Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
✝ Gunnar Við-arsson fæddist
3. ágúst 1980 á Ísa-
firði. Hann lést af
völdum krabba-
meins á heimili sínu,
Dísaborgum 4 í
Reykjavík, 8. mars
2015.
Foreldrar Gunn-
ars eru Guðlaug
Jónsdóttir, f. 30.
mars 1957, d. 7. júní
2001, og Viðar Finnsson, f. 27.
ágúst 1960. Foreldrar Guðlaugar
eru Jón Þórðarson og Laufey
Stefánsdóttir, þau eru bæði látin.
Foreldrar Viðars eru Finnur
Finnsson og María Gunn-
arsdóttir frá Ísafirði, þau eru
bæði látin. Systkini Guðlaugar
eru Guðrún Fjóla, Árni Laugdal,
látinn, Stefán, Kristján Þór,
Þórður, Smári og Geir, látinn.
Systkini Viðars eru Auðunn,
Finnur Magni og Valdís. Sam-
skólanámi hóf hann nám í Borg-
arholtsskóla í rennismíði, hann
lauk því námi ekki, einkum
vegna þess hve erfiðlega gekk að
komast að í sveinsnámi. Sam-
hliða og eftir námið vann hann
hjá Brimborg, Max 1, fram til
ársins 2005. Þá stofnaði hann
fyrirtækið Artbílalist sem hann
rak í tvö ár. Frá árinu 2007 og til
dauðadags var hann starfsmaður
í vélasal prentsmiðju Árvakurs.
Frítíma sínum eyddi Gunnar í
hvers konar bílaviðgerðir, bæði
fyrir sjálfan sig og aðra. Helsta
áhugamál Gunnars var aksturs-
íþróttir, hann tók þátt í ýmsum
keppnisgreinum, einkum í rallí-
krossi. Hann vann til margra
verðlauna og var margfaldur Ís-
landsmeistari í ýmsum flokkum
akstursíþrótta. Myndlist spilaði
líka stórt hlutverk í lífi Gunnars,
hann var einkar drátthagur og
voru bílar helsta myndefnið, síð-
astliðið haust hélt hann sýningu á
myndum sínum á Ísafirði.
Útför Gunnars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 13. mars
2015, og hefst athöfnin kl. 15.
býlismaður Guð-
laugar frá árinu
1988 til dauðadags
var Aðalsteinn
Jörgensen. Systir
Gunnars sammæðra
er Dagbjört Fjóla
Hafsteinsdóttir, f. 3.
janúar 1976, fram-
reiðslumeistari.
Dagbjört er gift
Bjarna J.M. Henrys-
syni, f. 5. janúar
1976. Sonur þeirra er Hafsteinn
Henry, f. 5. júní 2004. Viðar er í
sambúð með Katrínu Þorkels-
dóttur, f. 7. maí 1964. Þau eiga
Arnar Frey, f. 10. mars 2001, og
Snædísi Lilju, f. 12. ágúst 2004,
fyrir átti Katrín soninn Hrafnkel
Núma, f. 17. febrúar 1994.
Gunnar fæddist á Ísafirði og
ólst upp á Dalbrautinni í Hnífsdal
fram til átta ára aldurs en þá
flutti hann með móður sinni til
Reykjavíkur. Að loknu grunn-
Það var að sumarlagi árið
1988 að samband tókst með mér
og Guðlaugu móður Gunnars.
Þá sá ég í fyrsta sinn þennan
unga sjö ára herramann sem
fagnaði mér aðkomumanninum
með blíðu, en smá feimnislegu
brosi. Það var ekki ærslunum
fyrir að fara hjá honum, ó nei.
Hann var hæglátur, en hafði
jafnframt einstaklega hlýja og
góða nærveru. Hlutir voru bara
ekkert að fara í pirrurnar á hon-
um og flestu tók hann með
miklu jafnaðargeði.
Ég minnist þó þess er Gunn-
ar var 9 ára, að hann eignaðist
páfagauk og var með hann í
herberginu sínu. Að mestu var
það hið besta samband. Allir
vita jú að páfagaukar eru ár-
risulir og þessi var engin und-
antekning. En Gunnari var ekki
alveg skemmt yfir þessu og
tautaði oft eitthvað í þá veru að
gaukurinn væri farinn að garga
upp úr klukkan sex á morgnana.
Það væri þó allt í lagi ef væri
skóladagur, en um helgar ætl-
aðist hann til að geta sofið út í
friði.
