Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 9

Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 9
Kynbótanautið Sandur 07014 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum reyndist besta nautið frá árinu 2007 sem notað var á Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá Rml, til- kynnti þetta við upphaf Fagþings nautgriparæktarinnar í gær. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Jóni Vil- mundarsyni, öðrum ræktanda Sands, viðurkenningu. Í umsögn um dætur Sands kemur fram að þær eru góðar mjólkurkýr og hlutfall próteins í mjólk hátt á meðan hlutfall fitu er um meðallag. Þetta eru júgurhraustar kýr með mjög vel borin júgur og mjög góða júgurfestu en júgurband er ekki áberandi. Spenar eru aðeins langir en vel staðsettir. Mjaltir eru úrvalsgóðar og skap kúnna um meðallag. Ljósmynd/Baldur Helgi Benjamínsson Sandur talinn besta nautið FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra. Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun, ástungumog rörísetningum. Læknar mæla með Otovent. Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra, skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug, sundferðir eða köfun. Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna. Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt. Fæst í apótekum Fyrsta hjálp til að laga og fyrirbyggja eyrnabólgur Viðurkennd meðferð Umboð Celsus ehf Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Dömublússur 7.900 kr. Str. 40-56 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is Buxur - Buxur fyrir allar konur GERRY WEBER - GARDEUR mbl.is alltaf - allstaðar BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenskir kúabændur tapa ríflega 900 milljóna króna tekjum vegna þess að þeir geta ekki annað eftir- spurn eftir nautakjöti á innlenda markaðnum. Kom þetta fram í skýrslu forystumanna Lands- sambands kúabænda við upphaf að- alfundar LK og Fagþings naut- griparæktarinnar í gær. Ítrekuðu þeir óskir sínar um að heimilaður yrði innflutningur erfðaefnis til kynbóta á holdanautastofninum. Landbúnaðarráðherra lýsti því yfir að frumvarp um það yrði lagt fram á næstu dögum og vonaðist hann til þess að það yrði afgreitt fyrir vorið. Þótt síðasta ár hafi verið kúa- bændum að mörgu leyti gott hafa aðalfundarfulltrúar þeirra um ýmis- legt að ræða á aðalfundi sínum sem settur var í ráðstefnusal húss Ís- lenskrar erfðagreiningar í gær. Bændur hafa verið hvattir til að auka mjólkurframleiðsluna sem mest þeir mega og hefur þeim tek- ist að sinna innalenda markaðnum með mjólkurafurðir. Það hefur haft ýmsar hliðarafleiðingar. Dregið hef- ur úr framleiðslu nautakjöts vegna þess að kýrnar eru notaðar lengur til mjólkurframleiðslu og fleiri kvíg- ur settar á í sama tilgangi. Á sama tíma hefur neysla stóraukist, bæði vegna fjölgunar ferðamanna og neyslubreytinga. Á síðasta ári voru flutt inn 1.047 tonn af nautakjöti, mikið hreinir vöðvar. Fram kom hjá Baldri Helga Benjamínssyni, framkvæmdastjóra LK, að það svaraði til 1.750 tonna í skrokkum eða kjöts af 7.600 grip- um. Verðmæti innflutningsins er 912 milljónir kr. Baldur sagði að þótt allir kálfar væru settir á og aldir til nautakjötsframleiðslu dygði það ekki til að metta markaðinn. Til þess þyrfti mjög mikla aukningu. Sigurður Loftsson, formaður LK, sagði að lengi hefði verið bent á að innflutningur erfiðaefnis holda- nautastofnins væri besti möguleiki íslenskra bænda til að anna eftir- spurn eftir nautakjöti með hag- kvæmri framleiðslu. Rifjaði hann upp hvernig það hefði dregist árum saman hjá stjórnvöldum að taka ákvarðanir í málinu. Þarf að afgreiða fyrir vorið Áður hefur komið fram að frum- varp um að heimila innflutnings erfðaefnis fyrir holdanautastofninn er tilbúið í atvinnuvegaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, reiknar með að leggja það fram á Alþingi í næstu viku og mæla fyrir því fyrir páska. Hann sagði í ávarpi á aðalfundinum að hann vonaðist til að það yrði að lögum fyrir vorið. Tók hann fram að hann þekkti gangverk eldisins, holdakýr væru sæddar á sumrin og bæru á vorin og þess vegna þyrfti málið að af- greiða í vor en ekki næsta haust. Samhliða hefur starfshópur unnið að skilyrðum sem setja þarf fyrir innflutningnum. Það var á Sigurði Loftssyni að heyra að ekki væri full samstaða í starfshópnum en taldi þó víst að einhverri niðurstöðu yrði skilað fyrir 1. apríl, eins og beðið var um. Landbúnaðarráðherra sagði að niðurstaðan yrði lögð fyrir viðkomandi þingnefnd, til að friða menn ef einhver ótti væri við að leyfa innflutninginn. Taka þarf ákvörðun Pétur Diðriksson á Helgavatni hvatti ráðherra til dáða í almennum umræðum. Sagði að hægt væri að búa endalaust til nefndir til að fjalla um málið. Það væri búið að vera til umfjöllunar í tuttugu ár og menn hefðu allar upplýsingar í hönd- unum. Nú þurfi landbúnaðarráðherra að taka af skarið og heimila innflutn- inginn. Taka þurfi ákvörðun og taka afleiðingum hennar. Líkti hann því við stöðu sína kvöldið áður. Hann hefði verið að meta aðstæður við að aka suður á aðalfundinn. Mikil áhætta hefði verið við það, hálka alla leiðina og leiðindaveður. Ef hann hefði velt þessu lengur fyrir sér hefði hann aldrei farið af stað. Kúabændur missa af 900 milljónum króna  Bændur geta ekki annað markaði fyrir nautakjöt  Flutt inn kjöt af 7.600 nautum  Erfðaefni væntanlega flutt inn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kúabændur Sigurlaug Jónsdóttir og Ólafur Helgason í Hraunkoti hafa á undanförnum árum verið með allra bestu kúabændum landsins. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.