Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Hvassviðri geisar um landið í dag og á morgun, eins og svo oft áður í vetur. Óli Þór Árnason, veður- fræðingur hjá Veðurstofu, segir varasamt að ferðast milli landshluta þegar veðrið verður sem verst og minnir fólk á að hreinsa frá nið- urföllum til að fyrirbyggja vatns- tjón. Upp úr hádegi í dag gengur mik- ið hvassviðri inn yfir landið með úr- komu sem nær hápunkti síðdegis. Lægðin, með suðaustanátt 18-25 m/s, hefst sunnan- og vestantil og færist síðan norður, en dregur þá úr styrk og úrkomu og hlýnar um vestanvert landið. Varað er við vexti í ám í kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnan- og suðaustanverðan Vatna- jökul. Búast má við miklum leys- ingum um allt land, þótt úrkoma verði mest sunnan- og suðaustan- lands. Þar sem mikill nýfallinn snjór er víða um land má búast við vatns-, krapa- og aurflóðum við þessar aðstæður. Slæmt ferðaveður verður í dag. Þá sækir jafnvel enn kraftmeiri stormur landið heim á morgun en spáð er ofsaveðri, sunnanátt með 25-30 m/s og mikilli úrkomu og verður ekkert ferðaveður um landið fram á kvöld. Rýmdu heilsugæsluna Snjókögglar runnu niður hlíðina ofan við Heilbrigðisstofnun Vest- urlands í Ólafsvík í gær og var hún rýmd vegna snjóflóðahættu. Fjöl- býlishús nálægt heilsugæslustöðinni voru ekki rýmd, en sérfræðingar fylgdust grannt með stöðu mála. Þá varaði Landsnet útivistarfólk við að vera á ferð í nágrenni 66 kV Ólafsvíkurlínu 1 á Fróðárheiði, þar sem dregið hafði í skafla vegna snjókomu síðustu daga. Hvassviðri og vatnavextir  Varað við ferðalögum þegar veðrið verður í hámarki í dag og á morgun Morgunblaðið/Malín Brand Lægð Ekkert ferðaveður á morgun. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Aflinn var um 1.200 tonn. Það er frábært, það var einhver að segja að þetta væri Íslandsmet í flökum. Annars veit ég ekkert um það,“ segir Árni Ólafur Sigurðsson, skip- stjóri frystitogarans Arnars HU, sem kom í gær til Sauðárkróks með góðan afla úr Barentshafi. „Maður verður bara að vera hógvær. Veiðarnar gengu ekkert sérstaklega vel fyrst sökum mik- illar ótíðar. Það var ekki mikill afli framan af. Svo var þetta bara gott þó tíðarfarið hafi verið svolítið erf- itt. Við fengum alla þessa hlemma sem síðar skullu á Íslandi. Það voru miklar brælur þarna,“ segir hann. „Ég held að verðmæti aflans sé um 430 milljónir króna. Það var náttúrlega mjög góð veiði en það er líka gott gengi og gott verð á þessum fiski. Þetta spilar allt svo- lítið saman,“ segir Árni Ólafur og bætir við að aðeins hafi verið veitt í norskri lögsögu, ekki rússneskri. Eftir að fara í Rússasjóinn „70% aflans voru þorskur og restin annað, mest 230 tonn af ýsu. Það var alveg hellingur af skipum á svæðinu, hátt í sextíu skip myndi ég halda. Það voru Rússar og Norðmenn og svo voru íslensku skipin þrjú eða fjögur,“ segir hann og nefnir Kleifabergið og Mána- bergið í því samhengi. Árni Ólafur telur líklegt að aflinn fari að stórum hluta til Bretlands en hann segir Arnar HU eiga eftir að sigla um Rússasjóinn. „Við áttum þennan kvóta í norsku lögsögunni og svo eigum við eitthvað eftir í Rússasjó sem verður tekið seinna. Það er þó ekki búið að ákveða hvenær verður far- ið í þann leiðangur,“ segir hann að lokum. Ljósmynd/Heimasíða FISK Arnar HU Góður túr í Barentshaf. 1.200 tonn úr Bar- entshafi  Arnar HU með 430 milljóna afla Fullt var út úr dyrum í Breiðagerðisskóla í gær- kvöldi en þar fór fram opinn íbúafundur um Háaleitisbraut og Grensásveg vegna fram- kvæmda við göngu- og hjólastíga. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hverfisráð Háaleitis og Bústaða kynntu þá m.a. hugmyndir um þrengingar á Grensásvegi úr tveimur ak- reinum í hvora átt í eina akrein í hvora átt. Íbúar fjölmenntu á fundinn og virtust flestir sammála um að minnka þyrfti hraða bílaum- ferðar á svæðinu. Þeir spurðu hvert umferðin myndi beinast í kjölfar þrenginganna, hví Háa- leitisbraut yrði ekki einnig þrengd, hvaða áhrif þrengingarnar hefðu á umferð sjúkrabíla og þar fram eftir götunum. