íslenskra unglinga.
Umsögnin er hvetjandi
GÓÐ SKEMMTUN MEÐ FRÆÐSLUÍVAFI
Andri Ómarsson