Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sólmyrkvi verður eftir rétta viku, föstudaginn 20. mars. Það verður mesti sólmyrkvi sem orðið hefur á Íslandi í 61 ár. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarn- arness og rit- stjóri Stjörnu- fræðivefsins, sagði að sól- myrkvans myndi gæta í um tvær klukkustundir hér á landi. Hann mun óvíða sjást jafn vel frá landi og hér. Nauðsynlegt er að nota hlífð- arbúnað, sólmyrkvagleraugu eða sólmyrkvasíur, fyrir augun ætli fólk að fylgjast með sólmyrkvanum. Sólmyrkvinn hefst í Reykjavík klukkan 08.38 á föstudagsmorgun. Hann nær hámarki kl. 09.37 og lýkur kl. 10.39. Annars staðar á landinu getur munað einni til tveimur mínútum frá þessum tíma- setningum vegna snúnings jarðar, snúnings tunglsins og staðsetn- ingar frá almyrkvaslóðinni sem skuggi tunglsins varpar á yfirborð jarðar. Þegar sólmyrkvinn verður í hámarki mun tunglið hylja 97,5% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. Á Ísafirði mun tunglið hylja 96,4% af skífu sólar, á Akureyri hylur það 97,8% af skífu sólar, á Norðfirði 99,4% og við Hótel Rangá á Suður- landi hylur það 98,1% af skífu sól- ar. Nánar er hægt að fræðast um sólmyrkvann á Stjörnufræðivefnum (www.stjornufraedi.is). „Allir Íslendingar eiga að geta séð þegar tunglið fer að naga í sól- ina og færast yfir hana,“ sagði Sævar. Það verður að sjálfsögðu háð því að það sjáist til sólar. „Þeg- ar myrkvinn nær hámarki dimmir örlítið hjá okkur um hábjartan dag- inn. Fólk mun alveg taka eftir því. Það er mjög furðulegt að upplifa það.“ Þar sem tunglið hylur alla sól- skífuna verður almyrkvi. Ferill hans liggur að mestu yfir hafi en fer einnig í gegnum Færeyjar og Svalbarða og upp á Norðurpól. Al- myrkvans mun gæta um 70 km austur af Íslandi. Til að sjá hann þarf fólk annaðhvort að vera um borð í skipi eða flugvél og skýrir það mikinn áhuga á ferðum með flugvélum og skipum um almyrkv- aða svæðið. Sævar fékk upplýs- ingar um það hjá Isavia að um 20 flugvélar muni fljúga eftir al- myrkvaslóðinni. Hvað er sólmyrkvi? Sólmyrkvi verður þegar tunglið fer á milli sólar og jarðar þannig að það varpar skugga á jörðina og sól- in myrkvast að hluta eða í heild frá jörðu séð. Frá jörðu séð eru tungl- ið og sólin álíka stór, þótt sólin sé um 400 sinnum stærri en tunglið. Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum lengra frá jörðu en tunglið. Hylji tunglið alla sólina er talað um almyrkva, en deildarmyrkva þegar skífa sólarinnar hylst að hluta. Við hringmyrkva fer tunglið fyrir sólina, en er það langt frá jörðu að það nær ekki að myrkva alla skífu sólar. Sólmyrkvar verða einungis þegar jörðin, tunglið og sólin eru í beinni línu. Þeir geta því aðeins orðið þegar tungl er nýtt. Almyrkvi verður næst 12. ágúst 2026 og nær slóð hans í gegnum Reykjavík. Svo þarf að bíða til árs- ins 2196 eftir þar næsta almyrkva hér. Sólmyrkvi er furðuleg lífsreynsla  Mesti sólmyrkvi hér í 61 ár verður eftir eina viku  Myrkvans mun gæta í tvo tíma um allt land Sævar Helgi Bragason Sólmyrkvagleraugu eru nú á leið í alla grunnskóla landsins. Þau eru sérstaklega gerð til að horfa á sólina og sía út alla hættulega geisla svo þeir skaði ekki augun. Formleg af- hending meira en 52.000 sérstakra sólmyrkvagleraugna frá Stjörnu- skoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá hófst í Rimaskóla í gær. Um leið var kynnt fræðsluefni um sól- myrkva fyrir blinda. Það mun vera einstætt á heimsvísu Nemendur og kennarar í öllum grunnskólum landsins fá gleraugun til þess að þau geti notið þess að horfa á sólmyrkvann án þess að bíða sjónskaða af. Verið er að leggja loka- hönd á gerð námsefnis um sól- myrkva sem fljótlega verður að- gengilegt á netinu. Kennarar munu geta sótt námsefnið og stuðst við það í kennslu. Sólmyrkvagleraugun verða seld í Smáralind um helgina og eins munu þau fást í verslunum Eymundsson um allt land. Þá er hægt að panta sólmyrkvagleraugu í gegnum Stjörnufræðivefinn (stjornuf- raedi.is) eða kaupa þau hjá Stjörnu- skoðunarfélagi Seltjarnarness. Gler- augun kosta 500 krónur og rennur andvirðið til dreifingar gleraugna til grunnskólanemenda. Morgunblaðið/Hallur Már Með sólmyrkvagleraugu Nemendur í Rimaskóla fengu afhent sólmyrkva- gleraugu í gær. Grunnskólanemum um