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formað- ur umhverfis- og skipulagssviðs, segir aðgerð- irnar vera hluta af Hjólreiðaáætlun Reykjavík- urborgar frá 2010 og í samræmi við stefnu borgarinnar í umferðarmálum og aðalskipulag. Sjálfstæðisflokkurinn lagði nýlega til í borgarráði að hætt yrði við þrenginguna en áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 160 milljónir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Margar spurningar íbúa Háaleitis og Bústaða Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aflýsa hefur þurft hundruðum ferða hjá Flugfélagi Íslands á síðustu mán- uðum vegna veðurs. Það var um miðjan nóvember sem lægðir byrj- uðu að streyma að landinu. Lætur nærri að af þeim sökum hafi krappt vetrarveður gengið yfir landið þriðja hvern dag eða svo. 167 ferðum aflýst í febrúar Og frá nefndum tímapunkti hafa alls 559 ferðir hjá Flugfélagi Íslands verið blásnar af eða þeim frestað, flug frá til dæmis Reykjavík út á land og til baka telst vera tvær ferðir. „Flugið hefur sjaldan raskast svona mikið,“ segir Ingi Þór Guð- mundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs FÍ, í samtali við Morg- unblaðið. Í nóvember var 81 ferð slegin af, 165 í nóvember, 89 í janúar og 167 í febrúar. Og þó að aðeins séu liðnir tólf heilir dagar af mars hefur þurft að aflýsa 57 ferðum í mánuðin- um. Ingi Þór segir að í febrúar hafi um 40% allra ferða til Ísafjarðar verið aflýst. Það sem hafi þó einna mest áhrif sé hve veðrátta í höfuðborginni hafi verið rysjótt. Oft hafi verið hvasst og éljagangur – og því ekki flugfært úr höfuðborginni eða ill- mögulegt að lenda. Gæti raskast næstu daga „Veðrátta hér á suðvesturhorninu er það sem sett hefur stórt strik í reikninginn,“ segir Ingi Þór. Bætir við að með tilliti til spáa um hvernig vindar blási sé viðbúið að flugsam- göngur gætu raskast eitthvað næstu daga. Með hækkandi sól og lengri degi muni þó væntanlega rætast úr enda sé góð bókunarstaða fyrir næstu daga og vikur. Fjöldi flugferða blásinn af  Á sjötta hundrað ferðum hefur verið aflýst eða frestað hjá Flugfélaginu Morgunblaðið/RAX Reykjavík Veðrið á suðvesturhorninu hefur sett strik í reikninginn. Hæstiréttur sýknaði í gær norska fé- lagið Havfisk af kröfu Glitnis. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Havfisk til að greiða Glitni tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Glitnir hafði haft milligöngu um að selja skuldabréf útgefin af norska fé- laginu Havfisk ASA á íslenskum markaði. Samhliða gerðu málsaðilar með sér gjaldmiðla- og vaxtaskipta- samning, í því skyni að verja Havfisk fyrir áhættu af breytingum á gengi milli íslenskra og norskra króna og verðbólgu hér á landi. Havfisk rifti samningnum vegna fyrirsjáanlegra vanefnda Glitnis, eft- ir að Fjármálaeftirlitið setti bráða- birgðastjórn yfir bankann í október 2008. Glitnir höfðaði þá mál á hendur Havfisk til innheimtu skuldar skv. samningnum og deilt var um riftun og uppgjör. Hæstiréttur taldi Glitni bundinn af riftunaryfirlýsingu Hav- fisk þar sem réttmæt ástæða var fyr- ir henni og var Havfisk því sýknað. Sýknaðir af þriggja millj- arða kröfu Góð loðnuveiði var í gær og náðu mörg skip að fylla sig á miðunum úti fyrir Breiðafirði. Rúmlega tugur skipa var að veiðum í gær, en önnur að ljúka löndun. Skipin fengu góða hrognaloðnu í bland við loðnu sem átti lengra eftir í hrygn- ingu. Það gefur fyrirheit um að hrognaloðna veiðist út næstu viku að minnsta kosti. Fyrstu skipin náðu að kasta snemma í gærmorgun er veður gekk niður. Menn gerðu sér von- ir um að veiðiveður yrði fram yf- ir hádegi í dag, en veðrið hefur verið mikill áhrifavaldur á loðnuvertíðinni og vonskuveður er í veðurkortunum fyrir Breiða- fjörð eins og annars staðar. Góð loðnuveiði LOKS LÆGÐI Á MIÐUNUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.