Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
Cinderella
Ævintýrið um Öskubusku er hér
komið í nýrri útgáfu í kvikmynd
sem leikstýrt er af Kenneth Bra-
nagh. Myndin er byggð á sögu
Charles Perrault sem seinna varð
hluti af Grimms-ævintýrum og seg-
ir frá Ellu sem missir föður sinn og
sætir illri meðferð af hálfu stjúp-
fjölskyldu sinnar. Hún hittir mynd-
arlegan karlmann úti í skógi sem
hún veit ekki að er prins og í kjöl-
farið hefst mikið ævintýri. Með að-
alhlutverk fara Lily James, Cate
Blanchett, Hayley Atwell, Helena
Bonham Carter, Richard Madden
og Stellan Skarsgård.
Rotten Tomatoes: 82%
Inherent Vice
Nýjasta mynd verðlaunaleikstjór-
ans Paul Thomas Anderson sem á
m.a. að baki Boogie Nights, Magn-
olia, There Will Be Blood og The
Master. Hún segir af einkaspæj-
aranum Larry „Doc“ Sportello sem
ákveður að hafa uppi á fyrrverandi
unnustu sinni sem er horfin en hún
grunaði eiginkonu elskhuga síns
um að ætla að koma honum á geð-
veikrahæli. Við rannsóknina leitar
Sportello að vísbendingum á ólík-
legustu stöðum og lendir um leið í
ævintýrum og aðstæðum sem
myndu gera flesta hálfruglaða ef
þeir væru ekki hálfruglaðir fyrir,
eins og segir um myndina í tilkynn-
ingu en sögusvið myndarinnar er
Los Angeles á hippatímanum. Með
aðalhlutverk fara Joaquin Phoenix,
Josh Brolin, Owen Wilson, Reese
Witherspoon og Benicio Del Toro.
Rotten Tomatoes: 72%
The Little Death
Áströlsk gamanmynd um kynlíf,
ást, sambönd og hið forboðna. Í
myndinni eru sagðar margar sögur
samhliða og skyggnst bak við lukt-
ar dyr hjá fimm pörum. Þau glíma
öll við ýmis vandamál en aðal-
umfjöllunarefni myndarinnar er
kynlíf þeirra, kynlífsdraumar og
löngun þeirra í að upplifa alsælu
kynferðislegrar fullnægingar með
þeim sem þau elska mest. „Hversu
langt eru þau tilbúin að ganga til að
fá maka sína til að uppfylla eigin
kynlífsdrauma? Hversu langt eru
þau tilbúin að ganga til að uppfylla
drauma og fantasíur hvort annars?
Og hve blátt áfram og hreinskilin
um þessi mál geta þau verið?“ segir
um myndina á vefnum kvikmynd-
ir.is. Leikstjóri myndarinnar er
Josh Lawson sem fer einnig með
eitt af aðahlutverkunum ásamt Boj-
ana Novakovic, Damon Herriman,
Kate Mulvany, Kate Box, Patrick
Brammall, Alan Dukes, Lisa
McCune, Erin James, T.J. Power,
Kim Gyngell og Lachy Hulme.
Rotten Tomatoes: 44%
Bíófrumsýningar
Öskubuska, kynlíf
og mannshvarf
Einkaspæjari Joaquin Phoenix í
öngum sínum í Inherent Vice.
Áhorfendur fá að gægjast á bak við luktar dyr fólks sem bý í sömu götu í
úthverfi nokkru og virðist allir vera til-
tölulega eðlilegir við fyrstu sýn. Annað
kemur þó á daginn.
IMDB 7,1/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00
Smárabíó 17.45, 20.00, 20.00, 22.20,
22.20
Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00
The Little Death 12
Líf Ellu breytist skyndilega þegar faðir hennar fellur frá og hún lendir undir
náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar.
Metacritic 64/100
IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 17.25, 20.00
Sambíóin Álfabakka 16.00, 17.30,
18.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 17.30, 18.30 20.00
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00
Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00
Cinderella Svindlarinn Nicky neyðist til að leyfa ungri og
óreyndri stúlku, Jess, að taka þátt í nýjasta
ráðabrugginu þótt honum sé það
þvert um geð.