Á árinu 1997 er til skoðunar
að flytja upp í Grafarvog. Gunn-
ari finnst það afleit hugmynd og
bendir réttilega á að vinir sínir
búi flestir í Vesturbænum. Þetta
er rætt fram og aftur. Þegar
honum er bent á að það sé stór
bílskúr sem hann geti haft til af-
nota, þá tekur hann strax betur
í málið. Við erum svo rétt ný-
flutt, þegar dráttarbíll birtist
með ameríska drossíu af stærri
gerðinni í eftirdragi, sem virðist
nú ekki vera í sem bestu standi.
Drossían fer í bílskúrinn og í
um viku verður bílskúrinn eins
og félagsmiðstöð, þegar vinirnir
koma og berja dýrðina augum.
Þessu fylgir líka barsmíð og
endalaust væl í slípirokk. En
eftir um viku dettur allt í dúna-
logn og ekkert að ske í nokkra
mánuði. Ég og Guðlaug tökum
að ókyrrast. Okkur finnst til-
gangsleysið algjört að geyma
bílinn þarna og geta ekki nýtt
bílskúrinn á betri hátt. Eftir
miklar umræður við Gunnar, þá
á endanum var bíllinn fjarlægð-
ur.
„Var ekki þessi margblessaði
bílskúr fyrir mig?“ spurði Gunn-
ar stundum og svo seinna, ef
einhverjar pælingar voru í gangi
varð honum oft að orði með
glott á vörum: „Verður þetta
eins og með bílskúrinn?“
Það er erfitt til þess að hugsa
að svona ungur maður hafi kvatt
þetta jarðlíf, aðeins 34 ára gam-
all og einnig getur maður hugs-
að til móður hans, Guðlaugar,
sem einnig féll frá langt fyrir
tímann, 44 ár gömul. Manni
finnst sem hinn mikli himna-
smiður hafi ekki gefið rétt, í
þessu spili.
Mér kemur í hugann minning
um þegar Guðlaug lá fjársjúk á
Landspítalanum og Gunnar kom
að líta til móður sinnar. Hann
hafði verið á mótorhjólinu og
var klæddur í leður frá toppi til
táar, með hjálminn í höndunum.
Þar sem þau sátu saman og
Guðlaug strauk honum blíðlega
um bakið, skynjaði maður ótrú-
lega nánd og kærleika. Þetta
var falleg stund og yndislegt að
sjá hversu móðirin var stolt, af
sínum sterka og góða syni.
Dagbjört, Viðar og svo marg-
ir aðrir sem þekktu þennan
góða dreng hafa misst mikið og
sárt verður það að geta bara
ornað sér við minninguna um
hann.
En Gunnar, Guð blessi þig
ætíð, vinur, og berðu móður
þinni kveðju mína.
Aðalsteinn Jörgensen.
Það fór ekki mikið fyrir
Gunnari Viðarssyni bróðursyni
mínum í þessu lífi. Honum leið
vel í einrúmi, hann var hæglátur
og prúður piltur sem fór eigin
leiðir á sínum forsendum. Við
föðurfjölskyldan stóðum á hlið-
arlínunni, viðbúin að grípa inn í,
ef hann vildi. Undanfarna mán-
uði höfum við haft nánari sam-
skipti en oft áður eða allt þar til
yfir lauk.
Gunnar var glaðvært og við-
ráðanlegt barn sem gaman var
að hitta hjá afa og ömmu á
Engjaveginum á Ísafirði. Þar
átti hann skjól og hlýjan faðm,
einkum hjá afa Finni. Hann var
vel gefinn og hnyttinn í tilsvör-
um, mjög ákveðinn ef því var að
skipta. Eitt sinn kom það í minn
hlut að fara með hann á jólaball.
Stráksi var klæddur í Súper-
mannbúning og bókstaflega
„flaug“ í kringum jólatréð. Ég
verð að viðurkenna að heldur
þótti mér drengurinn skrýtinn
og ansi líkur tvíburabróður mín-
um.
Árin liðu og fram kom við-
kvæmur, einrænn ungur maður,
samt hvers manns hugljúfi.
Hann var félagslyndur ef hann
vildi og hafði afar skemmtilega
frásagnargáfu sem hann
skreytti með hárbeittum húmor.
Snemma heillaðist hann af
kraftmiklum bílum enda átti
hann ekki langt að sækja þann
áhuga til föður síns. Skítugur
upp fyrir haus, ilmandi af vél-
arolíu, á kafi ofan í vélarhúddi
bíla að græja þá fyrir keppni,
pilturinn ungi var alsæll. Gunn-
ar tók þátt í ýmsum keppn-
isgreinum akstursíþrótta, eink-
um rallíkrossi. Hann var m.a.
