Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 22

Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 22
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is V iðræður eru framundan á milli þýska fyrirtækisins EAB New Energy Group og Norðurþings um uppsetningu á vind- orkugarði í nágrenni Húsavíkur. Fulltrúar frá fyrirtækinu eru væntanlegir til landsins til viðræðna en í nýlegri bókun bæjarráðs Norðurþings kemur fram að næsta skref sé að athuga með land undir vindorkugarðinn og koma upp mæli- tækjum til rannsókna á svæðinu. Fulltrúar EAB á Íslandi hafa kynnt verkefnið á fleiri stöðum á landinu og ekki er útilokað að fleiri en einn vindorkugarður rísi á næstu árum, ef samningar ganga eftir. Orkuskortur á Íslandi „Þetta er búið að vera í undir- búningi hjá okkur í tvö ár,“ segir Maurice Zschirp, sem ásamt Gerði Pálmarsdóttur hefur kynnt áform þýska fyrirtækisins í nokkrum sveit- arfélögum á undanförnum mánuðum. Maurice er þýskur að uppruna en hefur verið búsettur hér á landi frá árinu 1988. Maurice og Gerður hafa til þessa unnið í upplýsinga- tæknigeiranum en settu sig í sam- band við EAB New Energy með þá hugmynd að fyrirtækið kannaði möguleika á vindorkugarði á Íslandi. Heimatökin voru hæg því Maurice og forstjóri þýska fyrirtækisins eru systrasynir. „Þetta hafði verið í umræðunni í einhvern tíma en okkur fannst Ísland fýsilegur kostur fyrir orkufram- leiðslu af þessu tagi. Hér vantar klár- lega orku til að koma af stað fram- leiðslu af fjölbreyttu tagi,“ segir Maurice og nefnir t.d. áform um tómatarækt og aðra ylrækt. Þau telja 25-30 MW vindorku- garð vera lágmark til að fjárfestingin borgi sig. Misjafnt er hvað þarf margar vindmyllur í slíkan garð, allt eftir stærð, en algeng framleiðslu- geta hverrar myllu er 2,5 til 3 MW. „Við höfum skoðað fleiri staði en Húsavík og erum í formlegum við- ræðum við fleiri sveitarfélög. Þýska fyrirtækið metur Ísland sem áhuga- verðan kost. Við höfum að undan- förnu verið að safna ýmsum gögnum og upplýsingum til að byggja frekari ákvarðanatöku á,“ segir Maurice. Ekki hentar hvaða staður sem er undir vindorkugarð. Sviptivindar og hviður eru ekki ákjósanlegustu að- stæður heldur þarf viðkomandi svæði að bjóða upp á nokkuð jafnan vind ár- ið um kring. Þau Maurice og Gerður vilja ekki upplýsa á þessu stigi hvaða fleiri staði þau hafa skoðað undir vind- orkugarða. Alls staðar hafi við- brögðin hins vegar verið jákvæð og heimamenn sýnt þessu mikinn áhuga, enda leggi fyrirtækið áherslu á góða samvinnu og að skapa tæki- færi fyrir íbúa á svæðinu. Fram- haldið velti svo á góðu samstarfi við sveitarfélögin og þær stofnanir sem komi að uppbyggingunni. „Meiri orka býr til fleiri störf, bæði á uppbyggingartíma og síðan til framtíðar. Eins og staðan er í dag á landsnetinu þá er best að virkja sem næst þeim iðnaði sem þarf á orkunni að halda. Þar er vind- orkan góður kostur,“ segir Mau- rice og bendir á að uppbygging- artími fyrir vindmyllur sé skammur og tæknin kringum þessa orkufram- leiðslu hafi þróast hratt. Fyrir 15 ár- um hafi vindorkuver ekki verið talin fýsilegur kostur en í dag séu þau orð- in vinsælasti orkugjafinn víða um heim. Þá hafi það færst í vöxt í Evr- ópu að íbúar fái að taka þátt í upp- byggingu vindorkugarða með því að kaupa hlut í þeim. Maurice segir þau hafa nefnt þennan möguleika hér á landi en ekki kynnt hann sérstaklega. Fýsilegt að reka vind- orkugarða á Íslandi Vindorka Maurice og Gerður á þýskum vindorkugarði en þau telja að vel sé hægt að nýta land áfram til landbúnaðar þó að vindmyllur séu til staðar. