Morgunblaðið - 13.03.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 13.03.2015, Síða 18
BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Tekjuhalli hins opinbera var 3 millj- arðar króna á síðasta ári í samanburði við 32 milljarða króna árið á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaupp- gjöri sem Hagstofa Íslands hefur birt. Hallinn hefur minnkað jafnt og þétt frá 2008 þegar hann var 202,4 milljarðar króna og er nú að nálgast núllið. Ríkissjóður skilar 670 milljón- um í tekjuafgang, almannatryggingar 2 milljörðum en sveitarfélögin eru með 5,7 milljarða króna halla. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir það mjög jákvætt að afkoma hins opinbera sé að batna. „Það er mikilvægt að reksturinn komist í jafnvægi og skuldasöfnunin verði stöðvuð,“ segir hún. Bankaskattur vegur þungt Bæði tekjur og útgjöld hins opin- bera hækkuðu nokkuð milli ára. Á síð- asta ári voru tekjurnar 903 milljarðar króna og hækkuðu um 13,3% frá árinu á undan. Megintekjustofnar eru skatttekjur og tryggingagjöld sem skiluðu 85,4% tekna. Bankaskattur- inn vegur þungt en hann var hækk- aður úr 0,041% í 0,145% og skilar 34,5 milljörðum í ríkissjóð sem er 276,5% hækkun á milli ára. Aðrar tekjur hins opinbera jukust um 9,1% milli ára og munar þar mest um auknar arð- greiðslur frá fyrirtækjum í eigu rík- isins, meðal þess er 6,5 milljarða króna arður frá Seðlabanka Íslands og 15,7 milljarða króna arður frá Landsbankanum, samtals 22,2 millj- arðar króna. 7,4% hækkun launakostnaðar Útgjöldin sem voru 906 milljarðar hækkuðu um 9,3% milli ára. Launa- kostnaður, sem nam 276 milljörðum, hækkaði um 7,4%. Launakostnaður er 27% meiri en hann var 2008. Einnig varð mikil aukning í til- færsluútgjöldum eða 81% sem skýr- ist meðal annars af 35,8 milljarðar króna gjaldfærslu vegna leiðrétting- ar verðtryggðra fasteignaveðlána en dregið hefur úr fjármagnstil- færslum til Íbúðalánasjóðs og LÍN á milli ára. Ásdís segir það áhyggjuefni að út- gjöldin séu að aukast. „Útgjöldin eru há í sögulegum samanburði og á al- þjóðlegan mælikvarða. Það hefur tekist að brúa bilið með aukinni skattbyrði einkum á atvinnulífið, líkt og bankaskatturinn, og frestun á framkvæmdum sem er í raun frestun útgjalda. Það er því mikilvægt núna þegar umsvifin í hagkerfinu eru að aukast að ríkissjóður sýni aðhald í sínum rekstri og auki ekki útgjöldin.“ Keppikefli að greiða skuldir Heildarskuldir hins opinbera námu 2.256 milljörðum króna í árslok eða 113,2% af landsframleiðslu. Er þetta annað árið í röð þar sem hlutfall skulda hins opinbera af landsfram- leiðslu fer lækkandi, en hæst var hlut- fallið 126,6% árið 2011. Erlendar lántökur námu í árslok 428 milljörðum króna og innlendar lántökur voru 344 milljarðar króna, verðbréfaskuldir voru 870 milljarðar króna og viðskiptaskuldir 134 millj- arðar króna. Ásdís segir að fjármálastefna rík- isins verði að vera ábyrgari en hún hefur oft áður verið núna þegar vís- bendingar séu um aukin umsvif. „Í gegnum tíðina hefur það verið þannig að ríkið eykur útgjöldin þegar tekj- urnar aukast. Því er mikilvægt að rík- ið ýti ekki undir enn frekari spennu og sýni frekar aukið aðhald í útgjöld- um. Hið opinbera ætti að einbeita sér að því að greiða niður skuldir frekar en að nýta betri afkomu í að auka út- gjöld hins opinbera. Þar sem vaxta- kostnaður er hár útgjaldaliður ætti að vera keppikefli að greiða niður skuld- irnar til að draga úr þeim kostnaði.