Íslandsmeistari í rallíkrossi árin
2013 og 2014. Akstursíþróttir
sameinuðu þá feðga vel og
seinna meir kom litli bróðir
Gunnars, Arnar Freyr, inn í þá
mynd líka.
Viðar var mjög ungur þegar
Gunnar fæddist en samband
þeirra þroskaðist með árunum
og þeir urðu góðir félagar. Báðir
með þessa frábæru sagnagáfu
sem fór á flug þegar áhugamál
þeirra bar á góma.
Gunnar hafði ótrúlega margt
til brunns að bera, má þar helst
nefna fágæta hæfileika hans til
að teikna. Helsta myndefnið
tengdist gjarnan bílum og var
hann ótrúlega leikinn í að ná
fram nákvæmri mynd af ýmsum
sjónarhornum bíla. Hann steig
stórt skref síðastliðið haust og
sýndi hluta mynda sinna á sýn-
ingu sem haldin var á Ísafirði.
Það er kominn tími til að
kveðja Gunnar minn, ótímabær
hinsta ferð hans er hafin. Síðasti
spölurinn var erfiður. Umvafinn
umhyggju Dagbjartar systur
sinnar, Viðars föður síns og
Stefáns Ara félaga mætti Gunn-
ar örlögum sínum. Við varðveit-
um minningu Gunnars í hjörtum
okkar … þær lifa.
Valdís Finnsdóttir.
Í dag kveð ég góðvin minn,
hann Gunna Rednek. Ég kynnt-
ist honum í Borgarholtsskóla ár-
ið 1997 og við urðum strax góðir
vinir og höfum brallað ýmislegt
saman upp frá því.
Á tímabili leigðum við saman
verkstæði og þar sem áhugamál
okkar voru í kringum bíla þá
eiga þeir þátt í flestu sem við
brölluðum saman hvort sem það
var í viðgerðum eða keyrslu.
Eitt sinn þurftum við að kalla til
sjúkrabíl þegar Gunni lá, við
fyrstu sýn frekar tjónaður og al-
gjörlega út úr heiminum, eftir
að hann reyndi að hlaupa yfir
bílinn sem ég keyrði. Þetta
byrjaði vel hjá okkur og stökk
hann fimlega upp á húddið á
bílnum og þaðan upp á topp en
missti svo af afturrúðunni og lá
kylliflatur á jörðinni (sennilega
hljóp hann of hægt miðað við
hvað ég keyrði hratt). Þegar
sjúkrabíllinn kom á staðinn þá
var Gunni búinn að jafna sig og
sjúkraflutningamennirnir sögðu
að við værum kjánar og ættum
ekki að vera fíflast svona á bíln-
um og fóru. Við höfum oft hlegið
að þessu og hugsað hvað yrði
gert við okkur í dag eftir svona
fíflagang. Í tengslum við bíla-
delluna þá höfum við ferðast
bæði innanlands og utan. Ófáar
ferðir á Bíladaga á Akureyri
koma upp í hugann ásamt röll-
um á Sauðárkróki og fleiri ferð-
um í þeim dúr.
Á milli okkar var „mikill“ ríg-
ur varðandi bíla- og dekkjateg-
undir. Einu sinni kom ég að
bílnum mínum öllum út í lím-
miðum með „hans“ dekkjateg-
und og ég var töluvert lengi að
losa bílinn við þennan ófögnuð.
Fyrir vikið hefur Gunni fengið
að „límmiða“ upp hjólið mitt í
hvert skipti sem þess hefur
þurft vegna þessa ótvíræða lím-
miðahæfileika síns. Það var auð-
vitað engin tilviljun að hann
væri laginn við límmiðana því
flest lék í höndunum á honum
og var hann í raun ótrúlegur
hagleiksmaður. Einnig var hann
líka frábær teiknari, sjálfmennt-
aður að sjálfsögðu, og eru til
margar magnaðar teikningar
eftir hann m.a. margar af bílum.
Gunni var þessi hjálpsama týpa
og var alltaf til í að aðstoða
mann. Nú síðast, fáum dögum
áður en hann lést, þegar ég var
í heimsókn hjá honum og það
barst í tal að Hellisheiðin væri
búin að vera lokuð þann daginn
þá sagði hann að það væri alltaf
laus sófinn hjá sér ef ég þyrfti
gistingu.
Þegar ég var nýbúinn að
kynnast Gunna bauð hann mér í
áramótapartí heim til sín sem
væri svo sem ekki frásögur fær-
andi nema fyrir þær sakir að
þegar ég kom til hans eftir mið-
nætti þá fannst mér ekki vera
mjög partílegt þar. Með semingi
þá bankaði ég upp á með minn
brennivínspoka og þá reif
mamma hans upp hurðina og
gargaði á mig hvort ég héldi að
það væri eitthvert helvítis partí
þar. Ég hafði aldrei hitt mömmu
hans fyrr og kom ekki upp orði
fyrir skömm en þá sprakk hún
úr hlátri og sagði að Gunni hefði
skotist frá og kæmi rétt strax.