Metacritic 56/100
IMDB 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 15.20, 15.20,
17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 22.30
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Focus 16
Inherent Vice 16
Árið 1970 í Los Angeles
rannsakar einkaspæjarinn
Larry „Doc“ Sportello hvarf
fyrrverandi kærustu sinnar.
Metacritic 81/100
IMDB 7,0/10
Sambíóin Egilshöll 19.00,
22.00
Sambíóin Kringlunni 21.00
Sambíóin Akureyri 22.30
Chappie 16
Í nálægri framtíð fer vél-
væddur lögregluher með eft-
irlit með glæpamönnum en
fólk fær nóg af vélmennalögg-
um og fer að mótmæla.
Metacritic 38/100
IMDB 8,0/10
Laugarásbíó 22.35
Smárabíó 20.00, 22.40
Háskólabíó 22.20
Borgarbíó Akureyri 22.00
The DUFF
Skólastelpa gerir uppreisn
gegn goggunarröðinni í skól-
anum. Bönnuð innan tíu ára.
Metacritic 56/100
IMDB 7,2/10
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.20
Smárabíó 15.30, 17.45, 20.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Kingsman: The Secret
Service 16
Metacritic 59/100
IMDB 8,3/10
Laugarásbíó 22.10
Smárabíó 17.00, 20.00, 22.45
Borgarbíó Akureyri 17.40
Before I Go to Sleep 16
Christine Lucas vaknar á
hverjum morgni algjörlega
minnislaus um það sem gerst
hefur í lífi hennar fram að því.
Metacritic 41/100
IMDB 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Fifty Shades of Grey 16
Mbl. bbnnn
Metacritic 53/100
IMDB 4,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Smárabíó 22.20
Into the Woods Metacritic 69/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.20
The Theory of
Everything 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 72/100
IMDB 7,8/10
Sambíóin Kringlunni
20.00, 22.40
Veiðimennirnir 16
Morgunblaðið bbbnn
IMDB 7,2/10
Laugarásbíó 22.10
Birdman 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDB 8,3/10
Háskólabíó 22.20
The Grump Metacritic 72/100
IMDB 7,5/10
Háskólabíó 17.30, 20.00
Still Alice Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 72/100
IMDB 7,5/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00
Svampur Sveinsson:
Svampur á þurru
landi IMDB 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Keflavík 17.50
Paddington Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 76/100
IMDB 7,6/10
Smárabíó 17.45
Annie Metacritic 33/100
IMDB 5,0/10
Smárabíó 17.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Hot Tub Time
Machine 2 12
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Ömurleg brúðkaup Morgunblaðið bbbnn
Háskólabíó 17.30, 20.00
Big Hero 6 Sambíóin Álfabakka 15.40
Jupiter Ascending 12
Metacritic 47/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.40
Hrúturinn Hreinn IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 15.50
Smárabíó 15.30
Húshjálpin Lynn
Bíó Paradís 18.00
Dalurinn dimmi
Bíó Paradís 20.00
Vestrið
Bíó Paradís 22.00
Hefndarsögur
Bíó Paradís 20.00
Ferðin til Ítalíu
Morgunblaðið bbmnn
Bíó Paradís 22.20
What We Do in the
Shadows
Bíó Paradís 20.00
Trend Beacons
Bíó Paradís 18.00
Flugnagarðurinn
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 22.20
Íslenska krónan –
allt um minnstu
mynt í heimi
Bíó Paradís 18.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Aðalfundur
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn
að Skarfagörðum 4, Reykjavík,
föstudaginn 27. mars 2015 og hefst kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða:
Stjórn Hampiðjunnar hf.
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á
eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Breytingar á samþykktum félagsins en nýjar samþykktir verða
bornar upp í heild sinni því breytingarnar eru margþættar.
Þær miða aðallega að því að auka möguleika á rafrænum
samskiptum og skráningu ásamt því að fella inn ákvæði um
kynjahlutföll og starfskjarastefnu og tryggja samræmi milli
samþykktanna og núverandi lagaákvæða.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, tillaga að nýjum samþykktum, svo og
ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum
fyrir upphaf aðalfundar.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa
borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en tveimur
vikum fyrir aðalfund.
Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð,
þurfa að gera það skriflega.