Morgunblaðið - 13.03.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 13.03.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s Karlotta er ísbjarnarhúnn í dýragarði Nürnberg, fædd- ist 21. nóvember og fékk í fyrsta skipti að leika sér úti við í gær. Hún hjúfrar sig hér að móður sinni, Veru. Ísbjarnarhúnar eru um 18 mánuði á spena og venju- lega eru þeir með móður sinni til tveggja og hálfs árs aldurs. Þeir verða síðan kynþroska á 4. eða 5. ári. AFP Karlotta fær að leika sér úti Nefnd samstarfsráðherra Norður- landa hefur ákveðið að stöðva starf- semi upplýsingaskrifstofa sinna í Norðvestur-Rússlandi um óákveð- inn tíma vegna þeirrar ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins í Moskvu að skilgreina skrifstofurnar sem „er- lenda erindreka“. Norræna ráðherranefndin komst að þeirri niðurstöðu á fundi í fyrra- dag að stöðva þyrfti starfsemi upp- lýsingaskrifstofa hennar í Péturs- borg og Kalíníngrad og starfsstöðva í Múrmansk, Petrozavodsk og Ark- hangelsk. Formaður ráðherra- nefndarinnar, Daninn Carsten Han- sen, sagði að hún hefði neyðst til að taka þessa ákvörðun vegna þess að skrifstofurnar gætu ekki gegnt hlut- verki sínu við núverandi aðstæður. Lúta ströngu eftirliti Dómsmálaráðuneytið í Moskvu ákvað í janúar sl. að skilgreina skrif- stofu norrænu ráðherranefndarinn- ar í Pétursborg sem „erlendan út- sendara“. Samkvæmt rússneskum lögum ber að skilgreina öll frjáls fé- lagasamtök sem „erlenda útsend- ara“ ef þau fá fjármagn frá öðrum löndum og stunda pólitíska starf- semi. Slík samtök eiga að lúta mjög ströngu eftirliti. Ráðherranefndin hyggst nýta það fjármagn sem hún telur nauðsynlegt til að fullnægja skilmálum sam- starfssamnings hennar við Rúss- land. Skipaður hefur verið starfs- hópur sem á að vinna að nýrri áætlun um samstarf við Norðvestur-Rúss- land. bogi@mbl.is Varð að stöðva starfsemina  Norræna ráðherranefndin lokar skrifstofum í Norðvestur-Rússlandi Utanríkisráðuneytið í Moskvu hefur skýrt frá því að ráða- mennirnir í Kreml hyggist efla vináttutengsl Rússlands og ein- ræðisríkisins Norður-Kóreu. Stjórnin í Pjongjang hefur til- kynnt að árið 2015 verði til- einkað vináttu Rússlands og Norður-Kóreu. Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, hefur boðið Kim Jong-un, leiðtoga einræðisríkisins, að koma í heimsókn til Moskvu í maí til að vera viðstaddur há- tíðahöld í tilefni af því að 70 ár verða þá liðin frá sigri Sovétríkj- anna á her þýskra nasista. Þiggi Kim boðið verður þetta fyrsta utanlandsferð hans frá því að hann tók við völdunum 2011. Kært með Kim og Pútín RÚSSLAND+N-KÓREA Pútín Kim Jong-un Breski rithöf- undurinn sir Terry Pratchett, höfundur vin- sælla fantasíu- bóka, er látinn, 66 ára að aldri. Pratchett greindist með alzheimer- sjúkdóminn fyrir átta árum en hélt áfram að skrifa og síðasta bók hans var gefin út síðastliðið sumar. Hann var mjög afkasta- mikill rithöfundur, skrifaði meira en 70 bækur og margar þeirra voru gefnar út í stórum upplögum. Um aldamótin síðustu var hann næstmest lesni rithöfundur Bret- lands, á eftir JK Rowling. Í febr- úar 2007 höfðu bækur hans selst í um 50 milljónum eintaka og verið þýddar á 33 tungumál. Pratchett er líklega þekktastur fyrir Diskheims-bækurnar sem eru ævintýrasögur. Viðfangsefni hans þar er heimur sem hann kall- ar Diskheim, hringlaga heimur sem fjórir fílar bera, en sjálfir standa fílarnir á baki skjaldböku. Fyrsta Diskheims-bókin, The Colour of Magic, kom út 1983, en fram að því hafði hann skrifað nokkrar bækur sem náðu lítilli hylli. Bækurnar Furðuljósið (2008), Litbrigði galdranna (2007), Undir berum himni (2000) og Flóttinn (1997) hafa verið gefnar út á íslensku. Sir Terry Pratchett rithöfundur látinn Sir Terry Pratchett

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.