Hún bauð mér inn og endaði
þetta allt saman á góðu partíi.
Guðlaug, mamma hans
Gunna, fór eins og hann langt
fyrir aldur fram en núna eru
þau á sama stað og geta tekið
létt spjall á ný. Takk fyrir allt
meistari, þín verður sárt saknað
kæri vinur.
Erling Valur.
Það er svo margt skemmti-
legt sem fer í gegnum hugann
þegar ég hugsa til þín, Gunni
minn.
Við erum búnir að þekkjast í
mörg ár en okkar nánu kynni
verða ekki fyrr en 2006-2007
þegar þú verður daglegur gest-
ur á verkstæðinu hjá mér og í
framhaldi förum við að bralla
ýmislegt saman .
Það er margt sem ég hefði
aldrei gert án þinnar hjálpar
bæði í leik og starfi og er ég
óendanlega þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og
notið vináttu þinnar og hæfi-
leika.
Þú varst rólegur og hafðir
góða nærveru og gott að hafa
þig í kringum sig, þú hafðir
lúmskan húmor sem ekki var
allra. Einnig hafði ég alltaf gam-
an að því hvað drengirnir mínir
voru hrifnir af þér og alltaf
gafstu þér tíma til að spjalla við
þá. Þú varst hjálpsamur og
reyndir að greiða öllum þeim
götu sem leituðu til þín. Mót-
orsportið var þér hugleikið og
þú helltir þér í það og gerðir
það með glæsibrag eins og allt
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Varst áður en þú vissir af farinn
að vinna við keppnishald og
kominn í stjórn.
Það er svo erfitt að kveðja
svona snilling eins og þig sem
allt lék í höndunum á, alveg
sama hvað það var; vélar og við-
gerðir, breytingar á bílum og
smíði keppnistækja. Að
ógleymdu hvílíkur listamaður þú
varst og gaman að því hvað þú
áttir það til að hvolfa þér í það
sem þér var efst í huga hverju
sinni; pinstripe, fræsa út stimp-
ilkolla og teikningarnar þínar.
Ég vil meina að þú hafir verið á
heimsmælikvarða, nákvæmnin í
teikningum þínum með öllum
þeim skuggum og ljósbroti sem
átti við hverju sinni, réttast
væri að safna þessu saman og
gefa út bók/bækur með verkum
þínum.
Trefjaplast vinnan, mótin og
græjudellu-smíðin, voru fyrir
okkar kynni en allt sem ég sá
var frábærlega vel gert, það var
alveg sama hvað þú tókst þér
fyrir hendur það lék allt í hönd-
unum á þér. Eins þegar ég var
að smíða rallbílinn minn „LACY
ONE“ já, er ekki réttara að
segja þegar þú smíðaðir fyrir
mig rallbílinn, því þú áttir
örugglega stærri þátt í því en
ég, þótt ég ætti bílinn þá leist
þú nú alltaf á hann eins og litla
barnið þitt.
Í veikindum þínum varstu
ekki mikið að bera á torg líðan
þína og tilfinningar, en það hlýt-
ur að vera óskaplega erfitt að
vita að dauðinn nálgast er mað-
ur er svona ungur. En nú hefur
þú fengið hvíldina og vonandi
þeysir þú um á þeim gráa núna.
Ég þakka þér fyrir allt, kæri
vinur, ég á eftir að sakna þín en
ég á aldrei eftir að gleyma þér.
Ég votta Vidda, Dagbjörtu og
öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Kristinn (Kiddi), Brimrún,
Björgólfur Bersi og
Hergill Henning.
Mér líður þannig að allir sem
þekktu til Gunnars Viðarssonar,
hljóta að vera sammála að þar
fór maður sem öllum líkaði vel
við, annað var ekki hægt.
Gunni Redneck, eins og hann
var kallaður, og vildi láta kalla
sig var einstaklega dagfarsprúð-
ur maður þægilegur, léttur,
greiðvikinn og gjörsamlega
hrokalaus með öllu.
Það var einungis á einum
vettvangi sem hann hafði sig í
frammi, og það svo um munaði,
RALLY-CROSS. En þar fór
hann hamförum, og var hrein-
lega fremstur meðal keppenda,
frægðarsól hans skein, með slík-
um árangri að allt var grillað,
með látum, og rúmlega það.
