Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 duxiana.com Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d b y D U X D es ig n A B 20 12 . Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega. DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú veltir fyrir þér hvað þú þarft mikla peninga eða aðstoð til að lifa með þeim hætti sem þú telur að hæfi. Reyndu umfram allt að skapa þér vinnufrið, þótt hann kosti. 20. apríl - 20. maí  Naut Það kann að kosta þig mikla vinnu að komast fyrir allar staðreyndir málsins. Dag- urinn í dag einkennist af tilfinningaflækjum og er ekki heppilegur til málamiðlana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu á varðbergi gagnvart eyðslu- semi í dag, þú gætir misst stjórn á þér. Aðrir kunna að meta það að þú getir séð málið í réttu ljósi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Taktu þér tíma í að koma röð og reglu á hlutina heima fyrir. Heimsæktu gaml- an vin sem þú hefur ekki talað við lengi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér verður boðið í partí, á listviðburð eða eitthvað af því tagi alveg óvænt. Hafðu þetta hugfast. Vertu á varðbergi því ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Næsta mánuðinn færist einbeitingin á fjölskylduna og heimilismál. Félagsskapur af öllu tagi lyftir þér upp, slástu í hópinn með einhverjum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu daginn til dagdrauma, notaðu ímyndunaraflið og slakaðu á. Mundu að það eru tvær hliðar á hverju máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað sem þú hafðir gefist upp á leysist af sjálfu sér því þú ert fullur vonar núna. Oft skilur fólk ekki fyrr en það hefur misst heilsuna að hún skiptir öllu máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn til þess að spá í útlitið og þá ímynd sem þú býrð til á hverj- um degi og aðrir sjá. Ef þú vilt sýna vægð- arleysi er þetta rétta málefnið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allt sem þú tekur þér fyrir hendur nýtur velþóknunar á næstu vikum. Fólk á erf- itt með að tjá sig. Tíminn vinnur með þér og þess vegna skaltu bara vera staðfastur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver er að reyna að sannfæra þig – sem er erfitt verk. Minntu sjálfan þig á að fortíðin er liðin og framtíðin er ókomin þannig að þú getur einungis haft áhrif á dag- inn í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skriflegir samningar eru hluti af heildarmyndinni, hvort sem um er að ræða lán, tryggingarskilmála eða fjárhagslegar skuldbindingar. En ekki fyrir þig. Í vikunni kallaði fréttastofa Rík-isútvarpsins á „sérfræðing“ í skattamálum til að skýra málin. Það fór nú svo, að upp í hugann kom vísuhelmingur Stephans G. Stephanssonar: Hálf-sannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Fyrrihlutann gat ég með engu móti munað, en Baldur Hafstað frændi minn kom mér til hjálpar: Örðug verður úrlausn hér, illa stend að vígi. – Þessi staka er úr kvæðinu Eft- irköst, sem ort var 1901. Fleiri stökur eru þar, sem flestir Íslend- ingar kunnu til skamms tíma: Ekki þarf í það að sjá! – þér ég aftur gegni. Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni. Ég hygg að flestir geti tekið und- ir með skáldinu í næstu vísu nú um stundir: Þó að einhver þykktist mér, það er smátt í tapi. Veðuráttin aldrei fer eftir manna skapi. Síðan segir skáldið: Hámenntaða virðum vér vora lærdómshróka, sem eru andleg ígulker ótal skólabóka. – Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Ég hef alltaf haft gaman af þess- um erindum, sem Stephan kallar „Jafnaðarmanninn“: Þó aldrei njóta ætti hann síns besta, hann uppi sat ei með það lægra og flárra. Hann komst ei hjá að vita og sjá ið versta, en vildi og reyndi að bjargast með því skárra. Á reikningsdegi allra kvikra kinda hann kemur fyrir dómstól réttskiptanna. Í heilagleika sárnauðugra synda og sakarleysi fúsu hálfverkanna. Hvort þekkjum við ekki þessa manntegund – og má raunar títt sjá í beinni útsendingu frá Alþingi: Þú hefur uppi önug svör, illhryssan í geði – til þín marga fýluför fóru bros og gleði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísnabrunnur Stephans G. er alltaf ferskur Í klípu ROBBA FANNST HANN HAFA GLITT Í GREIPAR STÓRRAR ÖLDU – EN ÞAÐ GERÐIST SVO HRATT AÐ HANN GAT EKKI VERIÐ VISS. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEY, ÞÚ. ÉG ER AÐ REYNA AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það er aðeins ein leið til stefnu. ÉG LÍMDI ÓVART PAPPÍRSBLAÐ VIÐ ANDLITIÐ Á MÉR SYND OG SKÖMM LEYFÐU MÉR AÐ LAGA ÞAÐ AF HVERJU ER ÉG EKKI HAMINGJUSAMUR? Ó, EN ÞÚ ERT ÞAÐ ÉG SKIL ÞETTA EKKI! ENGLENDINGAR ERU VENJULEGAST SVO RÓLEGIR! ÞÚNK ÉG HEFÐI LÍKLEGA EKKI ÁTT AÐ GANTAST MEÐ MATARGERÐARLISTINA ÞEIRRA! Víkverji kann þá list að halda upp áótrúlegustu tímamót. Þegar 13. dagur mánaðar er á föstudegi, eins og í dag, er ástæða til að gleðjast. x x x Við Gróttustelpur í handbolta erumað vonum kátar með fyrsta bik- armeistaratitil félagsins. x x x Við Stjörnustrákar gleðjumst yfirenn einum titlinum, að þessu sinni bikarmeistaratitli í körfubolta karla. x x x Við Chelsea-menn kunnum að geraokkur glaðan dag og ekki síst eft- ir deildabikarmeistaratitilinn. x x x Við Grindavíkurstelpur erum enn ískýjunum eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum í körfu. x x x Við Eyjamenn kunnum á fögninenda ekki leiðinlegt að vera bik- armeistari í handbolta. x x x Við KR-stelpur vitum hvað það erað vera Reykjavíkurmeistari í fótbolta og brosum breitt. x x x Við Vals-piltar byrjuðum á því aðtaka Reykjavíkurmótið í fótbolta með stæl og minnumst þess. x x x Við ÍR-ingar erum enn einu sinnibikarmeistarar í frjálsum og það er ekki leiðinlegt. x x x Við Púlarar vitum að þolinmæði erdyggð, fögnum hverjum áfanga og spyrjum að leikslokum. x x x Við Skagamenn höfum haldið okk-ur til hlés að undanförnu en kæt- umst samt gulir og glaðir. x x x Við bindisfélagar setjum upp bindi ítilefni dagsins og fögnum öllu sem að höndum ber, bæði heima og erlendis. víkverji@mbl.is Víkverji Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yð- ur skuluð þér einnig elska hvert ann- að. (Jóhannesarguðspjall 13:34)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.