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var alltaflíklegt aðnýleg skýrsla um lög- reglustörf í bæn- um Ferguson í Missouri myndi vekja nokkra reiði þegar hún kæmi út. Fáa óraði hins vegar fyrir því að skýrslan myndi sýna það svart á hvítu hversu stórt hlutverk kynþáttur get- ur leikið í Bandaríkjunum. Þó að einungis um 67% af íbúum bæjarins séu svört á hörund, eru blökkumenn 93% þeirra sem lögreglan handtekur. Aðrar tölur sem skoðaðar voru skiluðu ámóta niður- stöðum og gáfu þá mynd að verulega hallaði á blökku- menn í Ferguson. Reiðin hef- ur nú brotist út með ofbeldi, en tveir lögreglumenn voru skotnir þar sem þeir stóðu vörð um lögreglustöðina og eru báðir alvarlega særðir. Það er að vissu leyti nokk- uð kaldhæðnislegt, að svo virðist sem ekkert hafi í raun verið athugavert við fram- gang Darrens Wilsons, lög- reglumannsins sem varð Michael Brown að bana, en rannsókn á vegum sömu aðila og fjölluðu um lögreglumálin almennt hefur skilað þeim niðurstöðum að Wilson hafi að öllum líkindum einungis verið að verja líf sitt og limi. Í stóra samhenginu skiptir sú staðreynd hins vegar engu máli, því að mál Browns var ein- ungis einn dropi í hafið. Sömu sögu og sögð hefur verið um Ferguson má eflaust segja um mun fleiri borgir og bæi í Bandaríkj- unum, þar sem um 40% þeirra sem dvelja í fangelsum vestanhafs eru blökkumenn, og eru þeir stærsti einstaki þjóðfélagshópurinn í fangelsi. Fyrir því geta verið ýmsar gildar ástæður. Þetta háa hlutfall bendir þó eindregið til þess að ýmis innanmein, sem verið hafa til staðar í bandarísku samfélagi frá upphafi, hrjái Bandaríkin enn, rúmum 150 árum eftir að þrælahald var afnumið vestra. Það getur tekið langan tíma fyrir samfélag að breyt- ast til batnaðar og eflaust mun það taka langan tíma enn áður en hægt er að segja að staða svartra og hvítra í Bandaríkjunum sé fyllilega jöfn þó að lagaleg staða hafi verið jöfnuð. Brotalöm virðist vera í framkvæmd laganna og löggæslustofnanir vestra þurfa að endurskoða vinnu- brögð sín svo að sú tilfinning verði ekki ofan á meðal ákveðinna þjóðfélagshópa, auk þeirra sem horfa á Bandaríkin utan frá, að þar sé í raun skakkt gefið. Mótmæli í Ferguson gætu kveikt stærri elda ef ekki verður ráðist í úrbætur} Dýpri vandi liggur undir Skáklistin hefurlöngum verið okkur Íslend- ingum hugleikin. Margir „kunna mannganginn“ og öflug skák- menning er hér fyrir hendi. Það sést kannski einna best á Reykjavíkurskákmótinu, sem nú er haldið í þrítugasta sinn, en það hefur fest sig í sessi í hinum alþjóðlega skákheimi sem eitt af sterkustu og bestu mótum sem hægt er að taka þátt í. Sést það einna best á því hversu margir eru skráðir til leiks að þessu sinni, en um 270 skákmenn úr ýmsum áttum og af mis- munandi getu munu á næstu dögum etja kappi við tafl- borðið. Þó að einungis séu fjórar umferðir liðnar af mótinu hafa nú þegar óvænt úrslit litið dagsins ljós þar sem stórmeistarar hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir minni spámönnum, og fallegar flétt- ur og mannfórnir hafa ráðið úrslitum ekki síður en hræði- legir afleikir. Að þessu sinni er mótið haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, en hann varð áttræður fyrr á árinu. Friðrik var einnig um tíma forseti alþjóðaskák- sambandsins FIDE og nýtur mikillar virðingar í skák- heiminum bæði hérlendis og erlendis. Ekki er ofsagt að árangur Friðriks á sínum tíma hafi ýtt mjög undir skákáhuga landsmanna, og búið til grundvöll fyrir næstu kyn- slóð íslenskra stórmeistara, sem hafa svo aftur hvatt komandi kynslóðir til frekari afreka. Í gegnum skáklistina hefur fjöldi fólks fengið að kynnast í senn afþreyingu og hugarleikfimi, alvöruþrung- inni íþrótt og dýrmætri tóm- stundaiðju. Það fer því vel á því að hið velheppnaða Reykjavíkurskákmót sé að þessu sinni tileinkað Friðriki og afrekum hans. Reykjavíkurskák- mótið fer vel af stað}Öflug