Enda er hægt að segja að hann
var nær ósigrandi i sínum flokki
frá því að land byggðist næst-
um.
Gunni Redneck var „Honda
lover“ svo um munaði, meira að
segja símanúmerið var
86HONDA.
Gunni var liðtækur í alls kyns
bílapælingum, og var síðasta
hugmyndin og framkvæmdin, að
hreinu meistarastykki, en hann
útfærði Honda Civic-bíl sinn
með 4wd-kerfi og var hans út-
færsla alveg snilldarlega vel út-
hugsuð og ef ég fer með rétt
mál, alveg „breakthrough“ á
heimsvísu, einungis veikindi
hans settu strik i reikninginn að
hann næði að klára þetta.
Einnig var hann snillingur
með teiknipennann, en eftir
hann liggja margar myndir sem
eru hver annarri algert meist-
araverk, alveg dæmigert fyrir
Gunna að hafa sig ekkert í
frammi en ég tel að hann hefði
getið náð langt á teiknisviðinu.
Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti, þegar fréttist af
veikindum hans, margir og þar
á meðal ég, dáðumst að æðru-
leysi hans, óhætt er að segja að
engan grunaði að þetta tæki
svona fljótt af. Þeir félagar hans
er stóðu honum næst, náðu sko
sannarlega að gleðja kallinn
einn daginn en þar tóku þeir, á
laun, bílinn hans og kláruðu
dæmið með vélarskiptum o.fl.,
afhentu honum bílinn nýmálað-
an í strumpabláum lit og hafi
einhver verið kátur þann dag-
inn, þá var það Gunni Redneck.
Síðasta útspil Gunna var al-
veg einstaklega hann, þvílík
snilldarhugmynd og lýsir svo al-
gerlega húmor hans, en hann
óskaði eftir að fólk kæmi í
keppnisgallanum, en ekki í
sparifötunum, ef fólk vildi
kveðja hann, hann þekkti bara
fólk i vinnufötunum eða keppn-
isgallanum, alveg frábært verð
ég að segja!
Ég votta aðstandendum virð-
ingu mína, blessuð sé minning
þessa frábæra drengs.
Sveinbjörn Hrafnsson.
Starfsmenn Landsprents
minnast Gunnars Viðarssonar
með virðingu og þakklæti. Hann
var frábær starfsmaður og
skemmtilegur vinnufélagi. Við
söknum góðs drengs og skarð
hans verður vandfyllt.
Gunnar hóf störf í Lands-
prenti, prentsmiðju Morgun-
blaðsins, árið 2007 og vann þar
allt þangað til veikindin höml-
uðu honum.
Veikindum sínum tók Gunnar
af einstöku æðruleysi og skiln-
ingi á gangverki lífsins. Mér er
minnisstætt þegar hann sagði
við okkur, að ekkert starf væri
svo leiðinlegt, að hann vildi ekki
vinna það ef hann mætti skipta
á því og heilsunni. Í samanburði
við heilsuleysi og alvarleg veik-
indi verður hversdagurinn, vinir
og vinna dýrmæt lífsgæði.
Þannig skerpir návist dauðans
stundum skilning okkar á lífinu.
Gunnar var hæfileikaríkur,
jákvæður og klókur, hann hafði
mikinn áhuga á vélum og bílum,
en hann var einnig góður mynd-
listarmaður, þótt hann flíkaði
því ekki mikið á vinnustaðnum.
Starfsmenn Landsprents og
Morgunblaðsins senda föður
Gunnars, systur og öðrum ætt-
ingjum einlægar samúðaróskir á
kveðjustund.
Guðbrandur Magnússon.
Gunnar Viðarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUNNLAUG MARGRÉT
STEFÁNSDÓTTIR,
lést 6. mars.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju
mánudaginn 16. mars kl. 11.
.
Jónína Sigrún Bjarnadóttir, Grétar Jónsson,
Gunnar Stefánsson, Helga Á. Sigurjónsdóttir
og barnabarnabörn,
Stefán Þór Bjarnason, Álfheiður Arnardóttir,
Anita Dögg Stefánsdóttir, Benedikt Ö. Eymarsson,
Sigurbjörg Eva Stefánsd., Stefán Örn Guðmundsson,
Bjarni Þór Stefánsson
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR,
Lilla,
Bakkaseli 6,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 6. mars á hjúkrunarheimilinu Eir, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 13.
.
Sævar Karlsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir,
Haraldur R. Karlsson, Abbie Lee Kleppa,
Guðrún J. Karlsdóttir Forberg, Ståle Forberg,
barnabörn og barnabarnabörn.