“ Tekjuhalli hins opinbera kominn niður í 3 milljarða Tekjuhalli ríkissjóðs, sveitarfélaga og almannatrygginga milljarðar króna 2008 20112009 2012 20142010 2013 250 200 150 100 50 0 Heimild: Hagstofa Íslands 202,4 153,8 157,8 94,7 65,7 32 3  Bankaskattur og arðgreiðslur banka vega þungt  Launakostnaður hækkar 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn                                    ! ! " #  $ "# !#  $ % %# &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ""$ !" !% # # $ "  %" !" %##  !"# !" # #" $ % "$" % # %#" !#!# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Núvirðingarprósenta lífeyrissjóða, 3,5%, sem notuð er til að núvirða eignir og skuldir í tryggingafræðilegum upp- gjörum er ekki krafa um raunávöxtun. Þetta kemur fram í athugasemd á vef- síðu Landssamtaka lífeyrissjóða við ummælum bankastjóra Arion banka í viðtali við ViðskiptaMoggann um að ávöxtunarviðmið lífeyrissjóðanna setji ákveðið gólf. Ávöxtun lífeyrissjóða ræðst af ávöxtun eigna sjóðanna svo sem skuldabréfa, hlutabréfa og innlána, segir á vef samtakanna. Sjóðirnir kaupi skuldabréf á markaði þar sem ávöxt- unarkrafa ræðst fyrst og fremst af framboði og eftirspurn. Núvirðingarprósenta en ekki ávöxtunarkrafa ● Síminn hefur krafið Vodafone um 400 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ólögmætrar notkunar á vöru- merkinu Tímaflakk. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjarskipta hf. til Kauphall- arinnar. Í tilkynningunni kemur fram að Fjar- skipti telja ekki grundvöll fyrir kröfunni. Ágreiningur sé um skráningu Símans á vörumerkinu, sem ekki hefur verið til lykta leiddur. Fjarskipti hafi því ákveðið að bera úrskurðinn undir áfrýjunar- nefnd í vörumerkjamálum. Auk þess telji Fjarskipti fjárhæð bótakröfunnar í engu samræmi við málsatvik og dómafordæmi. Síminn krefur Vodafone um 400 milljónir króna STUTTAR FRÉTTIR ... Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínum á miðvikudaginn, samkvæmt spám markaðsgreinenda. Spárnar byggjast á þeirri óvissu sem nú ríkir á vinnumarkaði og fyrri vísbending- um frá nefndinni um að hún muni vilja bíða niðurstöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði áður en ákvörðun verði tekin um vaxtabreyt- ingar. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær segir að spá bankans sé í sam- ræmi við þá framsýnu leiðsögn sem finna má í yfirlýsingu og fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar. Íslandsbanki gerir reyndar ráð fyrir óbreyttum stýri- vöxtum út þetta ár, að því gefnu að kjarasamningar fari ekki svo úr böndunum að nefndin telji að bregð- ast þurfi við með hækkun vaxta. Raunvextir bankans muni hins vegar lækka með aukinni verðbólgu. Hagfræðideild Landsbankans vís- ar einnig í síðustu yfirlýsingu og fundargerð peningastefnunefndar, þar sem orðalag gefi til kynna að frekari vaxtalækkanir koma ekki til greina fyrr en mynd sé komin á nið- urstöður yfirstandandi kjaravið- ræðna. Að mati Landsbankans gefur þróun verðbólgu og eftirspurnar í hagkerfinu heldur ekki sérstakt til- efni til þess að ætla að áherslur pen- ingastefnunefndar muni breytast mikið milli funda. Í svipaðan streng tekur IFS Greining sem segir að þar sem við- ræður um kjarasamninga virðist vera að sigla í strand muni peninga- stefnunefndin bíða átekta eftir nið- urstöðu nýrra kjarasamninga. Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjóri Búist er við óbreyttum stýrivöxtum um sinn. Spá stýrivöxtum óbreyttum áfram  Nefndin muni bíða niðurstöðu kjarasamninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.