byrjun R íkisstjórnin hefur sem kunnugt er tekið ákvörðun um að draga umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið til baka. Sú ákvörðun er auðvitað full- komlega skiljanleg í ljósi þeirra aðstæðna sem fyrir hendi eru. Meirihluti þjóðarinnar, meiri- hluti þingsins og ríkisstjórnin eru andvíg inn- göngu í sambandið. Með öðrum orðum er hvorki almennur né pólitískur stuðningur við að halda umsóknarferlinu að Evrópusam- bandinu áfram. Það eina ærlega í stöðunni, ekki sízt gagnvart sambandinu sjálfu, var að draga umsóknina til baka. Ef eðlilega hefði verið staðið að málum hefði aldrei verið sótt um inngöngu í Evrópu- sambandið sumarið 2009. Ljóst er að for- ystumenn innan sambandsins töldu að víð- tækur almennur og pólitískur stuðningur væri við það hér á landi að ganga þar inn þegar umsóknin var send. Það kom fyrir vikið augljóslega mjög flatt upp á þá þegar hið sanna kom smám saman í ljós. Ekki sízt þegar þing- menn frá Evrópusambandinu komu hingað til lands til þess að kynna sér málið. Þá var hins vegar talið of seint að snúa til baka og þess í stað reynt að vona það bezta. Vel sést á ítrekuðum samþykktum á vegum Evrópu- þingsins í valdatíð síðustu ríkisstjórnar að þar á bæ höfðu menn miklar áhyggjur af því að stjórnin væri ekki samstiga í því að vilja ganga í Evrópusambandið. Var ríkisstjórnin hvött til þess að ráða bót á þessu og enn- fremur bent á að pólitískur vilji væri forsenda þess að hægt væri að halda áfram með um- sóknarferlið að sambandinu. Þetta ætti raun- ar að segja sig sjálft. Pólitísk forysta er nauð- synleg til þess að hægt sé að leiða slíkt mál til lykta með stuðningi almennings og meiri- hluta þingsins. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins er í raun aðeins að leiðrétta þau mistök sem gerð voru sumarið 2009 þeg- ar lagt var af stað í leiðangur sem aldrei var hægt að klára. Líkt og jafnvel lykilmenn í röðum Evrópusambandssinna gerðu sér grein fyrir og vöruðu við strax eftir að um- sókninni um inngöngu í Evrópusambandið hafði verið komið á framfæri. Ástæða þess að umsóknin var send var einungis ein. Hrossa- kaup á milli forystumanna Samfylking- arinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þegar umsóknin hefur nú verið dregin formlega til baka er hægt að einbeita sér betur að mikilvægum utan- ríkishagsmunum Íslands eins og fríverzlunarmálum. Umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið verður ekki lengur þröskuldur í vegi þeirrar vinnu. Sama á við um mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar gagnvart norður- slóðum. Með ákvörðun sinni hefur ríkisstjórnin sent af- gerandi skilaboð til umheimsins sem eru í fullu samræmi við þann raunveruleika sem er og hefur alltaf verið fyrir hendi hér á landi. Ísland er ekki á leið í Evrópusam- bandið og hefur í raun aldrei verið það. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Skýr skilaboð til umheimsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen EAB New Energy Group hefur verið starfandi frá árinu 1991. Það rekur sólar- og vindorku- ver víða um heim, m.a. í Þýskalandi, Tékklandi, Ítalíu, Brasilíu, Úrúgvæ, Víetnam, Afr- íku og í Noregi. Í síðastnefnda landinu vann fyrirtækið að uppbyggingu vindorkugarðs í Midtfjellet og fékk fyrir það þýsk-norsk við- skiptaverðlaun árið 2013. Vindorkuver sem EAB er með í uppbygg- ingu núna víða um heim munu framleiða 500-1.000 MW af raf- orku. Fyrirtækið er í raun þrískipt og býður upp á alhliða þjónustu í tengslum við vind- og sólarorkuver; uppsetn- ingu á þeim og síðan rekstur og viðhald, en einnig aðstoð við að koma öðrum aðilum af stað með slíkan rekstur. Mörg orku- ver í gangi EAB NEW ENERGY GROUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.