allt land verða gefin gleraugu. Grunnskólanemar fá sólmyrkvagleraugu  Nýtt fræðsluefni um sólmyrkva „Almyrkvinn varaði bara í fimm sekúndur. Það dimmdi og það kom svartur skuggi á skýin fyrir neðan okkur. Það var mjög óraunverulegt að sjá þetta,“ sagði Ragn- ar Axelsson ljósmyndari. Hann náði meðfylgjandi mynd af sólmyrkva sem varð laugardaginn 4. október 1986. Sólmyrkvinn var á mörkum þess að vera al- myrkvi og hringmyrkvi. „Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur var búinn að reikna nákvæmlega út hvar og í hvaða hæð þetta myndi sjást best,“ sagði Ragnar. Bandarískir vís- indamenn komu hingað og leigðu Cessna Citation- einkaþotu Þotuflugs. Ragnar og Páll Reynisson sjónvarpstökumaður fengu að fara með. Flogið var í 40.000 feta hæð 1.050 km suðvestur frá Íslandi þar til komið var á braut sólmyrkvans fyrir suðaustan Græn- land. „Vísindamaður lét alla fá dökka ljóssíu og menn settu þetta í gluggana og á linsurnar. Mér leist ekki á þetta og reif síuna frá 300 mm linsunni. Ég var sá eini sem náði þessu augnabliki en aðrir um borð náðu ekki svona ljósmynd því ljóssían lokaði linsunum. Þeir sáu bara svart þegar þetta stóð sem hæst og fengu svo mynd hjá mér,“ sagði Ragnar. Myndin vakti mikla at- hygli og töldu fróðir menn að ekki hefði áður náðst ljósmynd sem sýndi fjöll tunglsins og krónu sólar jafn vel. Morgunblaðið/RAX Sólmyrkvi 1986 Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók þessa einstæðu mynd 1.050 km vestsuðvestur af Reykjavík, fyrir suðaustan Grænland. Myndin var tekin úr flugvél í 40.000 feta hæð og vakti athygli víða um heim. Einstæð mynd af almyrkva Von er á fjórum skemmtiferðaskip- um til Reykjavíkur í tengslum við sólmyrkvann næstkomandi föstu- dag. Átta skemmtiferðaskip verða við Færeyjar af sama tilefni. Ice- landair hefur leigt erlendri ferða- skrifstofu þrjár þotur til sólmyrkva- flugs og mun vera uppselt í þær. Þá verður áætlunarflugi félagsins til Lundúna hliðrað til svo farþegar geti séð sólmyrkvann. Sólmyrkvans gætir mest austur af Íslandi og norður af Færeyjum. Þar verður almyrkvi á sólu sem stendur í tvær mínútur og 43 sekúndur. Þá hylur tunglið allt yfirborð sólar svo sólkórónan, lofthjúpur sólarinnar, sést greinilega. Fjöldi fólks er reiðubúinn að leggja á sig ferðalag og kostnað til að sjá þetta náttúru- fyrirbæri. Skemmtiferðaskipin Azores, Marco Polo, Magellan og Voyager stefna að því að vera vestur af Fær- eyjum þar sem sólmyrkvinn verður hvað mestur. Þau koma öll til hafnar í Reykjavík og hafa hér mislanga viðdvöl. Ágúst Ágústsson, markaðs- stjóri Faxaflóahafna, segir að Ma- gellan sé stærst, um 46 þúsund tonn en hin frá 15-22 þúsund tonna skip. Hann áætlar að um borð gætu verið um 2.500 farþegar. „Það er löngu uppselt í þetta allt,“ sagði Ágúst. Hann sagði ótrúlega mikið um að vera í tengslum við sólmyrkvann. Auk skemmtiferðaskipanna sem koma hingað munu átta skemmti- ferðaskip koma til hafnar í Færeyj- um. Ekki er um að ræða skemmti- ferðaskip af stærstu gerð heldur meðalstór skip svipuð þeim sem komu til Reykjavíkur fyrir 20-30 ár- um. Fá sólmyrkva í kaupbæti Icelandair hefur leigt erlendri ferðaskrifstofu þrjár flugvélar með áhöfnum til sólmyrkvaflugs næst- komandi föstudag. „Mér skilst að það sé uppselt í þessar ferðir,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair. Hann taldi að ekki yrði selt í öll sæti en um 100 gluggasæti eru í hverri flugvél. Farþegar sem fara með áætlunar- flugi Icelandair til Heathrow í Lond- on næstkomandi föstudagsmorgun fá sólmyrkvaflug í kaupbæti. „Við ætlum að hliðra aðeins til þannig að flugvélin lendi inni í geisla sólmyrkv- ans. Við verðum með sólmyrkvagler- augu um borð fyrir farþegana,“ sagði Guðjón. WOW Air vakti athygli á sól- myrkvanum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi og fékk kynningin mjög góð viðbrögð, að sögn Svan- hvítar Friðriksdóttur upplýsinga- fulltrúa. Greint var frá sólmyrkv- anum í prentmiðlum og á vefsíðum auk þess sem fjallað var um Ísland. Sólmyrkvaferðir í lofti og á legi eru mjög eftirsóttar Sólmyrkvaferðir Margir ætla í flug eða siglingu vegna sólmyrkvans.  Skemmtiferðaskip og farþegaþotur á braut sólmyrkvans Skannaðu kóðann til að horfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.